Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 10:51 Vigfús starfaði sem boccia-þjálfari á Akureyri um árabil. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. Eins og greint hefur verið frá hefur Vigfús verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.„Ég skal drepa þig helvítið þitt“ Í dómi héraðsdóms kemur fram að þann 17. ágúst 2017 leitaði Guðrún Karítas til lögreglunnar og lýsti áhyggjum sínum yfir því að Vigfús hefði sent dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms skilaboð. Hún óttaðist að hann myndi reyna að fá stúlkuna til að hitta sig. Þá hafi Guðrún Karítas einnig skýrt frá því að hún hefði farið á vinnustað Vigfúsar sama dag, „misst sig“ við hann og öskrað á hann að hann skyldi láta dóttur hennar í friði. Var Guðrún Karítas ákærð fyrir að hóta Vigfúsi með eftirfarandi ummælum: „Ég skal drepa þig helvítið þitt“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“, að því er segir í dómi héraðsdóms.Sjá einnig: Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun GuðrúnarVigfús við aðalmeðferð málsins í júní.Fréttablaðið/AuðunnÞá liggur fyrir að daginn eftir, 18. ágúst 2017, leitaði Vigfús til lögreglu og vildi tilkynna að ákærða hefði komið á vinnustað hans, mjög æst, ausið hann skömmum og sagst myndu drepa hann eða fá menn til að drepa hann. Þetta hafi verið vegna þess að hann hefði þennan morgun sent dóttur ákærðu skilaboð og spurt hvað hún segði gott.Talið fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir Í dómnum kemur fram að Guðrún Karítas játaði að hafa komið í afgreiðsluna og hafa sagst myndu drepa Vigfús. Það hafi hún þó misst út úr sér í reiði en ekki meint bókstaflega. Þá staðfesti Vigfús að hótunin hefði verið skilyrt á þann veg að Guðrún Karítas hefði sagt að hún myndi drepa hann ef hann hefði samband við dóttur hennar og verður við það miðað. Þá verður talið ósannað að Guðrún Karítas hafi með ummælum sínum vakið ótta Vigfúsar. Einnig var litið til þess að augljóst hlýtur að hafa verið að Guðrún Karítas var í reiðikasti og fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir. Hún verði því sýknuð. Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. Eins og greint hefur verið frá hefur Vigfús verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.„Ég skal drepa þig helvítið þitt“ Í dómi héraðsdóms kemur fram að þann 17. ágúst 2017 leitaði Guðrún Karítas til lögreglunnar og lýsti áhyggjum sínum yfir því að Vigfús hefði sent dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms skilaboð. Hún óttaðist að hann myndi reyna að fá stúlkuna til að hitta sig. Þá hafi Guðrún Karítas einnig skýrt frá því að hún hefði farið á vinnustað Vigfúsar sama dag, „misst sig“ við hann og öskrað á hann að hann skyldi láta dóttur hennar í friði. Var Guðrún Karítas ákærð fyrir að hóta Vigfúsi með eftirfarandi ummælum: „Ég skal drepa þig helvítið þitt“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“, að því er segir í dómi héraðsdóms.Sjá einnig: Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun GuðrúnarVigfús við aðalmeðferð málsins í júní.Fréttablaðið/AuðunnÞá liggur fyrir að daginn eftir, 18. ágúst 2017, leitaði Vigfús til lögreglu og vildi tilkynna að ákærða hefði komið á vinnustað hans, mjög æst, ausið hann skömmum og sagst myndu drepa hann eða fá menn til að drepa hann. Þetta hafi verið vegna þess að hann hefði þennan morgun sent dóttur ákærðu skilaboð og spurt hvað hún segði gott.Talið fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir Í dómnum kemur fram að Guðrún Karítas játaði að hafa komið í afgreiðsluna og hafa sagst myndu drepa Vigfús. Það hafi hún þó misst út úr sér í reiði en ekki meint bókstaflega. Þá staðfesti Vigfús að hótunin hefði verið skilyrt á þann veg að Guðrún Karítas hefði sagt að hún myndi drepa hann ef hann hefði samband við dóttur hennar og verður við það miðað. Þá verður talið ósannað að Guðrún Karítas hafi með ummælum sínum vakið ótta Vigfúsar. Einnig var litið til þess að augljóst hlýtur að hafa verið að Guðrún Karítas var í reiðikasti og fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir. Hún verði því sýknuð.
Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent