New York Times fjallar ítarlega um vanda lundans við strendur Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2018 11:45 Af hverju er lundinn að hverfa? Það er djúpt á svarinu segir í fyrirsögn New York Times. Mynd/NYT Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar.Í frétt blaðsins kemur fram að fjöldi lunda á heimsvísu hafi á nokkrum árið farið úr sjö milljónum í 5,4 milljónir en frá árinu 2015 hefur lundinn verið á válista hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Lundinn finnst helst við strendur Atlantshafsins og þá helst við strendur Íslands.Svo virðist sem að blaðamaður og ljósmyndari New York Times hafið komið víða við á Íslandi en fylgdu þeir vísindamönnum sem rannsaka stöðu lundans eftir í Grímsey, Papey og Lundey, svo dæmi séu tekin.Í frétt New York Times kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir fækkun lundans séu líklega margar en ofveiði, skortur á æti og mengun séu taldar líklegustu ástæðurnar. Þá hjálpi loftslagsbreytingar ekki til.Blaðið fylgdi eftir Annette Fayet og Dr. Erpi Hansen, vísindamönnum sem rannsakað hafa fækkun lundans. Reyna þau að komast að því hvað lundarnir sem þau skoða hafi verið að éta auk þess sem að þau festa GPS-tæki við þá svo fylgjast megi með ferðum lundans.Rekja megi fækkun á fjölda lunda til loftslagsbreytinga Frá árinu 2010 hefur Erpur ferðast vítt og breitt um Ísland, tvisvar á ári, til þess að gera einskonar „manntal“ á lundanum. Um þessar mundir hafa vísindamennirnir þó helst áhuga á niðurstöðunum úr GPS-mælingunum.Í frétt New York Times segir að helsta ástæðan á fækkun á fjölda lunda hér við land sé skortur á sandsíli, uppáhaldsæti lundans. Skort á sandsílum megi rekja til þess að hitastig sjósins í kringum Ísland hafi hækkað, sem að mati Ævar Péturssonar fuglafræðings megi helst rekja til loftslagsbreytinga.Skorturinn á sandsílum gerir það að verkum að lundinn þurfi að fljúga lengra til þess að ná í nóg æti og það sýna GPS-gögn vísindamannanna svart á hvítu.Margir tengja lundann við Ísland.Fréttablaðið/StefánEkki sjálfbært til lengri tíma „Alls staðar eru þeir að fara lengra en við héldum,“ segir Fayet í samtali við New York Times. Það reyni mjög á fuglana þar sem flug kosti lundann mikla orku. Rannsóknir hennar, Erps og annarra vísindamanna sem starfa saman sýni að þegar lundinn geti ekki veitt nógu mikið til þess að fæða bæði sig og ungana sína sé valið einfalt, lundinn velji sjálfan sig og láti ungana mæta afgangi. Að mati rannsakenda geti þetta skýrt fækkun á fjölda lundans. Þrátt fyrir að enn séu til milljónir af lunda við strendur Atlantshafs sé þessi þróun ekki vænleg til árangurs til lengri tíma litið. „Þessir fuglar eru langlífir svo við sjáum ekki tölurnar hrynja niður,“ segir Erpur. „Þetta er ekki sjálfbært.“Umfjöllun New York Times má nálgast hér. Loftslagsmál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar.Í frétt blaðsins kemur fram að fjöldi lunda á heimsvísu hafi á nokkrum árið farið úr sjö milljónum í 5,4 milljónir en frá árinu 2015 hefur lundinn verið á válista hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Lundinn finnst helst við strendur Atlantshafsins og þá helst við strendur Íslands.Svo virðist sem að blaðamaður og ljósmyndari New York Times hafið komið víða við á Íslandi en fylgdu þeir vísindamönnum sem rannsaka stöðu lundans eftir í Grímsey, Papey og Lundey, svo dæmi séu tekin.Í frétt New York Times kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir fækkun lundans séu líklega margar en ofveiði, skortur á æti og mengun séu taldar líklegustu ástæðurnar. Þá hjálpi loftslagsbreytingar ekki til.Blaðið fylgdi eftir Annette Fayet og Dr. Erpi Hansen, vísindamönnum sem rannsakað hafa fækkun lundans. Reyna þau að komast að því hvað lundarnir sem þau skoða hafi verið að éta auk þess sem að þau festa GPS-tæki við þá svo fylgjast megi með ferðum lundans.Rekja megi fækkun á fjölda lunda til loftslagsbreytinga Frá árinu 2010 hefur Erpur ferðast vítt og breitt um Ísland, tvisvar á ári, til þess að gera einskonar „manntal“ á lundanum. Um þessar mundir hafa vísindamennirnir þó helst áhuga á niðurstöðunum úr GPS-mælingunum.Í frétt New York Times segir að helsta ástæðan á fækkun á fjölda lunda hér við land sé skortur á sandsíli, uppáhaldsæti lundans. Skort á sandsílum megi rekja til þess að hitastig sjósins í kringum Ísland hafi hækkað, sem að mati Ævar Péturssonar fuglafræðings megi helst rekja til loftslagsbreytinga.Skorturinn á sandsílum gerir það að verkum að lundinn þurfi að fljúga lengra til þess að ná í nóg æti og það sýna GPS-gögn vísindamannanna svart á hvítu.Margir tengja lundann við Ísland.Fréttablaðið/StefánEkki sjálfbært til lengri tíma „Alls staðar eru þeir að fara lengra en við héldum,“ segir Fayet í samtali við New York Times. Það reyni mjög á fuglana þar sem flug kosti lundann mikla orku. Rannsóknir hennar, Erps og annarra vísindamanna sem starfa saman sýni að þegar lundinn geti ekki veitt nógu mikið til þess að fæða bæði sig og ungana sína sé valið einfalt, lundinn velji sjálfan sig og láti ungana mæta afgangi. Að mati rannsakenda geti þetta skýrt fækkun á fjölda lundans. Þrátt fyrir að enn séu til milljónir af lunda við strendur Atlantshafs sé þessi þróun ekki vænleg til árangurs til lengri tíma litið. „Þessir fuglar eru langlífir svo við sjáum ekki tölurnar hrynja niður,“ segir Erpur. „Þetta er ekki sjálfbært.“Umfjöllun New York Times má nálgast hér.
Loftslagsmál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira