Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2018 10:30 Haukur Þrastarson, besti leikmaður mótsins í úrslitaleiknum á móti Svíum. Mynd/Heimasíða keppninnar Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland eignast verðlaunalið á stórmóti í handbolta, það er á opinberu heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Fimm af þessum verðlaunum hafa unnist á síðasta áratug sem hófst með silfrinu sem strákarnir í A-landsliðinu unnu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Tveir úr silfurliðinu 2008 höfðu verið með þegar íslenskt landslið vann fyrstu verðlaunin sína sem var á HM U-21 í Egyptalandi fimmtán árum fyrr. Það voru þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. Ísland hefur einnig unnið gull í B-keppni A-landsliða (1989 í Frakklandi), brons í B-keppni A-landsliða (1992 í Austurríki) og gull í opna Evrópumótinu í tengslum við Partille Cup í Gautaborg (2015).Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var lykilmaður í eina gulliði Íslands á stórmóti í handbolta fyrir fimmtán árum.Vísir/EPAVerðlaunsagan á fullgildum stórmótum lítur þannig út:1) 1993 - 21 árs landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Þorbergur AðalsteinssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. - Aron Kristjánsson skoraði sigurmarkið á móti Rússlandi í bronsleiknum.2) 2003 - 18 ára landsliðið vinnur gull á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Ingi Hrafnsson. - Ásgeir Örn Hallgrímsson varð markakóngur keppninnar með 55 mörk í sjö leikjum og valinn í úrvalslið mótsins ásamt Arnóri Atlasyni.Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson.Vísir/Vilhelm3) 2008 - A-landsliðið vinnur silfur á ÓLÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Björgvin Páll Gústavsson. - Ólafur, Snorri Steinn (2. markahæstur með 48 mörk) og Guðjón Valur (3. markahæstur með 43 mörk) voru allir valdir í úrvalslið mótsins.4) 2009 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á HMÞjálfarar: Einar Guðmundsson og Einar Andri EinarssonStærstu stjörnur: Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. - Ólafur var markahæstur í úrslitaleiknum á móti Króötum og þriðji marhæsti maður mótsins (48 mörk í 6 leikjum en hann var kosinn í úrvalslið mótsins ásamt Aroni Pálmarssyni.Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.Mynd/Diener5) 2010 - A-landsliðið vinnur brons á EMÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson. - Það muna allir eftir hetjulegum varnartilþrifum Alexanders Petersson á lykilstundu í bronsleiknum á móti Pólverjum. Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið mótsins en þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson urðu báðir í 4. sæti yfir markahæstu menn.6) 2015 - 18 ára landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Einar GuðmundssonStærstu stjörnur: Ómar Ingi Magnússon, Egill Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson, Arnar Freyr Arnarsson, Grétar Ari Guðjónsson og Hákon Daði Styrmisson. - Óðinn Þór var næst markahæsti maður mótsins (65 mörk í 9 leikjum) og var valinn í úrvalslið mótsins. Ómar Ingi skoraði átta mörk í sigrinum á Spáni í bronsleiknum.Mynd/Heimasíða keppninnar7) 2018 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Haukur Þrastarson, Dagur Gautason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnór Snær Óskarsson og Tumi Steinn Rúnarsson. - Haukur var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig annar markahæstur í mótinu með 47 mörk í 6 leikjum. Dagur var kosinn í úrvalslið mótsins. Handbolti Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland eignast verðlaunalið á stórmóti í handbolta, það er á opinberu heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Fimm af þessum verðlaunum hafa unnist á síðasta áratug sem hófst með silfrinu sem strákarnir í A-landsliðinu unnu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Tveir úr silfurliðinu 2008 höfðu verið með þegar íslenskt landslið vann fyrstu verðlaunin sína sem var á HM U-21 í Egyptalandi fimmtán árum fyrr. Það voru þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. Ísland hefur einnig unnið gull í B-keppni A-landsliða (1989 í Frakklandi), brons í B-keppni A-landsliða (1992 í Austurríki) og gull í opna Evrópumótinu í tengslum við Partille Cup í Gautaborg (2015).Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var lykilmaður í eina gulliði Íslands á stórmóti í handbolta fyrir fimmtán árum.Vísir/EPAVerðlaunsagan á fullgildum stórmótum lítur þannig út:1) 1993 - 21 árs landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Þorbergur AðalsteinssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. - Aron Kristjánsson skoraði sigurmarkið á móti Rússlandi í bronsleiknum.2) 2003 - 18 ára landsliðið vinnur gull á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Ingi Hrafnsson. - Ásgeir Örn Hallgrímsson varð markakóngur keppninnar með 55 mörk í sjö leikjum og valinn í úrvalslið mótsins ásamt Arnóri Atlasyni.Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson.Vísir/Vilhelm3) 2008 - A-landsliðið vinnur silfur á ÓLÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Björgvin Páll Gústavsson. - Ólafur, Snorri Steinn (2. markahæstur með 48 mörk) og Guðjón Valur (3. markahæstur með 43 mörk) voru allir valdir í úrvalslið mótsins.4) 2009 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á HMÞjálfarar: Einar Guðmundsson og Einar Andri EinarssonStærstu stjörnur: Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. - Ólafur var markahæstur í úrslitaleiknum á móti Króötum og þriðji marhæsti maður mótsins (48 mörk í 6 leikjum en hann var kosinn í úrvalslið mótsins ásamt Aroni Pálmarssyni.Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.Mynd/Diener5) 2010 - A-landsliðið vinnur brons á EMÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson. - Það muna allir eftir hetjulegum varnartilþrifum Alexanders Petersson á lykilstundu í bronsleiknum á móti Pólverjum. Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið mótsins en þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson urðu báðir í 4. sæti yfir markahæstu menn.6) 2015 - 18 ára landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Einar GuðmundssonStærstu stjörnur: Ómar Ingi Magnússon, Egill Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson, Arnar Freyr Arnarsson, Grétar Ari Guðjónsson og Hákon Daði Styrmisson. - Óðinn Þór var næst markahæsti maður mótsins (65 mörk í 9 leikjum) og var valinn í úrvalslið mótsins. Ómar Ingi skoraði átta mörk í sigrinum á Spáni í bronsleiknum.Mynd/Heimasíða keppninnar7) 2018 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Haukur Þrastarson, Dagur Gautason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnór Snær Óskarsson og Tumi Steinn Rúnarsson. - Haukur var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig annar markahæstur í mótinu með 47 mörk í 6 leikjum. Dagur var kosinn í úrvalslið mótsins.
Handbolti Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira