Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 12:36 Asia Argento á Cannes-verðlaunahátíðinni í maí síðastliðnum. Vísir/getty Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. Ákvörðun um brottreksturinn er tekin í kjölfar þess að ungur leikari sakaði Argento um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi árið 2013. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að sjónvarpsstöðin Sky Italia, sem sýnir X Factor, og framleiðslufyrirtækið FremantleMedia Italia hafi ákveðið að Argento víki úr sæti sínu sem dómari þáttanna. Brottreksturinn gildir í þeim hluta X Factor sem sýndur er í beinni útsendingu.Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ítalskir áhorfendur munu því berja Argento augum í fyrstu sjö þáttum nýjustu seríunnar sem þegar hafa verið teknir upp. Bein útsending úr myndveri hefst svo 25. október næstkomandi en þá mun nýr dómari taka sæti Argento. Heimildir ítalskra fjölmiðla herma að sá verði ítalska poppstjarnan Morgan, fyrrverandi eiginmaður Argento.Ítalska poppstjarnan Marco Castoldi, betur þekktur sem Morgan.Vísir/GettyDómarastarf Argento í þáttunum hefur staðið á brauðfótum síðan leikarinn Jimmy Bennett steig fram og sakaði Argento um að hafa brotið á sér kynferðislega á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var 17 ára þegar meint brot eiga að hafa átt sér stað en samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ár. Argento, sem er 20 árum eldri en Bennett, þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Hún viðurkennir hins vegar að hafa, ásamt þáverandi kærasta sínum Anthony Bourdain, greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um atvikið. MeToo Tengdar fréttir Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30 „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. Ákvörðun um brottreksturinn er tekin í kjölfar þess að ungur leikari sakaði Argento um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi árið 2013. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að sjónvarpsstöðin Sky Italia, sem sýnir X Factor, og framleiðslufyrirtækið FremantleMedia Italia hafi ákveðið að Argento víki úr sæti sínu sem dómari þáttanna. Brottreksturinn gildir í þeim hluta X Factor sem sýndur er í beinni útsendingu.Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ítalskir áhorfendur munu því berja Argento augum í fyrstu sjö þáttum nýjustu seríunnar sem þegar hafa verið teknir upp. Bein útsending úr myndveri hefst svo 25. október næstkomandi en þá mun nýr dómari taka sæti Argento. Heimildir ítalskra fjölmiðla herma að sá verði ítalska poppstjarnan Morgan, fyrrverandi eiginmaður Argento.Ítalska poppstjarnan Marco Castoldi, betur þekktur sem Morgan.Vísir/GettyDómarastarf Argento í þáttunum hefur staðið á brauðfótum síðan leikarinn Jimmy Bennett steig fram og sakaði Argento um að hafa brotið á sér kynferðislega á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var 17 ára þegar meint brot eiga að hafa átt sér stað en samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ár. Argento, sem er 20 árum eldri en Bennett, þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Hún viðurkennir hins vegar að hafa, ásamt þáverandi kærasta sínum Anthony Bourdain, greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um atvikið.
MeToo Tengdar fréttir Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30 „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53
Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03