Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2018 15:15 Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. V'isir/Vilhelm Geðlæknir sem lagði mat á Val Lýðsson, sem er sakaður um að hafa valdið dauða bróður síns á Gýgjarhóli II, telur að ölvunarástand hans skýri best ofbeldið sem hann hafi beitt. Bæði Valur og tveir vinir hans hafi kannast við að hann hafi gerst ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Valur er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum 31. mars. Hann er sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bendi til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Var hættur að drekka þar til kvöldið sem Ragnar dó Bræðurnir sátu við drykkju að kvöldi föstudagsins langa. Valur hefur borið því við að hann muni ekkert eftir að til átaka hafi komið á milli þeirra bræðra. Hann hefur þó hvorki geta gefið neinar aðrar skýringar á hvernig dauði Ragnars kom til né útilokað að hann hafi borið ábyrgð á honum. Nanna Briem, geðlæknir, vann geðmat á Vali og útilokaði hún að vitglöp eða andlegir kvillar gætu hafa valdið minnisleysi hans um atburði kvöldsins. Í viðtölum þeirra hafi aftur á móti komið fram áfengisvandi og saga um óminni sem tengdist drykkju. Tveir vinir Vals sem Nanna ræddi við hafi jafnframt kannast við að hann hafi getað orðið ofbeldisfullir undir áhrifum. Það hafi Valur sömuleiðis gert. Valur viðurkenndi það sjálfur fyrir dómi í morgun en sagði að í þeim tilfellum hefði „einhver pirringur“ yfirleitt verið orsökin. Kannaðist hann ekki við að hafa borið þungan hug til bróður síns. Fram kom að Valur hafi verið hættur að drekka frá áramótum. Það hafi verið hans eigin ákvörðun því honum hafi sjálfum þótt nóg komið. Hann hefði ekki drukkið áfengi þar til kvöldið sem bræður hans tveir sóttu hann heim að Gýgjarhóli umrætt kvöld. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að vera löngu hættur að drekka,“ sagði Valur þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í morgun.Sér eftir því sem gerðist Nanna sagði að Valur hefði ítrekað sagt sér að hann myndi aðeins eftir fyrri hluta kvöldsins. Hann kannaðist ekki við að hafa verið reiður bróður sínum á neinn hátt. Engu að síður sæi hann enga aðra skýringu á atburðum en að hann hefði orðið valdur að þeim. Skýrt hafi komið fram í viðtölum að Valur sæi eftir því sem hefði gerst en að hann hefði ekki getað gefið neina skýringu á því hvers vegna svo fór sem fór. Taldi Nanna að ölvunarástand Vals væri besta skýringin á ofbeldinu. Spurði Ólafur Björnsson, verjandi Vals, þá hvort að ölvunin hafi sem slík verið orsök atburðanna. „Hún er allavegana besta skýringin,“ sagði Nanna og vísaði til áhrifa áfengis á dómgreind, skynjun og tilfinningar fólks.Afburðagreind í málfari en með einhverfurófseinkenni Brynjar Emilsson, sem lagði sálfræðilegt mat á Val, lýsti honum með „mjög góða“ greind og „afburðagreind“ í málfari. Engin merki væru um geðræn veikindi eða persónuleikavanda hjá Vali. Hins vegar væri margt sem benti til einhverfurófseinkenna hjá honum. Minni Vals væri mjög gott og engin merki væru um vitglöp. Síðasta vitni dagsins var Gísli Sigurjón Jónsson, félagi Ragnars, sem ræddi við Ragnar í síma kvöldið sem hann lést. Bar Gísli að létt hefði verið yfir Ragnari sem hafi sagst vera á Gýgjarhóli með bræðrum sínum. Ragnar hafi sagt honum að hann væri undir áhrifum áfengis en Gísli sagðist ekki hafa heyrt það á honum sjálfur í símanum. Hann hafi orðið þess á áskynja að mjög vel færi á með þeim bræðrum. Hann hafi alltaf skynjað að samband þeirra bræðra hefði verið gott. Hlé var gert á aðalmeðferð málsins síðdegis en henni verður haldið áfram mánudaginn 3. september. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Geðlæknir sem lagði mat á Val Lýðsson, sem er sakaður um að hafa valdið dauða bróður síns á Gýgjarhóli II, telur að ölvunarástand hans skýri best ofbeldið sem hann hafi beitt. Bæði Valur og tveir vinir hans hafi kannast við að hann hafi gerst ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Valur er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum 31. mars. Hann er sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bendi til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Var hættur að drekka þar til kvöldið sem Ragnar dó Bræðurnir sátu við drykkju að kvöldi föstudagsins langa. Valur hefur borið því við að hann muni ekkert eftir að til átaka hafi komið á milli þeirra bræðra. Hann hefur þó hvorki geta gefið neinar aðrar skýringar á hvernig dauði Ragnars kom til né útilokað að hann hafi borið ábyrgð á honum. Nanna Briem, geðlæknir, vann geðmat á Vali og útilokaði hún að vitglöp eða andlegir kvillar gætu hafa valdið minnisleysi hans um atburði kvöldsins. Í viðtölum þeirra hafi aftur á móti komið fram áfengisvandi og saga um óminni sem tengdist drykkju. Tveir vinir Vals sem Nanna ræddi við hafi jafnframt kannast við að hann hafi getað orðið ofbeldisfullir undir áhrifum. Það hafi Valur sömuleiðis gert. Valur viðurkenndi það sjálfur fyrir dómi í morgun en sagði að í þeim tilfellum hefði „einhver pirringur“ yfirleitt verið orsökin. Kannaðist hann ekki við að hafa borið þungan hug til bróður síns. Fram kom að Valur hafi verið hættur að drekka frá áramótum. Það hafi verið hans eigin ákvörðun því honum hafi sjálfum þótt nóg komið. Hann hefði ekki drukkið áfengi þar til kvöldið sem bræður hans tveir sóttu hann heim að Gýgjarhóli umrætt kvöld. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að vera löngu hættur að drekka,“ sagði Valur þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í morgun.Sér eftir því sem gerðist Nanna sagði að Valur hefði ítrekað sagt sér að hann myndi aðeins eftir fyrri hluta kvöldsins. Hann kannaðist ekki við að hafa verið reiður bróður sínum á neinn hátt. Engu að síður sæi hann enga aðra skýringu á atburðum en að hann hefði orðið valdur að þeim. Skýrt hafi komið fram í viðtölum að Valur sæi eftir því sem hefði gerst en að hann hefði ekki getað gefið neina skýringu á því hvers vegna svo fór sem fór. Taldi Nanna að ölvunarástand Vals væri besta skýringin á ofbeldinu. Spurði Ólafur Björnsson, verjandi Vals, þá hvort að ölvunin hafi sem slík verið orsök atburðanna. „Hún er allavegana besta skýringin,“ sagði Nanna og vísaði til áhrifa áfengis á dómgreind, skynjun og tilfinningar fólks.Afburðagreind í málfari en með einhverfurófseinkenni Brynjar Emilsson, sem lagði sálfræðilegt mat á Val, lýsti honum með „mjög góða“ greind og „afburðagreind“ í málfari. Engin merki væru um geðræn veikindi eða persónuleikavanda hjá Vali. Hins vegar væri margt sem benti til einhverfurófseinkenna hjá honum. Minni Vals væri mjög gott og engin merki væru um vitglöp. Síðasta vitni dagsins var Gísli Sigurjón Jónsson, félagi Ragnars, sem ræddi við Ragnar í síma kvöldið sem hann lést. Bar Gísli að létt hefði verið yfir Ragnari sem hafi sagst vera á Gýgjarhóli með bræðrum sínum. Ragnar hafi sagt honum að hann væri undir áhrifum áfengis en Gísli sagðist ekki hafa heyrt það á honum sjálfur í símanum. Hann hafi orðið þess á áskynja að mjög vel færi á með þeim bræðrum. Hann hafi alltaf skynjað að samband þeirra bræðra hefði verið gott. Hlé var gert á aðalmeðferð málsins síðdegis en henni verður haldið áfram mánudaginn 3. september.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15