Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. ágúst 2018 17:30 Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. Wow Air tapaði 45 milljónum dollara, jafnvirði 4,8 milljarða króna, á tímabilinu frá júlí í fyrra til 30. júní á þessu ári. Fyrirtækið freistar þess nú að sækja sér lánsfé með skuldabréfaútboði.Fréttablaðið greindi frá því í dag að fjárfestar sem tækju þátt í skuldabréfaútboði Wow Air myndu einnig fá kauprétt að hlutabréfum félagsins þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað innan tveggja ára á 20 prósent lægra gengi en skráningargengi þegar þar að kemur. Það er norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem sér um skuldabréfaútboðið sem nú stendur yfir. Í fjárfestakynningu vegna útboðsins koma fram áætlanir um rekstrarhagnað Wow Air á síðari hluta þessa árs. Til þess að skilja hversu raunhæfar þessar áætlanir eru er hægt að bera þær saman við sömu spár hjá Icelandair. Í afkomuviðvörun Icelandair sem birt var á mánudag kom fram að spá gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) yrði 80-100 milljónir dollara á þessu ári. Félagið tapaði 3,5 milljónum dollara á fyrri helmingi þessa árs. Ef miðað er við miðgildið í spánni fyrir árið í heild, 90 milljónir dollara, þá þarf rekstrarhagnaður Icelandair að vera 93,5 milljónir dollara á síðari helmingi þessa árs til að spáin gangi eftir. Það er samdráttur upp á 33 prósent frá sama tímabili í fyrra en rekstrarhagnaður Icelandair fyrir skatta afskriftir og fjármagnsliði nam 139,6 milljónum dollara á síðari helmingi ársins 2017. Í uppfærðri fjárfestakynningu fyrir Wow Air, sem nýverið birtist á vef Pareto Securities, kemur fram að rekstrarhagnaður Wow Air fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði hafi numið 19 milljónum dollara á síðari helmingi ársins 2017 en félagið búist við 37 milljóna dollara rekstrarhagnaði á síðari helmingi þessa árs. Þetta er aukning upp á 96 prósent milli ára. Í hnotskurn er Wow Air að búast við 96 prósent betri afkomu á seinni helmingi þessa árs á sama tíma og Icelandair býst við 33 prósenta samdrætti. Wow Air hyggst ná þessu aðallega með því að fjölga seldum flugsætum í svokölluðum premium verðflokki samkvæmt fjárfestakynningunni. Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30 Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. Wow Air tapaði 45 milljónum dollara, jafnvirði 4,8 milljarða króna, á tímabilinu frá júlí í fyrra til 30. júní á þessu ári. Fyrirtækið freistar þess nú að sækja sér lánsfé með skuldabréfaútboði.Fréttablaðið greindi frá því í dag að fjárfestar sem tækju þátt í skuldabréfaútboði Wow Air myndu einnig fá kauprétt að hlutabréfum félagsins þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað innan tveggja ára á 20 prósent lægra gengi en skráningargengi þegar þar að kemur. Það er norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem sér um skuldabréfaútboðið sem nú stendur yfir. Í fjárfestakynningu vegna útboðsins koma fram áætlanir um rekstrarhagnað Wow Air á síðari hluta þessa árs. Til þess að skilja hversu raunhæfar þessar áætlanir eru er hægt að bera þær saman við sömu spár hjá Icelandair. Í afkomuviðvörun Icelandair sem birt var á mánudag kom fram að spá gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) yrði 80-100 milljónir dollara á þessu ári. Félagið tapaði 3,5 milljónum dollara á fyrri helmingi þessa árs. Ef miðað er við miðgildið í spánni fyrir árið í heild, 90 milljónir dollara, þá þarf rekstrarhagnaður Icelandair að vera 93,5 milljónir dollara á síðari helmingi þessa árs til að spáin gangi eftir. Það er samdráttur upp á 33 prósent frá sama tímabili í fyrra en rekstrarhagnaður Icelandair fyrir skatta afskriftir og fjármagnsliði nam 139,6 milljónum dollara á síðari helmingi ársins 2017. Í uppfærðri fjárfestakynningu fyrir Wow Air, sem nýverið birtist á vef Pareto Securities, kemur fram að rekstrarhagnaður Wow Air fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði hafi numið 19 milljónum dollara á síðari helmingi ársins 2017 en félagið búist við 37 milljóna dollara rekstrarhagnaði á síðari helmingi þessa árs. Þetta er aukning upp á 96 prósent milli ára. Í hnotskurn er Wow Air að búast við 96 prósent betri afkomu á seinni helmingi þessa árs á sama tíma og Icelandair býst við 33 prósenta samdrætti. Wow Air hyggst ná þessu aðallega með því að fjölga seldum flugsætum í svokölluðum premium verðflokki samkvæmt fjárfestakynningunni.
Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30 Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30
Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30
WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00
Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30