Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. Rætt var við Soniu Petros í Morgunblaðinu í morgun. Sonia flutti frá Venesúela til Skotlands 2010, en býr nú í Reykjavík ásamt íslenskum manni sínum. Hún er grafískur hönnuður að mennt og starfar á leikskóla í Kópavogi auk þess að hanna póstkort og bréfsefni til sölu. „Ég er mjög heppin að hafa farið frá Venesúela og ég ætla aldrei að snúa aftur,“ segir Sonia.Verðbólga í hæstu hæðum Áætlað er að á þriðju milljón íbúa Venesúela hafi flúið landið undanfarin ár, en efnahagslíf og innviðir landsins eru í molum undir stjórn forsetans Nicolas Maduros. Verðbólgan er slík að verðmunurinn á kílói af kjöti, sé það yfir höfuð til, nemur milljónum milli daga þegar fjölskylda Soniu fer að versla. „Í síðustu viku var verðið 9 milljónir Bolivar en á sunnudaginn var það komið upp í 20 milljónir,“ segir Sonia.Íbúum refsað fyrir andstöðu við forsetann Hún kemur frá ríkinu Zulia, þar sem hún segir andstöðu við forsetann sérstaklega mikla. Ástandið sé því einna verst þar, enda sé íbúum refsað fyrir óhollustu sína með rafmagnsleysi í allt að fimmtán klukkustundir á dag, í steikjandi hita. „Án rafmagns höfum við ekki vatn. Við getum ekki geymt mat í ísskápnum því hann virkar ekki.“ Hún segist óttast mjög um fjölskylduna. „Ég á tvær systur og faðir minn þjáist af Alzheimersjúkdómi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Elsta systir mín á fjögur börn sem hafa öll yfirgefið Venesúela,“ segir Sonia.Hrædd við að berjast á götum úti Hún telur tímabært að þjóðin losi sig við gjörspilltan forsetann, en það sé erfitt þar sem herinn og lögreglan sé meira og minna á hans bandi. „Við erum hrædd við að berjast á götum úti og verða drepin af hernum. En ég veit satt að segja ekki hvort það sé verra að hræðast það að deyja á götum úti eða hræðast það að deyja úr eymd,“ Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. Rætt var við Soniu Petros í Morgunblaðinu í morgun. Sonia flutti frá Venesúela til Skotlands 2010, en býr nú í Reykjavík ásamt íslenskum manni sínum. Hún er grafískur hönnuður að mennt og starfar á leikskóla í Kópavogi auk þess að hanna póstkort og bréfsefni til sölu. „Ég er mjög heppin að hafa farið frá Venesúela og ég ætla aldrei að snúa aftur,“ segir Sonia.Verðbólga í hæstu hæðum Áætlað er að á þriðju milljón íbúa Venesúela hafi flúið landið undanfarin ár, en efnahagslíf og innviðir landsins eru í molum undir stjórn forsetans Nicolas Maduros. Verðbólgan er slík að verðmunurinn á kílói af kjöti, sé það yfir höfuð til, nemur milljónum milli daga þegar fjölskylda Soniu fer að versla. „Í síðustu viku var verðið 9 milljónir Bolivar en á sunnudaginn var það komið upp í 20 milljónir,“ segir Sonia.Íbúum refsað fyrir andstöðu við forsetann Hún kemur frá ríkinu Zulia, þar sem hún segir andstöðu við forsetann sérstaklega mikla. Ástandið sé því einna verst þar, enda sé íbúum refsað fyrir óhollustu sína með rafmagnsleysi í allt að fimmtán klukkustundir á dag, í steikjandi hita. „Án rafmagns höfum við ekki vatn. Við getum ekki geymt mat í ísskápnum því hann virkar ekki.“ Hún segist óttast mjög um fjölskylduna. „Ég á tvær systur og faðir minn þjáist af Alzheimersjúkdómi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Elsta systir mín á fjögur börn sem hafa öll yfirgefið Venesúela,“ segir Sonia.Hrædd við að berjast á götum úti Hún telur tímabært að þjóðin losi sig við gjörspilltan forsetann, en það sé erfitt þar sem herinn og lögreglan sé meira og minna á hans bandi. „Við erum hrædd við að berjast á götum úti og verða drepin af hernum. En ég veit satt að segja ekki hvort það sé verra að hræðast það að deyja á götum úti eða hræðast það að deyja úr eymd,“
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira