Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2018 10:30 Haukur Þrastarson, besti leikmaður mótsins í úrslitaleiknum á móti Svíum. Mynd/Heimasíða keppninnar Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland eignast verðlaunalið á stórmóti í handbolta, það er á opinberu heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Fimm af þessum verðlaunum hafa unnist á síðasta áratug sem hófst með silfrinu sem strákarnir í A-landsliðinu unnu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Tveir úr silfurliðinu 2008 höfðu verið með þegar íslenskt landslið vann fyrstu verðlaunin sína sem var á HM U-21 í Egyptalandi fimmtán árum fyrr. Það voru þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. Ísland hefur einnig unnið gull í B-keppni A-landsliða (1989 í Frakklandi), brons í B-keppni A-landsliða (1992 í Austurríki) og gull í opna Evrópumótinu í tengslum við Partille Cup í Gautaborg (2015).Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var lykilmaður í eina gulliði Íslands á stórmóti í handbolta fyrir fimmtán árum.Vísir/EPAVerðlaunsagan á fullgildum stórmótum lítur þannig út:1) 1993 - 21 árs landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Þorbergur AðalsteinssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. - Aron Kristjánsson skoraði sigurmarkið á móti Rússlandi í bronsleiknum.2) 2003 - 18 ára landsliðið vinnur gull á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Ingi Hrafnsson. - Ásgeir Örn Hallgrímsson varð markakóngur keppninnar með 55 mörk í sjö leikjum og valinn í úrvalslið mótsins ásamt Arnóri Atlasyni.Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson.Vísir/Vilhelm3) 2008 - A-landsliðið vinnur silfur á ÓLÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Björgvin Páll Gústavsson. - Ólafur, Snorri Steinn (2. markahæstur með 48 mörk) og Guðjón Valur (3. markahæstur með 43 mörk) voru allir valdir í úrvalslið mótsins.4) 2009 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á HMÞjálfarar: Einar Guðmundsson og Einar Andri EinarssonStærstu stjörnur: Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. - Ólafur var markahæstur í úrslitaleiknum á móti Króötum og þriðji marhæsti maður mótsins (48 mörk í 6 leikjum en hann var kosinn í úrvalslið mótsins ásamt Aroni Pálmarssyni.Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.Mynd/Diener5) 2010 - A-landsliðið vinnur brons á EMÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson. - Það muna allir eftir hetjulegum varnartilþrifum Alexanders Petersson á lykilstundu í bronsleiknum á móti Pólverjum. Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið mótsins en þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson urðu báðir í 4. sæti yfir markahæstu menn.6) 2015 - 18 ára landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Einar GuðmundssonStærstu stjörnur: Ómar Ingi Magnússon, Egill Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson, Arnar Freyr Arnarsson, Grétar Ari Guðjónsson og Hákon Daði Styrmisson. - Óðinn Þór var næst markahæsti maður mótsins (65 mörk í 9 leikjum) og var valinn í úrvalslið mótsins. Ómar Ingi skoraði átta mörk í sigrinum á Spáni í bronsleiknum.Mynd/Heimasíða keppninnar7) 2018 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Haukur Þrastarson, Dagur Gautason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnór Snær Óskarsson og Tumi Steinn Rúnarsson. - Haukur var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig annar markahæstur í mótinu með 47 mörk í 6 leikjum. Dagur var kosinn í úrvalslið mótsins. Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland eignast verðlaunalið á stórmóti í handbolta, það er á opinberu heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Fimm af þessum verðlaunum hafa unnist á síðasta áratug sem hófst með silfrinu sem strákarnir í A-landsliðinu unnu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Tveir úr silfurliðinu 2008 höfðu verið með þegar íslenskt landslið vann fyrstu verðlaunin sína sem var á HM U-21 í Egyptalandi fimmtán árum fyrr. Það voru þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. Ísland hefur einnig unnið gull í B-keppni A-landsliða (1989 í Frakklandi), brons í B-keppni A-landsliða (1992 í Austurríki) og gull í opna Evrópumótinu í tengslum við Partille Cup í Gautaborg (2015).Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var lykilmaður í eina gulliði Íslands á stórmóti í handbolta fyrir fimmtán árum.Vísir/EPAVerðlaunsagan á fullgildum stórmótum lítur þannig út:1) 1993 - 21 árs landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Þorbergur AðalsteinssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. - Aron Kristjánsson skoraði sigurmarkið á móti Rússlandi í bronsleiknum.2) 2003 - 18 ára landsliðið vinnur gull á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Ingi Hrafnsson. - Ásgeir Örn Hallgrímsson varð markakóngur keppninnar með 55 mörk í sjö leikjum og valinn í úrvalslið mótsins ásamt Arnóri Atlasyni.Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson.Vísir/Vilhelm3) 2008 - A-landsliðið vinnur silfur á ÓLÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Björgvin Páll Gústavsson. - Ólafur, Snorri Steinn (2. markahæstur með 48 mörk) og Guðjón Valur (3. markahæstur með 43 mörk) voru allir valdir í úrvalslið mótsins.4) 2009 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á HMÞjálfarar: Einar Guðmundsson og Einar Andri EinarssonStærstu stjörnur: Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. - Ólafur var markahæstur í úrslitaleiknum á móti Króötum og þriðji marhæsti maður mótsins (48 mörk í 6 leikjum en hann var kosinn í úrvalslið mótsins ásamt Aroni Pálmarssyni.Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.Mynd/Diener5) 2010 - A-landsliðið vinnur brons á EMÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson. - Það muna allir eftir hetjulegum varnartilþrifum Alexanders Petersson á lykilstundu í bronsleiknum á móti Pólverjum. Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið mótsins en þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson urðu báðir í 4. sæti yfir markahæstu menn.6) 2015 - 18 ára landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Einar GuðmundssonStærstu stjörnur: Ómar Ingi Magnússon, Egill Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson, Arnar Freyr Arnarsson, Grétar Ari Guðjónsson og Hákon Daði Styrmisson. - Óðinn Þór var næst markahæsti maður mótsins (65 mörk í 9 leikjum) og var valinn í úrvalslið mótsins. Ómar Ingi skoraði átta mörk í sigrinum á Spáni í bronsleiknum.Mynd/Heimasíða keppninnar7) 2018 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Haukur Þrastarson, Dagur Gautason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnór Snær Óskarsson og Tumi Steinn Rúnarsson. - Haukur var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig annar markahæstur í mótinu með 47 mörk í 6 leikjum. Dagur var kosinn í úrvalslið mótsins.
Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira