Jafnréttisstofa og íþróttafélögin Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Íþróttakonur segja frá áreitni, mismunun og nauðgunum og krefjast breytinga“ var yfirskrift fréttar sem birtist í íslenskum fjölmiðli snemma árs. Þetta var því miður ekki eina fréttin af þessum toga sem skall á landsmönnum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Fjöldi íþróttakvenna steig fram og vitnaði um óþolandi aðstæður og ástand og kröfðust þess að konur og stúlkur gætu stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Jafnréttisáætlanir gegna mikilvægu hlutverki í markvissu jafnréttisstarfi. Samkvæmt jafnréttislögum eru íþróttafélög ekki skyldug til að setja sér jafnréttisáætlanir en hafa hins vegar þær skyldur að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að iðkendur og starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni í tengslum við starfsemi félaganna. Þau félög sem kosið hafa að taka þátt í gæðaverkefni ÍSÍ og gerast fyrirmyndarfélög hafa þær skyldur að gera mat á starfsemi sinni m.t.t. jafnréttis og setja sér jafnréttisáætlun. Í kjölfar þeirra frásagna íþróttakvenna sem vitnað er til hér að framan ákvað Jafnréttisstofa því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum til þess að fá yfirsýn yfir stöðuna og geta leiðbeint um úrbætur ef á þyrfti að halda. Í kjölfarið hófst síðan samstarf ÍSÍ og Jafnréttisstofu um hvernig mætti sem best styðja íþróttafélög í að bæta jafnrétti kynjanna í sínum störfum. Það er sérstakt fagnaðarefni að í nýkynntum tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi skuli áherslan vera á öryggi iðkenda og annarra þátttakenda. Þá ber einnig að fagna því að horft sé til þess að aukið jafnrétti geti haft jákvæð áhrif á íþróttastarf og dregið úr áreitni og ofbeldishegðun. Íþróttir og íþróttafélög eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. Þess vegna skiptir miklu máli að við séum öll með leikreglurnar á hreinu þegar kemur að fjölbreytileika, jafnrétti og virðingu.Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Íþróttakonur segja frá áreitni, mismunun og nauðgunum og krefjast breytinga“ var yfirskrift fréttar sem birtist í íslenskum fjölmiðli snemma árs. Þetta var því miður ekki eina fréttin af þessum toga sem skall á landsmönnum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Fjöldi íþróttakvenna steig fram og vitnaði um óþolandi aðstæður og ástand og kröfðust þess að konur og stúlkur gætu stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Jafnréttisáætlanir gegna mikilvægu hlutverki í markvissu jafnréttisstarfi. Samkvæmt jafnréttislögum eru íþróttafélög ekki skyldug til að setja sér jafnréttisáætlanir en hafa hins vegar þær skyldur að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að iðkendur og starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni í tengslum við starfsemi félaganna. Þau félög sem kosið hafa að taka þátt í gæðaverkefni ÍSÍ og gerast fyrirmyndarfélög hafa þær skyldur að gera mat á starfsemi sinni m.t.t. jafnréttis og setja sér jafnréttisáætlun. Í kjölfar þeirra frásagna íþróttakvenna sem vitnað er til hér að framan ákvað Jafnréttisstofa því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum til þess að fá yfirsýn yfir stöðuna og geta leiðbeint um úrbætur ef á þyrfti að halda. Í kjölfarið hófst síðan samstarf ÍSÍ og Jafnréttisstofu um hvernig mætti sem best styðja íþróttafélög í að bæta jafnrétti kynjanna í sínum störfum. Það er sérstakt fagnaðarefni að í nýkynntum tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi skuli áherslan vera á öryggi iðkenda og annarra þátttakenda. Þá ber einnig að fagna því að horft sé til þess að aukið jafnrétti geti haft jákvæð áhrif á íþróttastarf og dregið úr áreitni og ofbeldishegðun. Íþróttir og íþróttafélög eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. Þess vegna skiptir miklu máli að við séum öll með leikreglurnar á hreinu þegar kemur að fjölbreytileika, jafnrétti og virðingu.Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar