Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. ágúst 2018 09:00 Haukur Þrastarson verður í eldlínunni með Selfossi í vetur. fréttablaðið/ernir Haukur Þrastarson, 17 ára gamall leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum á Evrópumóti 18 ára og yngri sem lauk í Króatíu í gær. Ungu drengirnir okkar þurftu að sætta sig við silfrið eftir tap gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum. Haukur spilaði lykilhlutverk í vörn og sókn en hann varð næst markahæsti maður mótsins með 47 mörk þrátt fyrir að hvíla einn leik og var á endanum útnefndur besti leikmaður mótsins. Selfyssingurinn magnaði vakti mikla athygli og sagði þjálfari Þýskalands fyrir leik liðanna að leikstjórnandinn ungi væri klárlega besti leikmaður mótsins.Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins.mynd/heimasíða ehfRasmus Boyesen, leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, er sammála því og rúmlega það. Boysen er reyndar miklu meira en bara leikmaður því hann heldur úti virkum Twitter-aðgangi þar sem að hann fjallar um handbolta um allan heim, er með heimasíðu þar sem að hann fjallar um helstu félagaskipti í íþróttinni og er reglulegur sérfræðingur í danska sjónvarpinu. Boysen setti úrvalslið mótsins á Twitter í gær og fékk spurningu frá Íslendingi um hvað honum finnst um Hauk Þrastarson og svarið var ansi afgerandi: „Hann er ótrúlegur. Þvílíkt efnilegur. Ég hef aldrei í sögunni séð betri og heilsteyptari leikmann á þessum aldri,“ svaraði Boysen og bætti síðar við að Íslendingar ættu marga efnilega leikmenn.Totally agree. He is amazing. Great potential! I have not seen a better and more complete player at this age ever. — Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 19, 2018 Þetta rímar við umfjöllun Seinni bylgjunnar síðasta vetur þar sem að Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, sagði Hauk besta 16 ára leikmann Íslands frá upphafi. „Ég hef ekki séð betri 16 ára leikmann. Ef við tökum alla þessa súpertalenta sem við höfum átt í gegnum árin og berum þá saman 16 ára gamla. Í meistaraflokki, með þetta stórt hluverk og þetta gott framlag bæði í vörn og sókn. Hann er einstakur,“ sagði Sebastian Alexandersson um Hauk sem varð 17 ára í apríl. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Haukur Þrastarson, 17 ára gamall leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum á Evrópumóti 18 ára og yngri sem lauk í Króatíu í gær. Ungu drengirnir okkar þurftu að sætta sig við silfrið eftir tap gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum. Haukur spilaði lykilhlutverk í vörn og sókn en hann varð næst markahæsti maður mótsins með 47 mörk þrátt fyrir að hvíla einn leik og var á endanum útnefndur besti leikmaður mótsins. Selfyssingurinn magnaði vakti mikla athygli og sagði þjálfari Þýskalands fyrir leik liðanna að leikstjórnandinn ungi væri klárlega besti leikmaður mótsins.Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins.mynd/heimasíða ehfRasmus Boyesen, leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, er sammála því og rúmlega það. Boysen er reyndar miklu meira en bara leikmaður því hann heldur úti virkum Twitter-aðgangi þar sem að hann fjallar um handbolta um allan heim, er með heimasíðu þar sem að hann fjallar um helstu félagaskipti í íþróttinni og er reglulegur sérfræðingur í danska sjónvarpinu. Boysen setti úrvalslið mótsins á Twitter í gær og fékk spurningu frá Íslendingi um hvað honum finnst um Hauk Þrastarson og svarið var ansi afgerandi: „Hann er ótrúlegur. Þvílíkt efnilegur. Ég hef aldrei í sögunni séð betri og heilsteyptari leikmann á þessum aldri,“ svaraði Boysen og bætti síðar við að Íslendingar ættu marga efnilega leikmenn.Totally agree. He is amazing. Great potential! I have not seen a better and more complete player at this age ever. — Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 19, 2018 Þetta rímar við umfjöllun Seinni bylgjunnar síðasta vetur þar sem að Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, sagði Hauk besta 16 ára leikmann Íslands frá upphafi. „Ég hef ekki séð betri 16 ára leikmann. Ef við tökum alla þessa súpertalenta sem við höfum átt í gegnum árin og berum þá saman 16 ára gamla. Í meistaraflokki, með þetta stórt hluverk og þetta gott framlag bæði í vörn og sókn. Hann er einstakur,“ sagði Sebastian Alexandersson um Hauk sem varð 17 ára í apríl.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30
Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00
Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15