Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 21:30 Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Vísir/AP Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, játaði í dag að hafa gerst sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. Umfang svikanna nemur um 20 milljónir Bandaríkjadala að því er fram kemur á vef AP. Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa fylgt skipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Trump á að hafa fyrirskipað Cohen að greiða tveimur konum, klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, og Playboy fyrirsætunni Karen McDougal, háar fjárhæðir fyrir þagnarsamkomulag. Cohen segir að konurnar hefðu búið yfir upplýsingum sem kynnu að hafa slæm áhrif á kosningabaráttu Trumps og úrslit kosninganna.Michael Cohen fyrir framan dómshúsið í dag. Lögreglumenn stóðu vaktina og fréttamenn fjölmenntu.vísir/apCohen gengst við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún segði ekki frá kynferðislegu sambandi hennar við Trump árið 2006. Með því að gangast við því að hafa brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu bendlar Cohen Trump við fjármálamisferli. Í dag játaði Cohen sök í átta ákæruliðum sem snúa að skattsvikum og brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, játaði í dag að hafa gerst sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. Umfang svikanna nemur um 20 milljónir Bandaríkjadala að því er fram kemur á vef AP. Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa fylgt skipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Trump á að hafa fyrirskipað Cohen að greiða tveimur konum, klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, og Playboy fyrirsætunni Karen McDougal, háar fjárhæðir fyrir þagnarsamkomulag. Cohen segir að konurnar hefðu búið yfir upplýsingum sem kynnu að hafa slæm áhrif á kosningabaráttu Trumps og úrslit kosninganna.Michael Cohen fyrir framan dómshúsið í dag. Lögreglumenn stóðu vaktina og fréttamenn fjölmenntu.vísir/apCohen gengst við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún segði ekki frá kynferðislegu sambandi hennar við Trump árið 2006. Með því að gangast við því að hafa brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu bendlar Cohen Trump við fjármálamisferli. Í dag játaði Cohen sök í átta ákæruliðum sem snúa að skattsvikum og brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira