Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2018 15:16 Árásin átti sér stað á Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Vísir/Vilhelm Dyraverðir í Reykjavík eru slegnir yfir fregnum af árás á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti og hafa hafið söfnun fyrir þann sem liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Fjórir eru í haldi grunaðir um árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar ráðist var á tvo dyraverði. Annar þeirra var fluttur með alvarlega áverka á slysdeild Landspítalans en bráðabirgðaniðurstöður lækna benda til að hann hafi hlotið mænuskaða. Trausti Már Falkvard Traustason hefur starfað sem dyravörður í níu ár og segist aldrei hafa heyrt um jafn hrottalega árás og þá sem átti sér stað um liðna helgi. Hann segir dyraverði ætla að taka höndum saman og hjálpa starfsbróður sínum sem er alvarlega slasaður með því að láta launin fyrir næstkomandi föstudagsvakt renna óskipta til styrktar honum.Þá er búið að blása til styrktartónleika á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur klukkan 20 næstkomandi sunnudagskvöld. Aðgangseyri verður 1.500 krónur og hafa listamenn á borð við Alexander Jarl, Ruddagadd, Roland Hartwell, Dj Andri Ramirez, Dj Mike the Jacket og Dj Egill Spegill boðað komu sína. Munu væntanlega fleiri bætast í hóp þeirra sem koma fram þetta kvöld. „Það er óhugur á meðal dyravarða vegna þessarar árásar og við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir Trausti. Dyravörðurinn Davíð Blessing ritaði færslu á Facebook þar sem hann veitir fólki innsýn í starf dyravarðar í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir dyraverði verða oft fyrir hótunum og svívirðingum. „Ég vill minna fólk á að þó svartir sauðir geti verið innan þessara starfsstéttar eru flest allir dyraverðir sem ég hef kynnst í gegnum árin gott fólk, oftar en ekki fjölskyldufólk, sem sinnir þessari vinnu fyrir mun lærri laun en ásættanleg væru og standa sínar vaktir helgi eftir helgi til að skemmtistaðir geti verið opnir fyrir ykkur og til þess að almenningurinn geti skemmt sér og fundist þeir vera öruggir frá hættum sem því miður eru og munu ávallt vera til staðar,“ skrifar Davíð og hvetur fólk til að hugsa jákvætt til vinar síns sem verða fyrir árásinni um liðna helgi. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dyraverðir í Reykjavík eru slegnir yfir fregnum af árás á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti og hafa hafið söfnun fyrir þann sem liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Fjórir eru í haldi grunaðir um árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar ráðist var á tvo dyraverði. Annar þeirra var fluttur með alvarlega áverka á slysdeild Landspítalans en bráðabirgðaniðurstöður lækna benda til að hann hafi hlotið mænuskaða. Trausti Már Falkvard Traustason hefur starfað sem dyravörður í níu ár og segist aldrei hafa heyrt um jafn hrottalega árás og þá sem átti sér stað um liðna helgi. Hann segir dyraverði ætla að taka höndum saman og hjálpa starfsbróður sínum sem er alvarlega slasaður með því að láta launin fyrir næstkomandi föstudagsvakt renna óskipta til styrktar honum.Þá er búið að blása til styrktartónleika á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur klukkan 20 næstkomandi sunnudagskvöld. Aðgangseyri verður 1.500 krónur og hafa listamenn á borð við Alexander Jarl, Ruddagadd, Roland Hartwell, Dj Andri Ramirez, Dj Mike the Jacket og Dj Egill Spegill boðað komu sína. Munu væntanlega fleiri bætast í hóp þeirra sem koma fram þetta kvöld. „Það er óhugur á meðal dyravarða vegna þessarar árásar og við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir Trausti. Dyravörðurinn Davíð Blessing ritaði færslu á Facebook þar sem hann veitir fólki innsýn í starf dyravarðar í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir dyraverði verða oft fyrir hótunum og svívirðingum. „Ég vill minna fólk á að þó svartir sauðir geti verið innan þessara starfsstéttar eru flest allir dyraverðir sem ég hef kynnst í gegnum árin gott fólk, oftar en ekki fjölskyldufólk, sem sinnir þessari vinnu fyrir mun lærri laun en ásættanleg væru og standa sínar vaktir helgi eftir helgi til að skemmtistaðir geti verið opnir fyrir ykkur og til þess að almenningurinn geti skemmt sér og fundist þeir vera öruggir frá hættum sem því miður eru og munu ávallt vera til staðar,“ skrifar Davíð og hvetur fólk til að hugsa jákvætt til vinar síns sem verða fyrir árásinni um liðna helgi.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31