Ljósi varpað á stóra súpumálið Rannveig Ernudóttir skrifar 28. ágúst 2018 08:45 Nýverið fór í dreifingu mynd af kvöldmatseðli eldri borgara í þjónustukjarna hér í Reykjavík. Birtingin olli miklu fjaðrafoki þar sem gefið var í skyn að það eina sem eldri borgarar fengju að borða væru súpur. Sá sem tók myndina og dreifði henni, sleppti því hins vegar að láta fylgja með hádegismatseðilinn, staðsettan á veggnum við hliðina á kvöldmatarseðlinum. Það var óheiðarlegt og fór af stað ósanngjörn umræða um umönnun eldri borgaranna okkar í þjónustuíbúðum. Þeir sem tóku þátt í umræðunni höfðu þó margir ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta lagt mat(!) á málið. Því verður varpað frekari ljósi á það hér. Þjónustuíbúðir eru fyrir eldri borgara sem vilja búa í kjörnum þar sem aðgangur er að ýmiss konar þjónustu eins og hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, félagsstarfi, læknaheimsókn og matarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru ekki sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili. Hvernig eru matarmálin í þjónustuíbúðunum? Það sem kjarnarnir bjóða uppá á hverjum degi er morgunmatur, hádegismaturinn (sem kemur frá Vitatorgi), síðdegiskaffi, léttur kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Almennt vilja íbúarnir borða stóru máltíðina í hádeginu og fá frekar léttari máltíð um kvöldið. Allt er þetta svo valkvætt, en hver og einn íbúi velur hvort hann vilji nýta sér þessa þjónustu. Því eins og hefur verið bent á, ítrekað í umræðunni, þá er ekki hér um að ræða sjúkrastofnanir heldur íbúðakjarna, þar sem hver og ein íbúð hefur eigin eldunaraðstöðu. Skiptar skoðanir eru varðandi matinn frá Vitatorgi, það er ekkert nýtt. Sumum finnst þessi matur mjög fínn og líkar hann afar vel. Margt starfsfólk borgarinnar nýtir einmitt þessa þjónustu og lætur vel af. Öðrum þykir þetta óspennandi matur og kýs að panta hann ekki. Þeir verða sér þá úti um mat annars staðar. Einnig er vert að taka það fram að hægt er að panta grænmetisrétt eða fiskrétt í stað kjötréttanna. Matur er manns megin Nýverið komu út ráðleggingar frá landlækni, unnar í samstarfi við Háskóla Íslands, varðandi próteininntöku veikra eða hrumra eldri borgara. Þar kom fram að umræddur hópur þurfi að auka próteininntökuna yfir daginn. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og geta svo sannarlega hjálpað til við að sporna gegn vannæringu, þekktu vandamáli meðal sama hóps. En mikilvægt er að greina á milli umræðunnar um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnun eða í sjálfstæðri búsetu, og þeirra sem svo búa í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Það er auðvitað áhyggjumál hversu mikið er um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnunum, en þar getur verið um ýmiss konar samspil að ræða á borð við skerandi manneklu sem og lystarleysi meðal hrumra aldraðra einstaklinga. Vitað er að matarlyst eldri borgara minnkar almennt með aldrinum. Rétt áður en myndin fór í dreifingu höfðu íbúar umrædds þjónustuíbúðarkjarna kvartað undan matnum sem kom frá Vitatorgi. Viðbrögð starfsfólks við kvörtunum íbúanna voru þau að heyra í kokkinum á Vitatorgi - og hvernig brást hann við? Jú, með því að bjóðast til þess að koma á fund með íbúum og ræða matarmálin, því auðvitað á að taka mark á því ef óánægja er með matinn og fara yfir hvað má gera betur. Matur er jú manns megin. Minni miðstýring, meiri valdefling En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því ég vil nota tækifærið, sem þessi umræða hefur skapað, til að fara yfir eitt af málefnum Pírata í kosningarbaráttunni síðasta vor. Það var að endurskoða matarstefnu borgarinnar og taka upp að nýju þann möguleika að íbúakjarnarnir (sem eru oft búnir stórum eldhúsum) geti boðið upp á mat sem matreiddur er á staðnum, líkt og áður var gert. Slíkt skapar valdeflandi umhverfi fyrir íbúana þar sem notendaráðin geti þá reglulega sett saman matseðil fyrir íbúana í samstarfi við matráð hússins. Hér er auðvitað verið að sækjast eftir því að skapa val fyrir íbúa, að þau geti sjálf ákveðið hvort í þeirra kjarna verði boðið upp á mat frá Vitatorgi eða að hann verði eldaður á staðnum. Velta má vöngum yfir því hvort það hafi í raun verið hagræðing á sínum tíma að miðstýra hádegistíma eldri borgara í þjónustuíbúðum borgarinnar, enda fylgir slíkur bara annar kostnaður. Sem dæmi er ákveðinn kostnaður við að keyra út matinn, svo augljóst dæmi sé nefnt. Til mikils er hins vegar að vinna, að matur ferðist sem styst áður en hann endar í maganum. Því er hér um mikilvægt málefni að ræða fyrir eldri borgara, sem Píratar vinna hörðum höndum að að þjónusta í Reykjavík.Höfundur er starfsmaður í félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nýverið fór í dreifingu mynd af kvöldmatseðli eldri borgara í þjónustukjarna hér í Reykjavík. Birtingin olli miklu fjaðrafoki þar sem gefið var í skyn að það eina sem eldri borgarar fengju að borða væru súpur. Sá sem tók myndina og dreifði henni, sleppti því hins vegar að láta fylgja með hádegismatseðilinn, staðsettan á veggnum við hliðina á kvöldmatarseðlinum. Það var óheiðarlegt og fór af stað ósanngjörn umræða um umönnun eldri borgaranna okkar í þjónustuíbúðum. Þeir sem tóku þátt í umræðunni höfðu þó margir ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta lagt mat(!) á málið. Því verður varpað frekari ljósi á það hér. Þjónustuíbúðir eru fyrir eldri borgara sem vilja búa í kjörnum þar sem aðgangur er að ýmiss konar þjónustu eins og hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, félagsstarfi, læknaheimsókn og matarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru ekki sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili. Hvernig eru matarmálin í þjónustuíbúðunum? Það sem kjarnarnir bjóða uppá á hverjum degi er morgunmatur, hádegismaturinn (sem kemur frá Vitatorgi), síðdegiskaffi, léttur kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Almennt vilja íbúarnir borða stóru máltíðina í hádeginu og fá frekar léttari máltíð um kvöldið. Allt er þetta svo valkvætt, en hver og einn íbúi velur hvort hann vilji nýta sér þessa þjónustu. Því eins og hefur verið bent á, ítrekað í umræðunni, þá er ekki hér um að ræða sjúkrastofnanir heldur íbúðakjarna, þar sem hver og ein íbúð hefur eigin eldunaraðstöðu. Skiptar skoðanir eru varðandi matinn frá Vitatorgi, það er ekkert nýtt. Sumum finnst þessi matur mjög fínn og líkar hann afar vel. Margt starfsfólk borgarinnar nýtir einmitt þessa þjónustu og lætur vel af. Öðrum þykir þetta óspennandi matur og kýs að panta hann ekki. Þeir verða sér þá úti um mat annars staðar. Einnig er vert að taka það fram að hægt er að panta grænmetisrétt eða fiskrétt í stað kjötréttanna. Matur er manns megin Nýverið komu út ráðleggingar frá landlækni, unnar í samstarfi við Háskóla Íslands, varðandi próteininntöku veikra eða hrumra eldri borgara. Þar kom fram að umræddur hópur þurfi að auka próteininntökuna yfir daginn. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og geta svo sannarlega hjálpað til við að sporna gegn vannæringu, þekktu vandamáli meðal sama hóps. En mikilvægt er að greina á milli umræðunnar um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnun eða í sjálfstæðri búsetu, og þeirra sem svo búa í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Það er auðvitað áhyggjumál hversu mikið er um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnunum, en þar getur verið um ýmiss konar samspil að ræða á borð við skerandi manneklu sem og lystarleysi meðal hrumra aldraðra einstaklinga. Vitað er að matarlyst eldri borgara minnkar almennt með aldrinum. Rétt áður en myndin fór í dreifingu höfðu íbúar umrædds þjónustuíbúðarkjarna kvartað undan matnum sem kom frá Vitatorgi. Viðbrögð starfsfólks við kvörtunum íbúanna voru þau að heyra í kokkinum á Vitatorgi - og hvernig brást hann við? Jú, með því að bjóðast til þess að koma á fund með íbúum og ræða matarmálin, því auðvitað á að taka mark á því ef óánægja er með matinn og fara yfir hvað má gera betur. Matur er jú manns megin. Minni miðstýring, meiri valdefling En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því ég vil nota tækifærið, sem þessi umræða hefur skapað, til að fara yfir eitt af málefnum Pírata í kosningarbaráttunni síðasta vor. Það var að endurskoða matarstefnu borgarinnar og taka upp að nýju þann möguleika að íbúakjarnarnir (sem eru oft búnir stórum eldhúsum) geti boðið upp á mat sem matreiddur er á staðnum, líkt og áður var gert. Slíkt skapar valdeflandi umhverfi fyrir íbúana þar sem notendaráðin geti þá reglulega sett saman matseðil fyrir íbúana í samstarfi við matráð hússins. Hér er auðvitað verið að sækjast eftir því að skapa val fyrir íbúa, að þau geti sjálf ákveðið hvort í þeirra kjarna verði boðið upp á mat frá Vitatorgi eða að hann verði eldaður á staðnum. Velta má vöngum yfir því hvort það hafi í raun verið hagræðing á sínum tíma að miðstýra hádegistíma eldri borgara í þjónustuíbúðum borgarinnar, enda fylgir slíkur bara annar kostnaður. Sem dæmi er ákveðinn kostnaður við að keyra út matinn, svo augljóst dæmi sé nefnt. Til mikils er hins vegar að vinna, að matur ferðist sem styst áður en hann endar í maganum. Því er hér um mikilvægt málefni að ræða fyrir eldri borgara, sem Píratar vinna hörðum höndum að að þjónusta í Reykjavík.Höfundur er starfsmaður í félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Pírata.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun