Vitleysisgangur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 06:00 Íslenskir stjórnmálamenn hafa hin síðustu ár ekki átt ýkja mikinn kost á því að baða sig í aðdáun landsmanna, þar sem hún hefur verið í algjöru lágmarki. Ætla mætti að metnaðarfullir stjórnmálamenn myndu ekki fórna höndum í uppgjöf vegna fremur aums hlutskiptis síns heldur leitast við að snúa viðhorfinu til betri vegar. Það gera þeir vitanlega best með því að vinna þannig að sómi sé að. Því miður er sumum þeirra það gjörsamlega um megn. Í umræðu um stjórnmálamenn sem valda ekki verkefnum sem þeim hafa verið falin hlýtur hugurinn að leita til borgarfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarbúar, sem kusu þá til starfa fyrr á þessu ári, hafa örugglega gert ráð fyrir því að þessir fulltrúar þeirra sæju sér fært að sinna starfi sínu og nýta orku sína í þágu góðra verka. Nú er ljóst að borgarfulltrúar, bæði í meirihluta og minnihluta, ráða engan veginn við þetta sjálfsagða verkefni. Þeir eyða ómældum tíma í að bera hver annan alls kyns sökum og orð eins og „einelti“, „leki“ og „trúnaðarbrestur“ koma þar mjög við sögu. Hvert tilfinningalegt upphlaupið rekur annað hjá borgarfulltrúum sem virðast ófærir um að sýna sjálfstjórn. Vitleysisgangur þessa fólks nær hámarki þegar það vill leiða umræðuna út í það hvort ákveðinn borgarfulltrúi hafi ullað á einn borgarfulltrúa minnihlutans eða tvo. Borgarbúar fylgjast furðu lostnir með og hljóta að velta því fyrir sér hvort allt þetta vanstillta fólk eigi eitthvert erindi í stjórnmál og hvort það sé virkilega fært um að taka yfirvegaðar ákvarðanir er varða hag Reykvíkinga. Ástæða er til að efast um það. Borgarfulltrúarnir virðast vera í krónísku tilfinningauppnámi vegna þess að þeim er gert að sitja saman á fundum í Ráðhúsinu. Þar neyðast þeir til að eiga samskipti, sem eru þeim nánast óbærileg. Ekki virðist hvarfla að þeim að það sé valkostur í stöðunni að bíta á jaxlinn frekar en að góla um fólsku pólitískra andstæðinga. Þessi ítrekuðu neyðarköll rata vitanlega í fjölmiðla sem gera þeim góð skil og „fórnarlömbin“ eru æði dugleg að mæta í viðtöl og tíunda raunir sínar. Ekki bjuggust margir svo sem við því að meirihluta og minnihluta borgarstjórnar myndi semja sérlega vel, en fæstir hafa örugglega séð fyrir að gagnkvæm andúð myndi leiða þá út í það öngstræti sem þeir eru nú komnir í. Borgarfulltrúarnir eru orðnir að athlægi og hafðir að háði og spotti, ekki bara um allan bæ heldur allt land. Með afar heimskulegri framkomu hafa þeir gjaldfellt sig á skömmum tíma. Málið er ekki verulega flókið, það snýst bara um að hegða sér sómasamlega á vinnustað. Það tekst hinum venjulega borgara yfirleitt ágætlega á sínum vinnustað, þótt þar starfi fólk sem hefur ekki sömu skoðanir á málum og hann. Borgarfulltrúar, sem eiga að vera sómasamlegir fulltrúar kjósenda, ættu að taka sér vinnandi fólk til fyrirmyndar og reyna að haga sér skikkanlega. Þeir voru kosnir til þess en ekki til að verða sér hvað eftir annað til háborinnar skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn hafa hin síðustu ár ekki átt ýkja mikinn kost á því að baða sig í aðdáun landsmanna, þar sem hún hefur verið í algjöru lágmarki. Ætla mætti að metnaðarfullir stjórnmálamenn myndu ekki fórna höndum í uppgjöf vegna fremur aums hlutskiptis síns heldur leitast við að snúa viðhorfinu til betri vegar. Það gera þeir vitanlega best með því að vinna þannig að sómi sé að. Því miður er sumum þeirra það gjörsamlega um megn. Í umræðu um stjórnmálamenn sem valda ekki verkefnum sem þeim hafa verið falin hlýtur hugurinn að leita til borgarfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarbúar, sem kusu þá til starfa fyrr á þessu ári, hafa örugglega gert ráð fyrir því að þessir fulltrúar þeirra sæju sér fært að sinna starfi sínu og nýta orku sína í þágu góðra verka. Nú er ljóst að borgarfulltrúar, bæði í meirihluta og minnihluta, ráða engan veginn við þetta sjálfsagða verkefni. Þeir eyða ómældum tíma í að bera hver annan alls kyns sökum og orð eins og „einelti“, „leki“ og „trúnaðarbrestur“ koma þar mjög við sögu. Hvert tilfinningalegt upphlaupið rekur annað hjá borgarfulltrúum sem virðast ófærir um að sýna sjálfstjórn. Vitleysisgangur þessa fólks nær hámarki þegar það vill leiða umræðuna út í það hvort ákveðinn borgarfulltrúi hafi ullað á einn borgarfulltrúa minnihlutans eða tvo. Borgarbúar fylgjast furðu lostnir með og hljóta að velta því fyrir sér hvort allt þetta vanstillta fólk eigi eitthvert erindi í stjórnmál og hvort það sé virkilega fært um að taka yfirvegaðar ákvarðanir er varða hag Reykvíkinga. Ástæða er til að efast um það. Borgarfulltrúarnir virðast vera í krónísku tilfinningauppnámi vegna þess að þeim er gert að sitja saman á fundum í Ráðhúsinu. Þar neyðast þeir til að eiga samskipti, sem eru þeim nánast óbærileg. Ekki virðist hvarfla að þeim að það sé valkostur í stöðunni að bíta á jaxlinn frekar en að góla um fólsku pólitískra andstæðinga. Þessi ítrekuðu neyðarköll rata vitanlega í fjölmiðla sem gera þeim góð skil og „fórnarlömbin“ eru æði dugleg að mæta í viðtöl og tíunda raunir sínar. Ekki bjuggust margir svo sem við því að meirihluta og minnihluta borgarstjórnar myndi semja sérlega vel, en fæstir hafa örugglega séð fyrir að gagnkvæm andúð myndi leiða þá út í það öngstræti sem þeir eru nú komnir í. Borgarfulltrúarnir eru orðnir að athlægi og hafðir að háði og spotti, ekki bara um allan bæ heldur allt land. Með afar heimskulegri framkomu hafa þeir gjaldfellt sig á skömmum tíma. Málið er ekki verulega flókið, það snýst bara um að hegða sér sómasamlega á vinnustað. Það tekst hinum venjulega borgara yfirleitt ágætlega á sínum vinnustað, þótt þar starfi fólk sem hefur ekki sömu skoðanir á málum og hann. Borgarfulltrúar, sem eiga að vera sómasamlegir fulltrúar kjósenda, ættu að taka sér vinnandi fólk til fyrirmyndar og reyna að haga sér skikkanlega. Þeir voru kosnir til þess en ekki til að verða sér hvað eftir annað til háborinnar skammar.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar