Heilbrigð skynsemi Haukur Örn Birgisson skrifar 21. ágúst 2018 07:00 Fyrir skemmstu voru fluttar fréttir af því að rekstraraðili meðferðarheimilis á Norðurlandi hefði greitt arð úr félaginu upp á tæpar 42 milljónir króna „á síðustu árum“. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni og er greiðandi þjónustunnar hið opinbera. Þessi frétt var flutt í mörgum fjölmiðlum og flestir áttu þeir það sameiginlegt að gera hagnaðinn tortryggilegan og virtist markmiðið vera það að kasta rýrð á rekstur heimilisins. „Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn“ var ein fyrirsögnin. Svolítið gildishlaðið, verð ég að segja. Svo þegar fréttin var lesin í heild sinni kom í ljós að arðgreiðslurnar í fyrirsögninni voru samtala síðastliðinna tíu ára þannig að þær höfðu verið um fjórar milljónir á ári. Það kallast nú seint ofurarðgreiðslur af rekstri fyrirtækis sem, vel á minnst, hefur bjargað fjölda ungmenna og fjölskyldum þeirra. Það er merkilegt að hugsa til þess hversu neikvætt það er í huga margra að fyrirtæki á heilbrigðis- eða velferðarsviði skuli vera vel rekin. Slíkt er beinlínis litið hornauga og sumir fjölmiðlar ala á einhverri undarlegri andúð gagnvart slíkum rekstri, eins og þeir hafi sérstaka hagsmuni af niðurstöðunni. Það á að vera sjálfsagt mál að rekstur þessara fyrirtækja sé góður svo fleiri hafi áhuga á því að takast á við hann og bjóða upp á betri þjónustu en aðrir á sama sviði. Þannig verða til fleiri valkostir fyrir fólk. Við eigum ekki að ætlast til þess að fólk á heilbrigðissviði gefi vinnuna sína, frekar en aðrir. Eða það fái einungis greidd þau laun sem ríkið er tilbúið að greiða því. Það er virkilega sorglegt að starfsfólk á heilbrigðissviði hafi engan annan viðsemjanda en hið opinbera þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Þessu fólki ber að hampa en ekki rægja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu voru fluttar fréttir af því að rekstraraðili meðferðarheimilis á Norðurlandi hefði greitt arð úr félaginu upp á tæpar 42 milljónir króna „á síðustu árum“. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni og er greiðandi þjónustunnar hið opinbera. Þessi frétt var flutt í mörgum fjölmiðlum og flestir áttu þeir það sameiginlegt að gera hagnaðinn tortryggilegan og virtist markmiðið vera það að kasta rýrð á rekstur heimilisins. „Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn“ var ein fyrirsögnin. Svolítið gildishlaðið, verð ég að segja. Svo þegar fréttin var lesin í heild sinni kom í ljós að arðgreiðslurnar í fyrirsögninni voru samtala síðastliðinna tíu ára þannig að þær höfðu verið um fjórar milljónir á ári. Það kallast nú seint ofurarðgreiðslur af rekstri fyrirtækis sem, vel á minnst, hefur bjargað fjölda ungmenna og fjölskyldum þeirra. Það er merkilegt að hugsa til þess hversu neikvætt það er í huga margra að fyrirtæki á heilbrigðis- eða velferðarsviði skuli vera vel rekin. Slíkt er beinlínis litið hornauga og sumir fjölmiðlar ala á einhverri undarlegri andúð gagnvart slíkum rekstri, eins og þeir hafi sérstaka hagsmuni af niðurstöðunni. Það á að vera sjálfsagt mál að rekstur þessara fyrirtækja sé góður svo fleiri hafi áhuga á því að takast á við hann og bjóða upp á betri þjónustu en aðrir á sama sviði. Þannig verða til fleiri valkostir fyrir fólk. Við eigum ekki að ætlast til þess að fólk á heilbrigðissviði gefi vinnuna sína, frekar en aðrir. Eða það fái einungis greidd þau laun sem ríkið er tilbúið að greiða því. Það er virkilega sorglegt að starfsfólk á heilbrigðissviði hafi engan annan viðsemjanda en hið opinbera þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Þessu fólki ber að hampa en ekki rægja það.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun