Páfinn undir þrýstingi vegna misnotkunar Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2018 16:50 Frans páfi. Vísir/AP Frans páfi er undir miklum þrýstingi um að grípa til umfangsmikilla aðgerða gegn misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar. Rúmlega 300 prestar voru nýlega sakaðir um að hafa misnotað minnst þúsund börn á sjö áratugum í Bandaríkjunum. Slíkar ásakanir hafa litið dagsins ljós víða um heim. Páfinn hefur kallað eftir því að nauðsyn sé að uppræta menningu þöggunar innan kirkjunnar og hefur hann lofað því að ekki verði lengur hylmt yfir misnotkun innan kirkjunnar.Sjá einnig: Páfi lofar því að kirkjan hylmi ekki lengur yfir með níðingumÞrýstingurinn hefur aukist mikið og er kallað eftir breytingum bæði innan kirkjunnar og utan hennar. „Klukkan tifar gagnvart okkur öllum innan forystu kirkjunnar. Kaþólikkar hafa misst þolinmæðina og almenningur treystir okkur ekki,“ sagði kardínálinn Sean O‘Malley, erkibiskup Boston, í síðustu viku. Erkibiskub Dublin, Diarmuid Martin, hefur slegið á svipaða strengi og sagði ekki nóg að biðjast afsökunar. Það þyrfti að rífa stofnanir sem hafi gert brotamönnum kleift að felast niður. Martin mun taka á móti páfanum í Írlandi um helgina. Hann hefur haldið því fram að rannsóknarnefnd páfans, sem rannsaka á misnotkun innan kirkjunnar, sé allt of fámenn til að geta gert eitthvað markvisst.AFP ræddi við blaðamanninn Emiliano Fittipaldi, sem hefur rannsakað misnotkun innan kirkjunnar lengi, og hann sagði að Frans páfi ætti að þvinga forsvarsmenn kirkjunnar að greina þarlendum yfirvöldum frá ásökunum um kynferðsibrot.„Afsakanir duga ekki lengur til,“ sagði Fittipaldi. Fórnarlömb presta eru sammála Fittipaldi. Francesco Zanardi, leiðtogi samtaka fórnarlamba á ítalíu, segir ótækt að slík mál séu yfirleitt eingöngu rannsökuð innan kirkjunnar. Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Frans páfi er undir miklum þrýstingi um að grípa til umfangsmikilla aðgerða gegn misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar. Rúmlega 300 prestar voru nýlega sakaðir um að hafa misnotað minnst þúsund börn á sjö áratugum í Bandaríkjunum. Slíkar ásakanir hafa litið dagsins ljós víða um heim. Páfinn hefur kallað eftir því að nauðsyn sé að uppræta menningu þöggunar innan kirkjunnar og hefur hann lofað því að ekki verði lengur hylmt yfir misnotkun innan kirkjunnar.Sjá einnig: Páfi lofar því að kirkjan hylmi ekki lengur yfir með níðingumÞrýstingurinn hefur aukist mikið og er kallað eftir breytingum bæði innan kirkjunnar og utan hennar. „Klukkan tifar gagnvart okkur öllum innan forystu kirkjunnar. Kaþólikkar hafa misst þolinmæðina og almenningur treystir okkur ekki,“ sagði kardínálinn Sean O‘Malley, erkibiskup Boston, í síðustu viku. Erkibiskub Dublin, Diarmuid Martin, hefur slegið á svipaða strengi og sagði ekki nóg að biðjast afsökunar. Það þyrfti að rífa stofnanir sem hafi gert brotamönnum kleift að felast niður. Martin mun taka á móti páfanum í Írlandi um helgina. Hann hefur haldið því fram að rannsóknarnefnd páfans, sem rannsaka á misnotkun innan kirkjunnar, sé allt of fámenn til að geta gert eitthvað markvisst.AFP ræddi við blaðamanninn Emiliano Fittipaldi, sem hefur rannsakað misnotkun innan kirkjunnar lengi, og hann sagði að Frans páfi ætti að þvinga forsvarsmenn kirkjunnar að greina þarlendum yfirvöldum frá ásökunum um kynferðsibrot.„Afsakanir duga ekki lengur til,“ sagði Fittipaldi. Fórnarlömb presta eru sammála Fittipaldi. Francesco Zanardi, leiðtogi samtaka fórnarlamba á ítalíu, segir ótækt að slík mál séu yfirleitt eingöngu rannsökuð innan kirkjunnar.
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira