Vankaður smyrill gisti á lúxushóteli í viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Guttormur Hugi hefur heimsótt hótelið aftur eftir að honum var sleppt. Lemstraður smyrill varð gleðigjafi á hótelinu Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði í liðinni viku. Fuglinn varð fyrir því óláni að fljúga á einn af gluggum byggingarinnar en staðarhaldarar tóku hann að sér og hlúðu að honum. „Yfirkokkurinn okkar, Garðar Kári Garðarsson, heyrði mikinn dynk og tók eftir því að smyrillinn hafði lent á glugganum. Hann skellti sér í hanska, tók hann inn og við pössuðum upp á hann,“ segir aðstoðarhótelstjórinn Kjartan Ólafsson. Að sögn Kjartans var fuglinn með laskaðan vinstri væng og nokkuð ringlaður eftir byltuna. Smyrlinum var komið fyrir í búri og hlúð að honum. Meðan hann var í umsjá þeirra Kjartans og Garðars var ákveðið að nefna fuglinn og hlaut hann nafnið Guttormur Hugi Eleven Garðarsson en eigandi Depla er fyrirtækið Eleven Experiences. Sem kunnugt er þá eru smyrlar ránfuglar og næra sig með því að veiða smáfugla og mýs. Matseðill Guttorms, eða Gutta eins og hann var kallaður í daglegu tali, breyttist næsta lítið við dvölina hjá þeim köppum.„Það gerist mjög reglulega hjá okkur að smáfuglar lenda á rúðunum hjá okkur og drepast við höggið. Meðan Gutti var hjá okkur þá var þeim hent inn í búrið hjá honum í stað þess að fleygja þeim eitthvert annað.“ Smyrlar eru alls ekki vinsælustu fuglar landsins enda margir sem kunna betur við söngfugla og kunna fuglum sem vilja gera þá að bráð litlar þakkir. Eflaust hefðu einhverjir talið réttara að koma smyrlinum undir græna torfu til að tryggja að fuglasöngur myndi óma í Fljótunum Kjartan segir að það hafi ekki komið til greina að losa nærumhverfi hótelsins við smyrilinn enda komi veiðar fuglsins reglulega að góðum notum. „Hann var á lífi þegar við fundum hann og við ákváðum að halda lífinu í honum. Við erum ekki mikið í því að drepa dýr til þess að drepa þau og við hugsum líka um aðra fugla sem eru á lífi þegar við finnum þá. Smyrlarnir ráðast líka á mýsnar og koma þannig í veg fyrir að þær skili sér inn til okkar,“ segir Kjartan. Gutti var gestur hótelsins í sex daga. Á fjórða degi var reynt að sleppa honum en hann vildi ekki fara. Tveimur dögum síðar var hann hins vegar tilbúinn til að fljúga á brott í frelsið á ný. „Hann lítur alltaf við hjá okkur núna, lendir á handriðinu hérna og horfir inn,“ segir Kjartan að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Skagafjörður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Lemstraður smyrill varð gleðigjafi á hótelinu Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði í liðinni viku. Fuglinn varð fyrir því óláni að fljúga á einn af gluggum byggingarinnar en staðarhaldarar tóku hann að sér og hlúðu að honum. „Yfirkokkurinn okkar, Garðar Kári Garðarsson, heyrði mikinn dynk og tók eftir því að smyrillinn hafði lent á glugganum. Hann skellti sér í hanska, tók hann inn og við pössuðum upp á hann,“ segir aðstoðarhótelstjórinn Kjartan Ólafsson. Að sögn Kjartans var fuglinn með laskaðan vinstri væng og nokkuð ringlaður eftir byltuna. Smyrlinum var komið fyrir í búri og hlúð að honum. Meðan hann var í umsjá þeirra Kjartans og Garðars var ákveðið að nefna fuglinn og hlaut hann nafnið Guttormur Hugi Eleven Garðarsson en eigandi Depla er fyrirtækið Eleven Experiences. Sem kunnugt er þá eru smyrlar ránfuglar og næra sig með því að veiða smáfugla og mýs. Matseðill Guttorms, eða Gutta eins og hann var kallaður í daglegu tali, breyttist næsta lítið við dvölina hjá þeim köppum.„Það gerist mjög reglulega hjá okkur að smáfuglar lenda á rúðunum hjá okkur og drepast við höggið. Meðan Gutti var hjá okkur þá var þeim hent inn í búrið hjá honum í stað þess að fleygja þeim eitthvert annað.“ Smyrlar eru alls ekki vinsælustu fuglar landsins enda margir sem kunna betur við söngfugla og kunna fuglum sem vilja gera þá að bráð litlar þakkir. Eflaust hefðu einhverjir talið réttara að koma smyrlinum undir græna torfu til að tryggja að fuglasöngur myndi óma í Fljótunum Kjartan segir að það hafi ekki komið til greina að losa nærumhverfi hótelsins við smyrilinn enda komi veiðar fuglsins reglulega að góðum notum. „Hann var á lífi þegar við fundum hann og við ákváðum að halda lífinu í honum. Við erum ekki mikið í því að drepa dýr til þess að drepa þau og við hugsum líka um aðra fugla sem eru á lífi þegar við finnum þá. Smyrlarnir ráðast líka á mýsnar og koma þannig í veg fyrir að þær skili sér inn til okkar,“ segir Kjartan. Gutti var gestur hótelsins í sex daga. Á fjórða degi var reynt að sleppa honum en hann vildi ekki fara. Tveimur dögum síðar var hann hins vegar tilbúinn til að fljúga á brott í frelsið á ný. „Hann lítur alltaf við hjá okkur núna, lendir á handriðinu hérna og horfir inn,“ segir Kjartan að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Skagafjörður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent