Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. Færsluna má finna hér og neðst í fréttinni.
Musk sem tilkynnti áform sín á Twitter þann 7.ágúst sagðist þá vera að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það var um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna var og hefði kostað um 72 milljarða dala.
Nú hefur Musk snúist hugur og lýsir hann því yfir í færslunni að út frá þeim samtölum sem hann hefur átt við hluthafa og ráðgjafafyrirtæki, er honum ljóst að líklega sé það vænlegra að vera áfram á almennum hlutabréfamarkaði.
Það er ein tveggja ástæðna sem Musk segir að hafi sannfært sannfært hann um að taka ákvörðunina. Auk álits hluthafa segir Musk í færslunni að þó vitað hafi verið að áform hans hefðu orðið tímafrek, liti út fyrir að aðgerðirnar tæku enn lengri tíma en hann hafði gert sér í hugarlund.
Að taka Tesla af markaði hafa truflandi áhrif á störf fyrirtækisins. Musk nefnir í færslunni að mikilvægast sé að fyrirtækið að einbeiti sér að fullu að Tesla Model 3 bílnum og að því að gera rekstur Tesla sjálfbæran.
Staying Public https://t.co/gUrAnInBOu
— Tesla (@Tesla) August 25, 2018