Um hvað snúast kjarasamningar á komandi vetri? Guðríður Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2018 09:45 Gylfi Zoega vann skýrslu fyrir forsætisráðherra um þjóðhagslegt umhverfi kjarasamninga á komandi vetri. Gylfi bendir á að launakjör almennings í landinu hafi batnað á undanförnum árum. Hagvísar sýna að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar hafa hækkað og kaupmáttur aukist síðustu ár. Nú er kaupmáttur reyndar nálægt því sem hann var á hápunkti uppsveiflunnar fyrir hrun. Launahækkanir almennings árið 2015 voru allnokkrar enda óumdeilt að hækkun var löngu tímabærar í kjölfar þeirra þrenginga sem almenningur mátti þola á árunum eftir hrun. Hækkanir urðu ekki til að auka verðbólgu þar sem útflutningsgreinarnar báru þungann með sterku gengi krónunnar, auk fjölgunar erlendra ferðamanna og fleiri jákvæðra hagrænna þátta. Gylfi bendir á að í aðdraganda kjarasamninga komandi vetrar séu aðstæður aðrar. Samkeppnisstaða útflutningsgreina hefur veikst m.a. vegna innlendra launahækkana. Styrking krónunnar hefur skilað sér í hærra verðlagi sem hefur svo aftur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Hver þáttur hefur áhrif á annan og lítið getur þurft til að raska því jafnvægi sem ríkir á meðal hinna ýmsu hagstærða. En það verður ekki fram hjá því litið að launahækkanir æðstu stjórnenda á almennum markaði og ekki síður innan opinbera geirans hafa verið langt umfram það sem almenningi í landinu hefur boðist. Við í verkalýðshreyfingunni höfum haldið kröfum okkar innan skynsamlegs ramma í þeirri von að ávinningur af launahækkunum fuðri ekki upp í logum verðbólgunnar. Stundum örlar þó á óbragði í munni. Kjarasamningar komandi vetrar verða glórulausir ef stjórnvöld leggja verkalýðshreyfingunni ekki lið með afgerandi hætti. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við lægst launuðu hópana í landinu með breytingum á skattkerfinu. Þar vegur hækkun persónuafsláttar þyngst og mun nýtast þeim mest sem lægst hafa launin. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði með það markmið að lækka húsnæðisverð og/eða byggja upp traustan langtíma leigumarkað. En það er fleira sem skiptir máli. Í komandi kjarasamningum þurfum við að takast á við álag, streitu og kulnun í starfi með því að semja um sveigjanlegri vinnutíma og styttri vinnuviku. Og við eigum að halda áfram að jafna laun á milli almenna og opinbera markaðarins og finna sátt um hvernig við metum menntun og ábyrgð til launa. Stjórnvöld og verkalýðsforystan verða að taka höndum saman og leysa þetta verkefni í sameiningu, af skynsemi, yfirvegun og með jöfnuð í samfélaginu að leiðarljósi. Það er hætt við því, ef áfram er gengið í átt til vaxandi misskiptingar þar sem mulið er undir forréttindastétt í þessu landi, að við launþegar missum kúlið og þá tapa allir.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Gylfi Zoega vann skýrslu fyrir forsætisráðherra um þjóðhagslegt umhverfi kjarasamninga á komandi vetri. Gylfi bendir á að launakjör almennings í landinu hafi batnað á undanförnum árum. Hagvísar sýna að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar hafa hækkað og kaupmáttur aukist síðustu ár. Nú er kaupmáttur reyndar nálægt því sem hann var á hápunkti uppsveiflunnar fyrir hrun. Launahækkanir almennings árið 2015 voru allnokkrar enda óumdeilt að hækkun var löngu tímabærar í kjölfar þeirra þrenginga sem almenningur mátti þola á árunum eftir hrun. Hækkanir urðu ekki til að auka verðbólgu þar sem útflutningsgreinarnar báru þungann með sterku gengi krónunnar, auk fjölgunar erlendra ferðamanna og fleiri jákvæðra hagrænna þátta. Gylfi bendir á að í aðdraganda kjarasamninga komandi vetrar séu aðstæður aðrar. Samkeppnisstaða útflutningsgreina hefur veikst m.a. vegna innlendra launahækkana. Styrking krónunnar hefur skilað sér í hærra verðlagi sem hefur svo aftur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Hver þáttur hefur áhrif á annan og lítið getur þurft til að raska því jafnvægi sem ríkir á meðal hinna ýmsu hagstærða. En það verður ekki fram hjá því litið að launahækkanir æðstu stjórnenda á almennum markaði og ekki síður innan opinbera geirans hafa verið langt umfram það sem almenningi í landinu hefur boðist. Við í verkalýðshreyfingunni höfum haldið kröfum okkar innan skynsamlegs ramma í þeirri von að ávinningur af launahækkunum fuðri ekki upp í logum verðbólgunnar. Stundum örlar þó á óbragði í munni. Kjarasamningar komandi vetrar verða glórulausir ef stjórnvöld leggja verkalýðshreyfingunni ekki lið með afgerandi hætti. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við lægst launuðu hópana í landinu með breytingum á skattkerfinu. Þar vegur hækkun persónuafsláttar þyngst og mun nýtast þeim mest sem lægst hafa launin. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði með það markmið að lækka húsnæðisverð og/eða byggja upp traustan langtíma leigumarkað. En það er fleira sem skiptir máli. Í komandi kjarasamningum þurfum við að takast á við álag, streitu og kulnun í starfi með því að semja um sveigjanlegri vinnutíma og styttri vinnuviku. Og við eigum að halda áfram að jafna laun á milli almenna og opinbera markaðarins og finna sátt um hvernig við metum menntun og ábyrgð til launa. Stjórnvöld og verkalýðsforystan verða að taka höndum saman og leysa þetta verkefni í sameiningu, af skynsemi, yfirvegun og með jöfnuð í samfélaginu að leiðarljósi. Það er hætt við því, ef áfram er gengið í átt til vaxandi misskiptingar þar sem mulið er undir forréttindastétt í þessu landi, að við launþegar missum kúlið og þá tapa allir.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun