Eldvatnsbotnar að detta inn Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2018 10:00 Elías Pétur með flottann birting úr Eldvatnsbotnum Sjóbirtingurinn er mættur í Eldvatnsbotnana, en það er lítið og skemmtilegt tveggja stanga sjóbirtingsvæði í Skaftafellssýslu þar sem oft er von á góðri veiði. Eldvatnsbotnar hafa verið á uppleið síðustu ár eftir að öllum fiski hefur verið sleppt og það það í raun við um flest öll sjóbirtingssvæðin. Eftir að kvóti var settur á eða veiðisvæðunum breytt í veitt og sleppt hefur birtingnum bæði fjölgað og hann stækkað. Sjóbirtingur getur orðið allt að 20 ára er talið og nær á þeim tíma oft 100 sm stærð. Eldvatnsbotnar hafa ekki alltaf verið mikið stundaðir upp á síðkastið sem er skrítið í ljósi þess að veiðin hjá þeim sem renna þarna í haustveiði getur oft verið mjög góð. Félagarnir Elías Pétur og Halli í Villimönnum eru nú við veiðar og eins og þeir orða það þá er bara mok! Uppistaðan í veiðinni eru sjóbirtingar 45-55 sm auk stærri fiska. Elías Pétur missti rétt í þessu rígvænan fisk sem hefur væntanlega verið milli 70 og 80 sm. Við hvetjum þá sem eru á Snapchat að fylgast með veiðiblogginu þeirra undir nafninu VILLIMENN. Mest lesið Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði Haukadalsá komin yfir 700 laxa Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði
Sjóbirtingurinn er mættur í Eldvatnsbotnana, en það er lítið og skemmtilegt tveggja stanga sjóbirtingsvæði í Skaftafellssýslu þar sem oft er von á góðri veiði. Eldvatnsbotnar hafa verið á uppleið síðustu ár eftir að öllum fiski hefur verið sleppt og það það í raun við um flest öll sjóbirtingssvæðin. Eftir að kvóti var settur á eða veiðisvæðunum breytt í veitt og sleppt hefur birtingnum bæði fjölgað og hann stækkað. Sjóbirtingur getur orðið allt að 20 ára er talið og nær á þeim tíma oft 100 sm stærð. Eldvatnsbotnar hafa ekki alltaf verið mikið stundaðir upp á síðkastið sem er skrítið í ljósi þess að veiðin hjá þeim sem renna þarna í haustveiði getur oft verið mjög góð. Félagarnir Elías Pétur og Halli í Villimönnum eru nú við veiðar og eins og þeir orða það þá er bara mok! Uppistaðan í veiðinni eru sjóbirtingar 45-55 sm auk stærri fiska. Elías Pétur missti rétt í þessu rígvænan fisk sem hefur væntanlega verið milli 70 og 80 sm. Við hvetjum þá sem eru á Snapchat að fylgast með veiðiblogginu þeirra undir nafninu VILLIMENN.
Mest lesið Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði Haukadalsá komin yfir 700 laxa Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði