Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 10:06 Leikkonurnar Asia Argento og Rose McGowan. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Rose McGowan biðlar til ítölsku leikkonunnar og fyrrverandi vinkonu sinnar Asiu Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein. Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. Sjálf sakaði Argento Weinstein um að hafa nauðgað sér seint á tíunda áratugnum. „Allir geta bætt sig – ég vona að þú getir það líka. Breyttu rétt. Vertu heiðarleg. Vertu sanngjörn. Láttu réttvísina fram ganga. Vertu manneskjan sem þú vildir að Harvey [Weinstein] hefði verið,“ segir í lokaorðum yfirlýsingar McGowan vegna ásakana leikarans Jimmy Bennett á hendur Argento. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér. McGowan og Argento hafa verið í forsvari fyrir #MeToo-hreyfinguna og voru báðar með þeim fyrstu til að stíga fram og saka fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. Þær urðu einnig nánar vinkonur í baráttu sinni síðustu mánuði. Í síðustu viku viðurkenndi Argento að hafa greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Fyrirsætan Rain Dove og leikkonan Rose McGowan byrjuðu saman fyrr á þessu ári.Vísir/getty Í yfirlýsingu McGowan kemur fram að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá segir McGowan að smáskilaboð milli Argento og ónefnds vinar hennar, sem TMZ birti í síðustu viku og fjallað var um á Vísi, hafi verið á milli Argento og Dove. Í skilaboðunum segir Argento að Bennett hafi ítrekað sent henni nektarmyndir af sér síðan hann var 12 ára gamall. McGowan gagnrýnir Argento fyrir að hafa ekki tilkynnt um þessar sendingar Bennett. Dove lét lögreglu í Los Angeles síðar fá afrit af samskiptum þeirra Argento. McGowan var gagnrýnd harðlega fyrir fyrstu yfirlýsingu sína um málið, þar sem hún hvatti fólk til þess að fara blíðum höndum um Argento í kjölfar ásakananna. Argento þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Þá hefur lögregla í Los Angeles málið til skoðunar. MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Bandaríska leikkonan Rose McGowan biðlar til ítölsku leikkonunnar og fyrrverandi vinkonu sinnar Asiu Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein. Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. Sjálf sakaði Argento Weinstein um að hafa nauðgað sér seint á tíunda áratugnum. „Allir geta bætt sig – ég vona að þú getir það líka. Breyttu rétt. Vertu heiðarleg. Vertu sanngjörn. Láttu réttvísina fram ganga. Vertu manneskjan sem þú vildir að Harvey [Weinstein] hefði verið,“ segir í lokaorðum yfirlýsingar McGowan vegna ásakana leikarans Jimmy Bennett á hendur Argento. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér. McGowan og Argento hafa verið í forsvari fyrir #MeToo-hreyfinguna og voru báðar með þeim fyrstu til að stíga fram og saka fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. Þær urðu einnig nánar vinkonur í baráttu sinni síðustu mánuði. Í síðustu viku viðurkenndi Argento að hafa greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Fyrirsætan Rain Dove og leikkonan Rose McGowan byrjuðu saman fyrr á þessu ári.Vísir/getty Í yfirlýsingu McGowan kemur fram að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá segir McGowan að smáskilaboð milli Argento og ónefnds vinar hennar, sem TMZ birti í síðustu viku og fjallað var um á Vísi, hafi verið á milli Argento og Dove. Í skilaboðunum segir Argento að Bennett hafi ítrekað sent henni nektarmyndir af sér síðan hann var 12 ára gamall. McGowan gagnrýnir Argento fyrir að hafa ekki tilkynnt um þessar sendingar Bennett. Dove lét lögreglu í Los Angeles síðar fá afrit af samskiptum þeirra Argento. McGowan var gagnrýnd harðlega fyrir fyrstu yfirlýsingu sína um málið, þar sem hún hvatti fólk til þess að fara blíðum höndum um Argento í kjölfar ásakananna. Argento þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Þá hefur lögregla í Los Angeles málið til skoðunar.
MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53
Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36
Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03