Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2018 13:34 Halldóra Geirharðsdóttir sést hér í hlutverki sínu í kvikmyndinni. Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 fyrir Íslands hönd. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður fyrir hönd DanmerkurÞetta verður í 15. skipti sem verðlaunin verða afhent en úrslit verða tilkynnt þriðjudaginn 30. október í Norska óperu- og balletthúsinu í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs.Verðlaunaféð nemur 350 þúsund dönskum krónum, tæpum sex milljónum íslenskra króna, og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.Kvikmyndaverðlaunin eru veitt kvikmyndum í fullri lengd sem eiga rætur í norrænni menningu og hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunaverkið á að vera heilsteypt og einkennast af frumlegu listfengi en það er Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur umsjón með kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Íslendingar eiga þrjá fulltrúa í dómnefndinni; Börk Gunnarsson, Helgu Þórey Jónsdóttur og Hilmar Oddsson.Eftirfarandi myndir eru tilnefndar til verðlaunanna. Lesa má nánari rökstuðning fyrir myndirnar á vef Norðurlandaráðs.Ísland Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, Ólaf Egil Egilsson, handritshöfund, og Marianne Slot og Carine Leblanc, framleiðendur.Danmörk Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason, leikstjóra og handritshöfund, og Per Damgaard Hansen, Julie Waltersdorph Hansen og Anton Mána Svansson, framleiðendur.Noregur Thelma eftir Joachim Trier, leikstjóra og handritshöfund, Eskil Vogt, handritshöfund, og Thomas Robsahm, framleiðanda.Svíþjóð Korparna eftir Jens Assur, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, og Jan Marnell og Tom Persson, framleiðendur.Finnland Góðhjartaði drápsmaðurinn eftir Teemu Nikki, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, og Jani Pösö, framleiðanda. Menning Tengdar fréttir Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58 Hross í oss vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun ráðsins. 29. október 2014 18:16 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 fyrir Íslands hönd. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður fyrir hönd DanmerkurÞetta verður í 15. skipti sem verðlaunin verða afhent en úrslit verða tilkynnt þriðjudaginn 30. október í Norska óperu- og balletthúsinu í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs.Verðlaunaféð nemur 350 þúsund dönskum krónum, tæpum sex milljónum íslenskra króna, og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.Kvikmyndaverðlaunin eru veitt kvikmyndum í fullri lengd sem eiga rætur í norrænni menningu og hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunaverkið á að vera heilsteypt og einkennast af frumlegu listfengi en það er Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur umsjón með kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Íslendingar eiga þrjá fulltrúa í dómnefndinni; Börk Gunnarsson, Helgu Þórey Jónsdóttur og Hilmar Oddsson.Eftirfarandi myndir eru tilnefndar til verðlaunanna. Lesa má nánari rökstuðning fyrir myndirnar á vef Norðurlandaráðs.Ísland Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, Ólaf Egil Egilsson, handritshöfund, og Marianne Slot og Carine Leblanc, framleiðendur.Danmörk Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason, leikstjóra og handritshöfund, og Per Damgaard Hansen, Julie Waltersdorph Hansen og Anton Mána Svansson, framleiðendur.Noregur Thelma eftir Joachim Trier, leikstjóra og handritshöfund, Eskil Vogt, handritshöfund, og Thomas Robsahm, framleiðanda.Svíþjóð Korparna eftir Jens Assur, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, og Jan Marnell og Tom Persson, framleiðendur.Finnland Góðhjartaði drápsmaðurinn eftir Teemu Nikki, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, og Jani Pösö, framleiðanda.
Menning Tengdar fréttir Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58 Hross í oss vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun ráðsins. 29. október 2014 18:16 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58
Hross í oss vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun ráðsins. 29. október 2014 18:16
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein