Sjálfstæðið og grunnskólarnir Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2018 17:15 Samtök sjálfstæðra skóla fagnar þeim merku tíðindum í íslenskri menntasögu að sérskóli á grunnskólastigi, Arnarskóli, hafi fengið staðfest starfsleyfi frá Menntamálastofnun. Að stofna grunnskóla er ekki einfalt mál, eins og sagan staðfestir, en í dag starfa aðeins 10 sjálfstætt reknir grunnskólar. Allir þessir skólar búa yfir mikilli sérstöðu. Hver og einn ber vitni faglegri sýn og ástríðu frumkvöðla á sviði uppeldis og menntunar, sem hafa tekið þá ákvörðun að fylgja hugsjónum sínum eftir með því að starfa sjálfstætt og hrinda í framkvæmd úrbótum á ýmsum sviðum menntunar fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Um það snýst umhverfi sjálfstæðra grunnskóla.Á síðasta áratug hafa tveir sjálfstætt starfandi grunnskólar orðið að veruleika, hvor um sig með mikla faglega sérstöðu í þágu barna. Að baki liggur margra ára hugmyndavinna, faglegur undirbúningur og samtöl við menntakerfið, samtal þess efnis að tala í fólk kjarkinn og þorið til þess að gefa nýjum leiðum og nýrri nálgun í skólamálum rými. Sjálfstæðir skólar gefa færi á að byggja á gríðarlegri nýsköpun og þekkingu einstaklinga, sem hafa kosið að brjótast út úr viðjum vanans. Ekki vegna þess að það sem fyrir er sé ekki nógu gott, heldur vegna ástríðu þeirra til að koma til móts við ólíka hópa og ólíkar þarfir barna og foreldra.Sjálfstæðir skólar stuðla jafnframt að fjölbreyttara starfsumhverfi kennara og annars fagfólks. Þeir skapa nýjan veruleika fyrir kennarastéttina, þegar kemur að vali um starfsvettvang. Skóli er ekki bara skóli. Umhverfi sjálfstæðra skóla er eðli málsins samkvæmt frábrugðið því sem gerist í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Þess utan skapa sjálfstætt starfandi skólar valfrelsi foreldra um hvers konar skóla þeir vilja fyrir sitt barn. Sjálfstæðir skólar ýta undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum.Við hjá sjálfstæðum skólum viljum meðvitund um það fjölbreytta og frábæra skólastarf sem börnum og ungmennum býðst í samfélaginu. Við viljum að hver skóli hugsi fyrst og fremst um velferð barnsins. Börn eru ekki öll eins og því þurfa skólarnir að vera fjölbreyttir. Þess vegna fögnum við hjá Samtökum sjálfstæðra skóla enn einu nýju stefi í menntun barna og ungmenna og óskum okkur öllum til hamingju með það framfaraskref sem slíkur skóli er hverju samfélagi.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstæðra skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Samtök sjálfstæðra skóla fagnar þeim merku tíðindum í íslenskri menntasögu að sérskóli á grunnskólastigi, Arnarskóli, hafi fengið staðfest starfsleyfi frá Menntamálastofnun. Að stofna grunnskóla er ekki einfalt mál, eins og sagan staðfestir, en í dag starfa aðeins 10 sjálfstætt reknir grunnskólar. Allir þessir skólar búa yfir mikilli sérstöðu. Hver og einn ber vitni faglegri sýn og ástríðu frumkvöðla á sviði uppeldis og menntunar, sem hafa tekið þá ákvörðun að fylgja hugsjónum sínum eftir með því að starfa sjálfstætt og hrinda í framkvæmd úrbótum á ýmsum sviðum menntunar fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Um það snýst umhverfi sjálfstæðra grunnskóla.Á síðasta áratug hafa tveir sjálfstætt starfandi grunnskólar orðið að veruleika, hvor um sig með mikla faglega sérstöðu í þágu barna. Að baki liggur margra ára hugmyndavinna, faglegur undirbúningur og samtöl við menntakerfið, samtal þess efnis að tala í fólk kjarkinn og þorið til þess að gefa nýjum leiðum og nýrri nálgun í skólamálum rými. Sjálfstæðir skólar gefa færi á að byggja á gríðarlegri nýsköpun og þekkingu einstaklinga, sem hafa kosið að brjótast út úr viðjum vanans. Ekki vegna þess að það sem fyrir er sé ekki nógu gott, heldur vegna ástríðu þeirra til að koma til móts við ólíka hópa og ólíkar þarfir barna og foreldra.Sjálfstæðir skólar stuðla jafnframt að fjölbreyttara starfsumhverfi kennara og annars fagfólks. Þeir skapa nýjan veruleika fyrir kennarastéttina, þegar kemur að vali um starfsvettvang. Skóli er ekki bara skóli. Umhverfi sjálfstæðra skóla er eðli málsins samkvæmt frábrugðið því sem gerist í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Þess utan skapa sjálfstætt starfandi skólar valfrelsi foreldra um hvers konar skóla þeir vilja fyrir sitt barn. Sjálfstæðir skólar ýta undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum.Við hjá sjálfstæðum skólum viljum meðvitund um það fjölbreytta og frábæra skólastarf sem börnum og ungmennum býðst í samfélaginu. Við viljum að hver skóli hugsi fyrst og fremst um velferð barnsins. Börn eru ekki öll eins og því þurfa skólarnir að vera fjölbreyttir. Þess vegna fögnum við hjá Samtökum sjálfstæðra skóla enn einu nýju stefi í menntun barna og ungmenna og óskum okkur öllum til hamingju með það framfaraskref sem slíkur skóli er hverju samfélagi.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstæðra skóla
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar