Leikur, barátta, íþróttamennska og jafnrétti Herbert Beck skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Þann 1. september munu kvennalandslið Íslands og Þýskalands í fótbolta mætast á Laugardalsvelli til að ákveða hvort þeirra mun fara á heimsmeistaramótið í Frakklandi á næsta ári. Einungis sigurliðið kemst beina leið á HM. Íslenska landsliðið er nú stigahæst í 5. riðli eftir 3:2 sigur gegn Þjóðverjum í Wiesbaden í október síðastliðnum og er með eins stigs forystu á Þýskaland í riðlinum. Það liggur því ljóst fyrir að sigurliðið í Laugardalnum mun fara áfram til Frakklands. Kvennalið Þýskalands hefur unnið Ólympíuleikana, er tvöfaldur heimsmeistari og áttfaldur Evrópumeistari í knattspyrnu. Það er því óvenjulegt fyrir það að sitja í öðru sæti riðilsins. Þýsku konurnar ásamt þjálfara sínum Horst Hrubesch, sem er afar farsæll leikmaður og þjálfari, finna greinilega að Þjóðverjar bera miklar væntingar til þeirra, ekki síst eftir mikil vonbrigði með karlalandsliðið núna í sumar. Bestu fjögur liðin sem eru í öðru sæti í riðlakeppninni komast í umspil fyrir seinasta evrópska sætið fyrir HM í Frakklandi, en markmið þýska liðsins er klárlega að sigra í riðlinum. Til þess þarf þýska liðið þó að vinna einvígið hér í Reykjavík. „Næsti úrslitaleikur er á Íslandi. Við munum leggja allt af mörkum til að tryggja okkur sigur í forkeppninni,“ segir markvörður þýska landsliðsins Almuth Schult sem spilar fyrir VfL Wolfsburg, en Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er liðsfélagi hennar þar. Á hinn bóginn hafa íslensku konurnar góða ástæðu til að mæta fullar sjálfsöryggis í „úrslitaleikinn“. Eftir fimm sigra og aðeins eitt jafntefli gegn Tékkum, gæti staða íslensku kvennanna varla verið vænlegri. Þegar leikurinn hefst næstkomandi laugardag, þann 1. september, kl. 14.55, mun fara fram hörkuspennandi leikur með fótboltakonum sem munu berjast af öllu afli til sigurs. Vegna þess hve mikilvægur leikurinn er, þá verður hann sýndur í beinni útsendingu í þýsku ríkissjónvarpi. Við hlökkum til þessa leiks sem mun sameina allt það sem gerir knattspyrnu að vinsælustu íþrótt heims: ástríðu, keppni, þokka, tækni, sigurvilja, dálítið drama og þá mögulega sorg. Fyrir utan keppnina sjálfa (og viðskiptalegu hlið hennar) má ekki gleyma öðrum hliðum knattspyrnunnar: fótbolti hefur alltaf verið leikur sem byggist á virðingu og reglum. Á meðan keppnin sjálf vekur samsömun og ástríðu í okkur, eru það reglur um sanngirni sem gera það að verkum að sigurinn lítilsvirði hvorki andstæðinginn né að tap leiði til örvæntingar. Það gildir einnig í þessu tilfelli. Þrátt fyrir alla viðleitni til að vinna þennan leik, þá þurfum við að muna að í lok dags þá er þetta leikur.Kynjajafnrétti Næstkomandi laugardag kemur svo einn þáttur til viðbótar við sögu – kynjajafnrétti. Þegar litið er á sögu alþjóðlega kvennafótboltans er greinilegt að hún endurspeglar samfélagið á hverjum tíma. Á tímum fyrri heimsstyrjaldar varð kvennafótbolti vinsæll, en hann var síðan að hluta til bannaður á áratugum sem fylgdu. Rökin fyrir því banni endurómuðu kunnugleg stef úr öðrum kimum samfélagsins, ljóst er að áhuginn á raunverulegu jafnvægi milli karla og kvenna var ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en fótboltakonur stefndu á að stofna sína eigin deild að hægt var að koma vitinu fyrir karlana. Árið 1970 ákvað Þýska knattspyrnusambandið (DFB) að lyfta leikbanninu við kvennafótbolta og það sama gerði Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ári síðar. Hannelore Ratzeburg, núverandi varaforseti DFB, er til fyrirmyndar þegar kemur að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna í knattspyrnu í Þýskalandi, en hún hefur beitt sér í þágu kvennafótbolta bæði í Þýskalandi og á alþjóðlegum vettvangi síðustu 40 árin. Þegar ég hugsa til kvennafótbolta á Íslandi þá dettur mér fyrst og fremst í hug hið glæsilega auglýsingamyndskeið „Unstoppable for Iceland", sem Icelandair lét gera fyrir sig í aðdraganda Evrópumótsins í kvennafótbolta 2017. Í þessu tveggja mínútna myndskeiði eru teknar saman á snilldarlegan hátt þær áskoranir sem stelpur verða að sigrast á, til þess eins að geta gert það sem þær kunna best – að spila fótbolta! Íslenska knattspyrnusambandið er búið að setja sér það metnaðarfulla markmið að fylla Laugardalsvöll þann 1. september. Það yrði í fyrsta skipti sem uppselt yrði á leik í kvennafótbolta á Íslandi. Þetta markmið styð ég heilshugar, ekki síst þar sem það mun vera góð auglýsing fyrir kvennafótbolta, bæði hérlendis og erlendis. Hvernig sem leikurinn næstkomandi laugardag fer, vonumst við öll til þess að sjá fótboltaveislu sem mun hvort tveggja í senn vera íþróttaþrekvirki og fagna jafnrétti karla og kvenna í fótbolta. Ég er sannfærður um það að bæði liðin eru fyrsta flokks lið sem munu auðga heimsmótið á næsta ári. „Fyllum völlinn!“ – Hjálpaðu til við að fylla völlinn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þessari glæsilegu sögu! Sjáumst í Laugardalnum!Höfundur er sendiherra Þýskalands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Þann 1. september munu kvennalandslið Íslands og Þýskalands í fótbolta mætast á Laugardalsvelli til að ákveða hvort þeirra mun fara á heimsmeistaramótið í Frakklandi á næsta ári. Einungis sigurliðið kemst beina leið á HM. Íslenska landsliðið er nú stigahæst í 5. riðli eftir 3:2 sigur gegn Þjóðverjum í Wiesbaden í október síðastliðnum og er með eins stigs forystu á Þýskaland í riðlinum. Það liggur því ljóst fyrir að sigurliðið í Laugardalnum mun fara áfram til Frakklands. Kvennalið Þýskalands hefur unnið Ólympíuleikana, er tvöfaldur heimsmeistari og áttfaldur Evrópumeistari í knattspyrnu. Það er því óvenjulegt fyrir það að sitja í öðru sæti riðilsins. Þýsku konurnar ásamt þjálfara sínum Horst Hrubesch, sem er afar farsæll leikmaður og þjálfari, finna greinilega að Þjóðverjar bera miklar væntingar til þeirra, ekki síst eftir mikil vonbrigði með karlalandsliðið núna í sumar. Bestu fjögur liðin sem eru í öðru sæti í riðlakeppninni komast í umspil fyrir seinasta evrópska sætið fyrir HM í Frakklandi, en markmið þýska liðsins er klárlega að sigra í riðlinum. Til þess þarf þýska liðið þó að vinna einvígið hér í Reykjavík. „Næsti úrslitaleikur er á Íslandi. Við munum leggja allt af mörkum til að tryggja okkur sigur í forkeppninni,“ segir markvörður þýska landsliðsins Almuth Schult sem spilar fyrir VfL Wolfsburg, en Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er liðsfélagi hennar þar. Á hinn bóginn hafa íslensku konurnar góða ástæðu til að mæta fullar sjálfsöryggis í „úrslitaleikinn“. Eftir fimm sigra og aðeins eitt jafntefli gegn Tékkum, gæti staða íslensku kvennanna varla verið vænlegri. Þegar leikurinn hefst næstkomandi laugardag, þann 1. september, kl. 14.55, mun fara fram hörkuspennandi leikur með fótboltakonum sem munu berjast af öllu afli til sigurs. Vegna þess hve mikilvægur leikurinn er, þá verður hann sýndur í beinni útsendingu í þýsku ríkissjónvarpi. Við hlökkum til þessa leiks sem mun sameina allt það sem gerir knattspyrnu að vinsælustu íþrótt heims: ástríðu, keppni, þokka, tækni, sigurvilja, dálítið drama og þá mögulega sorg. Fyrir utan keppnina sjálfa (og viðskiptalegu hlið hennar) má ekki gleyma öðrum hliðum knattspyrnunnar: fótbolti hefur alltaf verið leikur sem byggist á virðingu og reglum. Á meðan keppnin sjálf vekur samsömun og ástríðu í okkur, eru það reglur um sanngirni sem gera það að verkum að sigurinn lítilsvirði hvorki andstæðinginn né að tap leiði til örvæntingar. Það gildir einnig í þessu tilfelli. Þrátt fyrir alla viðleitni til að vinna þennan leik, þá þurfum við að muna að í lok dags þá er þetta leikur.Kynjajafnrétti Næstkomandi laugardag kemur svo einn þáttur til viðbótar við sögu – kynjajafnrétti. Þegar litið er á sögu alþjóðlega kvennafótboltans er greinilegt að hún endurspeglar samfélagið á hverjum tíma. Á tímum fyrri heimsstyrjaldar varð kvennafótbolti vinsæll, en hann var síðan að hluta til bannaður á áratugum sem fylgdu. Rökin fyrir því banni endurómuðu kunnugleg stef úr öðrum kimum samfélagsins, ljóst er að áhuginn á raunverulegu jafnvægi milli karla og kvenna var ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en fótboltakonur stefndu á að stofna sína eigin deild að hægt var að koma vitinu fyrir karlana. Árið 1970 ákvað Þýska knattspyrnusambandið (DFB) að lyfta leikbanninu við kvennafótbolta og það sama gerði Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ári síðar. Hannelore Ratzeburg, núverandi varaforseti DFB, er til fyrirmyndar þegar kemur að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna í knattspyrnu í Þýskalandi, en hún hefur beitt sér í þágu kvennafótbolta bæði í Þýskalandi og á alþjóðlegum vettvangi síðustu 40 árin. Þegar ég hugsa til kvennafótbolta á Íslandi þá dettur mér fyrst og fremst í hug hið glæsilega auglýsingamyndskeið „Unstoppable for Iceland", sem Icelandair lét gera fyrir sig í aðdraganda Evrópumótsins í kvennafótbolta 2017. Í þessu tveggja mínútna myndskeiði eru teknar saman á snilldarlegan hátt þær áskoranir sem stelpur verða að sigrast á, til þess eins að geta gert það sem þær kunna best – að spila fótbolta! Íslenska knattspyrnusambandið er búið að setja sér það metnaðarfulla markmið að fylla Laugardalsvöll þann 1. september. Það yrði í fyrsta skipti sem uppselt yrði á leik í kvennafótbolta á Íslandi. Þetta markmið styð ég heilshugar, ekki síst þar sem það mun vera góð auglýsing fyrir kvennafótbolta, bæði hérlendis og erlendis. Hvernig sem leikurinn næstkomandi laugardag fer, vonumst við öll til þess að sjá fótboltaveislu sem mun hvort tveggja í senn vera íþróttaþrekvirki og fagna jafnrétti karla og kvenna í fótbolta. Ég er sannfærður um það að bæði liðin eru fyrsta flokks lið sem munu auðga heimsmótið á næsta ári. „Fyllum völlinn!“ – Hjálpaðu til við að fylla völlinn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þessari glæsilegu sögu! Sjáumst í Laugardalnum!Höfundur er sendiherra Þýskalands
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun