Ræða Madonnu til heiðurs Arethu Franklin gagnrýnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2018 06:05 Madonna á tónlistarhátíðinni í gær. Vísir/EPA Poppdrottningin Madonna hitti ekki í mark með framkomu sinni á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi. AP greinir frá. Ræða hennar til heiðurs Arethu Franklin heitinni þótti með eindæmum egósentrísk og veltu margir fjölmiðlamenn fyrir sér hvers vegna poppdrottningin hefði verið fengin til að heiðra Franklin á þessum tímamótum. Madonna var klædd til heiðurs Franklin og greip orðið áður en hún afhenti Camilu Cabello verðlaun fyrir besta myndband ársins. Hún fór ítarlega yfir eigin feril, hvernig hann hófst og vatt fram áður en hún þakkaði Franklin fyrir veittan stuðning. Cabello steig svo á svið og veitti verðlaunum viðtöku fyrir myndbandið við lagið Havana og tilkeinkaði Madonnu, sem varð sextug á dögunum, verðlaunin. Stutt myndband var spilað sem sýndi brot af fyrri hluta ferils Franklin áður en Madonna sagði söngkonuna hafa haft mikil áhrif á feril hennar. Lagið Respect, eitt frægasta lag Franklin, hljómaði á meðan kreditlistinn fyrir útsendingu kvöldsins birtist á skjánum. Ekkert tónlistaratriði var á dagskrá til að heiðra Franklin. Sumir gagnrýndu klæðaburð Madonnu en enn fleiri fyrir að stela athyglinni í eina hluta hátíðarinnar þar sem stefnt var að því að heiðra Franklin. Hún hefði miklu frekar heiðrað sjálfa sig. „Ég skil ekkert,“ sagði útvarpsmaðurinn Charlamagne Tha God á Twitter. „Ég hélt að Madonna ætti að heiðra Franklin en ég heyrði hana aðeins heiðra sjálfa sig.“ I'm so lost. I thought Madonna was supposed to be paying homage to Aretha but I all heard was her paying homage to herself. HEAVY on the Mayonnaise......— Charlamagne Tha God (@cthagod) August 21, 2018 Eftir að hafa rifjað upp þegar hún flutti frá Detroit á unglingsaldri með augun á tónlistarbransanum spurði Madonna salinn: „Þið eruð líklega að velta því fyrir ykkur hvers vegna ég er að segja ykkur þetta.“ Já, hugsuðu eflaust margir en s varið kom ekki strax heldur söng Madonna útgáfu af „You make me feel like a Natural Woman“ áður en hún hélt áfram að minnast ára sinna í París, fátæktar, gítarnáms og þar fram eftir götunum. „Veit Madonna að Madonna er ekki látin?“ spurði Katie Nolan á íþróttastöðinni ESPN á Twitter. Fleiri tóku í sama streng.Marc Snetiker á Entertaiment Weekly hafði sína skoðun.Madonna presents an Aretha Franklin tribute by Madonna featuring Madonna with Madonna and Madonna as “Madonna”— Marc (@MarcSnetiker) August 21, 2018 Madonna var einnig gagnrýnd á Billboard tónlistarhátíðinni árið 2016 þegar hún klæddist Purple Rain búningi til heiðurs Prince sem þá hafði nýlega fallið frá.„Aðeins Madonna myndi segja sögu af sjálfri sér þegar hún ætlaði að heiðra látinna blökkukonu,“ skrifaði einn aðdándi Franklin á Twitter. Tónlist Tengdar fréttir Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08 Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30 Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Poppdrottningin Madonna hitti ekki í mark með framkomu sinni á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi. AP greinir frá. Ræða hennar til heiðurs Arethu Franklin heitinni þótti með eindæmum egósentrísk og veltu margir fjölmiðlamenn fyrir sér hvers vegna poppdrottningin hefði verið fengin til að heiðra Franklin á þessum tímamótum. Madonna var klædd til heiðurs Franklin og greip orðið áður en hún afhenti Camilu Cabello verðlaun fyrir besta myndband ársins. Hún fór ítarlega yfir eigin feril, hvernig hann hófst og vatt fram áður en hún þakkaði Franklin fyrir veittan stuðning. Cabello steig svo á svið og veitti verðlaunum viðtöku fyrir myndbandið við lagið Havana og tilkeinkaði Madonnu, sem varð sextug á dögunum, verðlaunin. Stutt myndband var spilað sem sýndi brot af fyrri hluta ferils Franklin áður en Madonna sagði söngkonuna hafa haft mikil áhrif á feril hennar. Lagið Respect, eitt frægasta lag Franklin, hljómaði á meðan kreditlistinn fyrir útsendingu kvöldsins birtist á skjánum. Ekkert tónlistaratriði var á dagskrá til að heiðra Franklin. Sumir gagnrýndu klæðaburð Madonnu en enn fleiri fyrir að stela athyglinni í eina hluta hátíðarinnar þar sem stefnt var að því að heiðra Franklin. Hún hefði miklu frekar heiðrað sjálfa sig. „Ég skil ekkert,“ sagði útvarpsmaðurinn Charlamagne Tha God á Twitter. „Ég hélt að Madonna ætti að heiðra Franklin en ég heyrði hana aðeins heiðra sjálfa sig.“ I'm so lost. I thought Madonna was supposed to be paying homage to Aretha but I all heard was her paying homage to herself. HEAVY on the Mayonnaise......— Charlamagne Tha God (@cthagod) August 21, 2018 Eftir að hafa rifjað upp þegar hún flutti frá Detroit á unglingsaldri með augun á tónlistarbransanum spurði Madonna salinn: „Þið eruð líklega að velta því fyrir ykkur hvers vegna ég er að segja ykkur þetta.“ Já, hugsuðu eflaust margir en s varið kom ekki strax heldur söng Madonna útgáfu af „You make me feel like a Natural Woman“ áður en hún hélt áfram að minnast ára sinna í París, fátæktar, gítarnáms og þar fram eftir götunum. „Veit Madonna að Madonna er ekki látin?“ spurði Katie Nolan á íþróttastöðinni ESPN á Twitter. Fleiri tóku í sama streng.Marc Snetiker á Entertaiment Weekly hafði sína skoðun.Madonna presents an Aretha Franklin tribute by Madonna featuring Madonna with Madonna and Madonna as “Madonna”— Marc (@MarcSnetiker) August 21, 2018 Madonna var einnig gagnrýnd á Billboard tónlistarhátíðinni árið 2016 þegar hún klæddist Purple Rain búningi til heiðurs Prince sem þá hafði nýlega fallið frá.„Aðeins Madonna myndi segja sögu af sjálfri sér þegar hún ætlaði að heiðra látinna blökkukonu,“ skrifaði einn aðdándi Franklin á Twitter.
Tónlist Tengdar fréttir Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08 Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30 Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08
Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30
Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02