Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri samtakanna, var staddur í Hvalfirði þegar starfsmenn Hvals hf. drógu hvalinn á land.
Mynd af verknaðinum hefur verið deilt víða á samskiptamiðlinum Twitter en samtökin birtu færslu þar sem þau vöktu athygli á framferði starfsfólks.
Færsluna má sjá neðst í fréttinni.
„Þegar starfsfólkið skar á hvalinn datt fóstrið úr líkama móðurinnar, það var alveg hræðilegt að verða vitni að þessu,“ segir Feuerhahn í tilkynningunni.
Starfsfólk Hvals Hf fjarlægðu fóstrið og að því er fram kemur í tilkynningu frá Hard to Port var það auðsjáanlega hrætt um að fóstrið myndi nást á ljósmynd.
Samtökin Reykjavík Whale Save efndu til samstöðuvöku fyrir Langreyðar við hvalstöðina í Hvalfirði í kvöld klukkan 20:30, hún mun standa yfir fram til klukkan 23:30.
Hvalveiðar Íslendinga hafa verið harðlega gagnrýndar jafnt hér heima sem og erlendis og virðist ekki lát ætla að verða á því.
Erlendir fjölmiðlamenn hafa birt myndir og myndbönd frá Hvalfirði í kvöld og má sjá eitt þeirra hér að neðan.
#BREAKING Icelandic whalers kill pregnant fin whale. Trying to hide the fetus from our cameras. #Iceland#whalerwatchingpic.twitter.com/ohCUzEQEOX
— Hard To Port (@hardtoport) August 20, 2018