Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. Rætt var við Soniu Petros í Morgunblaðinu í morgun. Sonia flutti frá Venesúela til Skotlands 2010, en býr nú í Reykjavík ásamt íslenskum manni sínum. Hún er grafískur hönnuður að mennt og starfar á leikskóla í Kópavogi auk þess að hanna póstkort og bréfsefni til sölu. „Ég er mjög heppin að hafa farið frá Venesúela og ég ætla aldrei að snúa aftur,“ segir Sonia.Verðbólga í hæstu hæðum Áætlað er að á þriðju milljón íbúa Venesúela hafi flúið landið undanfarin ár, en efnahagslíf og innviðir landsins eru í molum undir stjórn forsetans Nicolas Maduros. Verðbólgan er slík að verðmunurinn á kílói af kjöti, sé það yfir höfuð til, nemur milljónum milli daga þegar fjölskylda Soniu fer að versla. „Í síðustu viku var verðið 9 milljónir Bolivar en á sunnudaginn var það komið upp í 20 milljónir,“ segir Sonia.Íbúum refsað fyrir andstöðu við forsetann Hún kemur frá ríkinu Zulia, þar sem hún segir andstöðu við forsetann sérstaklega mikla. Ástandið sé því einna verst þar, enda sé íbúum refsað fyrir óhollustu sína með rafmagnsleysi í allt að fimmtán klukkustundir á dag, í steikjandi hita. „Án rafmagns höfum við ekki vatn. Við getum ekki geymt mat í ísskápnum því hann virkar ekki.“ Hún segist óttast mjög um fjölskylduna. „Ég á tvær systur og faðir minn þjáist af Alzheimersjúkdómi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Elsta systir mín á fjögur börn sem hafa öll yfirgefið Venesúela,“ segir Sonia.Hrædd við að berjast á götum úti Hún telur tímabært að þjóðin losi sig við gjörspilltan forsetann, en það sé erfitt þar sem herinn og lögreglan sé meira og minna á hans bandi. „Við erum hrædd við að berjast á götum úti og verða drepin af hernum. En ég veit satt að segja ekki hvort það sé verra að hræðast það að deyja á götum úti eða hræðast það að deyja úr eymd,“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. Rætt var við Soniu Petros í Morgunblaðinu í morgun. Sonia flutti frá Venesúela til Skotlands 2010, en býr nú í Reykjavík ásamt íslenskum manni sínum. Hún er grafískur hönnuður að mennt og starfar á leikskóla í Kópavogi auk þess að hanna póstkort og bréfsefni til sölu. „Ég er mjög heppin að hafa farið frá Venesúela og ég ætla aldrei að snúa aftur,“ segir Sonia.Verðbólga í hæstu hæðum Áætlað er að á þriðju milljón íbúa Venesúela hafi flúið landið undanfarin ár, en efnahagslíf og innviðir landsins eru í molum undir stjórn forsetans Nicolas Maduros. Verðbólgan er slík að verðmunurinn á kílói af kjöti, sé það yfir höfuð til, nemur milljónum milli daga þegar fjölskylda Soniu fer að versla. „Í síðustu viku var verðið 9 milljónir Bolivar en á sunnudaginn var það komið upp í 20 milljónir,“ segir Sonia.Íbúum refsað fyrir andstöðu við forsetann Hún kemur frá ríkinu Zulia, þar sem hún segir andstöðu við forsetann sérstaklega mikla. Ástandið sé því einna verst þar, enda sé íbúum refsað fyrir óhollustu sína með rafmagnsleysi í allt að fimmtán klukkustundir á dag, í steikjandi hita. „Án rafmagns höfum við ekki vatn. Við getum ekki geymt mat í ísskápnum því hann virkar ekki.“ Hún segist óttast mjög um fjölskylduna. „Ég á tvær systur og faðir minn þjáist af Alzheimersjúkdómi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Elsta systir mín á fjögur börn sem hafa öll yfirgefið Venesúela,“ segir Sonia.Hrædd við að berjast á götum úti Hún telur tímabært að þjóðin losi sig við gjörspilltan forsetann, en það sé erfitt þar sem herinn og lögreglan sé meira og minna á hans bandi. „Við erum hrædd við að berjast á götum úti og verða drepin af hernum. En ég veit satt að segja ekki hvort það sé verra að hræðast það að deyja á götum úti eða hræðast það að deyja úr eymd,“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira