Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Jemenskt barn fær aðhlynningu á sjúkrahúsi í Saada-fylki en 29 börn létust í loftárásinni. Vísir/AFP Sádiarabíski herinn og bandamenn hans í stríðinu í Jemen felldu í gær tugi í loftárásum á Saada-fylki. Á meðal fórnarlamba árásanna voru börn sem ferðuðust saman í rútu. Frá þessu greindi alþjóðaráð Rauða krossins. „Tugir eru fallnir og hinir særðu fá aðhlynningu [...] Meirihluti sjúklinganna er undir tíu ára aldri,“ tísti ráðið. Ráðið sagði starfsmenn reyna að bjarga eins mörgum og unnt væri. Hins vegar héldi tala látinna áfram að hækka. Nú þegar hafi verið tekið á móti líkum 29 barna, allra innan við fimmtán ára, og 48 særðum, þar af 30 börnum. Sádi-Arabar sögðust í gær hafa beint árásinni að eldflaugaskotpöllum sem notaðir hafa verið til að skjóta á sádiarabísku borgina Jizan. Voru Hútar, uppreisnarmennirnir sem hernaðarbandalagið berst gegn í Jemen, jafnframt sakaðir um að nota börn til að skýla sér fyrir skothríðinni. „Árás dagsins í Saada var lögmæt hernaðaraðgerð og var gerð í samræmi við alþjóðalög,“ sagði í yfirlýsingu hersins sem birtist á ríkisfréttastöðinni SPA. Al-Masirah, sjónvarpsstöð Húta, sagði á Twitter í gær að 39 hefðu fallið í árásunum og 51 særst. Hútar vildu þó ekki svara ásökunum Sádi-Araba um að hafa notað börn sér til varnar. Sagði miðillinn börnin í rútunni hafa verið á leið á námskeið um Kóraninn.Stærsti hluti jemensku þjóðarinnar býr við afar þröngan kost.Vísir/GettyLoftárásir voru einnig gerðar á hafnarborgina Hodeidah síðasta fimmtudag. Fórust þá 55 í árásum hernaðarbandalagsins að því er uppreisnarmenn greindu frá. Tala látinna var þó nokkuð á reiki, Reuters sagði 28 hafa fallið en kínverski miðillinn Xinhua sjötíu. Í kjölfarið bauð Martin Griffiths, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Jemen, fylkingunum til friðarviðræðna í Sviss. Óvíst er hvort þær viðræður bera árangur, en síðustu viðræður fóru fram í Kúveit fyrir tveimur árum. Mæti sendifulltrúar fylkinganna til viðræðna munu þær hefjast þann 6. september næstkomandi í Genf. Hernaðarbandalagið hefur gert fjölda loftárása á Jemen undanfarið. Samkvæmt Al Jazeera voru 258 árásir gerðar í júnímánuði einum. Þar af þriðjungur á skotmörk ótengd hernaði. Yemen Data Project greindi frá því að 24 árásir hafi verið gerðar á íbúabyggð, þrjár á vatns- og rafmagnsinnviði og þrjár á sjúkrahús. AP greindi frá því fyrr í vikunni að hernaðarbandalagið hafi gert leynilega samninga við hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen og ráðið til sín hermenn úr þeirra röðum. Heimildarmenn sögðu frá því að Bandaríkjamenn, sem styðja hernaðarbandalagið, hafi vitað af samningnum en þeir eiga sjálfir í átökum við samtökin. Bandaríkin hafi í þokkabót hætt drónaárásum á al-Kaída á meðan á viðræðunum stóð. Þessu neitaði talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Sádiarabíski herinn og bandamenn hans í stríðinu í Jemen felldu í gær tugi í loftárásum á Saada-fylki. Á meðal fórnarlamba árásanna voru börn sem ferðuðust saman í rútu. Frá þessu greindi alþjóðaráð Rauða krossins. „Tugir eru fallnir og hinir særðu fá aðhlynningu [...] Meirihluti sjúklinganna er undir tíu ára aldri,“ tísti ráðið. Ráðið sagði starfsmenn reyna að bjarga eins mörgum og unnt væri. Hins vegar héldi tala látinna áfram að hækka. Nú þegar hafi verið tekið á móti líkum 29 barna, allra innan við fimmtán ára, og 48 særðum, þar af 30 börnum. Sádi-Arabar sögðust í gær hafa beint árásinni að eldflaugaskotpöllum sem notaðir hafa verið til að skjóta á sádiarabísku borgina Jizan. Voru Hútar, uppreisnarmennirnir sem hernaðarbandalagið berst gegn í Jemen, jafnframt sakaðir um að nota börn til að skýla sér fyrir skothríðinni. „Árás dagsins í Saada var lögmæt hernaðaraðgerð og var gerð í samræmi við alþjóðalög,“ sagði í yfirlýsingu hersins sem birtist á ríkisfréttastöðinni SPA. Al-Masirah, sjónvarpsstöð Húta, sagði á Twitter í gær að 39 hefðu fallið í árásunum og 51 særst. Hútar vildu þó ekki svara ásökunum Sádi-Araba um að hafa notað börn sér til varnar. Sagði miðillinn börnin í rútunni hafa verið á leið á námskeið um Kóraninn.Stærsti hluti jemensku þjóðarinnar býr við afar þröngan kost.Vísir/GettyLoftárásir voru einnig gerðar á hafnarborgina Hodeidah síðasta fimmtudag. Fórust þá 55 í árásum hernaðarbandalagsins að því er uppreisnarmenn greindu frá. Tala látinna var þó nokkuð á reiki, Reuters sagði 28 hafa fallið en kínverski miðillinn Xinhua sjötíu. Í kjölfarið bauð Martin Griffiths, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Jemen, fylkingunum til friðarviðræðna í Sviss. Óvíst er hvort þær viðræður bera árangur, en síðustu viðræður fóru fram í Kúveit fyrir tveimur árum. Mæti sendifulltrúar fylkinganna til viðræðna munu þær hefjast þann 6. september næstkomandi í Genf. Hernaðarbandalagið hefur gert fjölda loftárása á Jemen undanfarið. Samkvæmt Al Jazeera voru 258 árásir gerðar í júnímánuði einum. Þar af þriðjungur á skotmörk ótengd hernaði. Yemen Data Project greindi frá því að 24 árásir hafi verið gerðar á íbúabyggð, þrjár á vatns- og rafmagnsinnviði og þrjár á sjúkrahús. AP greindi frá því fyrr í vikunni að hernaðarbandalagið hafi gert leynilega samninga við hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen og ráðið til sín hermenn úr þeirra röðum. Heimildarmenn sögðu frá því að Bandaríkjamenn, sem styðja hernaðarbandalagið, hafi vitað af samningnum en þeir eiga sjálfir í átökum við samtökin. Bandaríkin hafi í þokkabót hætt drónaárásum á al-Kaída á meðan á viðræðunum stóð. Þessu neitaði talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent