Heilbrigðiskerfi að hætti Marx og félaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Flestir landsmenn eru sem betur fer sammála um að á Íslandi eigi ríkið að tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið er langdýrasti liðurinn í rekstri ríkisins. Eigi markmiðið um góða þjónustu fyrir alla að nást skiptir öllu máli hvernig staðið er að rekstri kerfisins. Það er því mikið áhyggjuefni að nú skuli hafa verið tekin upp stefna sem er ekki hægt að kalla annað en harðlínu sósíalisma í heilbrigðismálum. Teknar eru ákvarðanir sem augljóslega eru óskynsamlegar og jafnt og þétt horfið frá því sem best hefur reynst á Íslandi og erlendis. Allt í nafni hugmyndafræði sem hvergi hefur gengið upp. Jafnvel góðgerðarsamtök sem byggja að miklu leyti á sjálfboðastarfi fá að finna fyrir hinni marxísku endurskipulagningu. Á meðan verið er að koma á sósíalíska kerfinu sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum stofnunum í Danmörku og Svíþjóð og greiðir fyrir þrefalt það sem myndi kosta að framkvæma aðgerðirnar á Íslandi. Í sumum tilvikum fylgja jafnvel íslenskir læknar sjúklingunum til útlanda og framkvæma aðgerðina þar. Viðhorf þeirra sem ráða för virðist vera að um sé að ræða starfsemi sem teljist á einhvern hátt óhrein og megi því ekki fara fram innan landamæranna en hægt sé að líta fram hjá því og borga aukalega fyrir ef „glæpurinn” er framinn utan landsteinanna. Algengt er orðið að fólk sem þarf að leita til sérfræðilækna fái ekki tíma vegna þess að læknum, sem þó eru til í að vinna fyrir opinbera kerfið, er ekki hleypt inn. Sjúklingar geta því valið um að þjást á biðlista í ár eða greiða sjálfir fyrir þjónustuna og fá hjálp strax. Sósíalisminn leiðir oft af sér ójafnræði. Verst er þó líklega að þar sem hægt er að ná mestum árangri og bjarga fólki með forvörnum eða með því að bregðast tímanlega við er þrengt að þeim sem geta náð mestum árangri. Þrengt er að starfsemi sem getur sparað samfélaginu gríðarlegt fjármagn til viðbótar við að bjarga heilsu og mannslífum. Framkoma stjórnvalda gagnvart SÁÁ er skýrt dæmi um þetta. SÁÁ eru ekki ríkisapparat og falla því utan hinnar nýju stefnu. Stefnu sem virðist miða að því að íslenska heilbrigðiskerfið verði eitt bákn sem starfar á einum stað og sá staður skal vera við Hringbraut í Reykjavík.Höfundur er þingmaður og formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Flestir landsmenn eru sem betur fer sammála um að á Íslandi eigi ríkið að tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið er langdýrasti liðurinn í rekstri ríkisins. Eigi markmiðið um góða þjónustu fyrir alla að nást skiptir öllu máli hvernig staðið er að rekstri kerfisins. Það er því mikið áhyggjuefni að nú skuli hafa verið tekin upp stefna sem er ekki hægt að kalla annað en harðlínu sósíalisma í heilbrigðismálum. Teknar eru ákvarðanir sem augljóslega eru óskynsamlegar og jafnt og þétt horfið frá því sem best hefur reynst á Íslandi og erlendis. Allt í nafni hugmyndafræði sem hvergi hefur gengið upp. Jafnvel góðgerðarsamtök sem byggja að miklu leyti á sjálfboðastarfi fá að finna fyrir hinni marxísku endurskipulagningu. Á meðan verið er að koma á sósíalíska kerfinu sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum stofnunum í Danmörku og Svíþjóð og greiðir fyrir þrefalt það sem myndi kosta að framkvæma aðgerðirnar á Íslandi. Í sumum tilvikum fylgja jafnvel íslenskir læknar sjúklingunum til útlanda og framkvæma aðgerðina þar. Viðhorf þeirra sem ráða för virðist vera að um sé að ræða starfsemi sem teljist á einhvern hátt óhrein og megi því ekki fara fram innan landamæranna en hægt sé að líta fram hjá því og borga aukalega fyrir ef „glæpurinn” er framinn utan landsteinanna. Algengt er orðið að fólk sem þarf að leita til sérfræðilækna fái ekki tíma vegna þess að læknum, sem þó eru til í að vinna fyrir opinbera kerfið, er ekki hleypt inn. Sjúklingar geta því valið um að þjást á biðlista í ár eða greiða sjálfir fyrir þjónustuna og fá hjálp strax. Sósíalisminn leiðir oft af sér ójafnræði. Verst er þó líklega að þar sem hægt er að ná mestum árangri og bjarga fólki með forvörnum eða með því að bregðast tímanlega við er þrengt að þeim sem geta náð mestum árangri. Þrengt er að starfsemi sem getur sparað samfélaginu gríðarlegt fjármagn til viðbótar við að bjarga heilsu og mannslífum. Framkoma stjórnvalda gagnvart SÁÁ er skýrt dæmi um þetta. SÁÁ eru ekki ríkisapparat og falla því utan hinnar nýju stefnu. Stefnu sem virðist miða að því að íslenska heilbrigðiskerfið verði eitt bákn sem starfar á einum stað og sá staður skal vera við Hringbraut í Reykjavík.Höfundur er þingmaður og formaður Miðflokksins
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar