Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Valur 3-3 | Valur bjargaði stigi í uppbótartíma Jón Ágúst Eyjólfsson á Greifavellinum á Akureyr skrifar 2. september 2018 17:30 vísir/daníel Það var boðið upp á ansi fjörugan leik á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar Valsmenn sóttu KA heim í 19. umferð Pepsi deildarinnar. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli í lauk sem bauð upp á næstum því allt sem góður knattspyrnuleikur þarf að hafa. Valsmenn komust yfir eftir rétt um 15 mínútna leik. Ólafur Karl Finsen fékk þá boltann inn á teig heimamanna. Hann renndi svo boltanum til hægri á Kristinn Frey Sigurðsson sem klárar með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið, undir Aron Elí í markinu. Á 19. mínútu átti Patrick Pedersen afskaplega flottan sprett upp vinstri kantinn. Hann komst upp að endalínu þar sem hann sendi boltann út í teiginn. Þar kom Birkir Már Sævarsson askvaðandi og skaut bylmingsskoti í átt að markinu. Boltinn hafnaði hins vegar í andliti Bjarna Mark Antonssonar sem lág óvígur eftir. Einar Ingi, dómari leiksins, stöðvaði leikinn tafarlaust. Bjarni Mark þurfti í kjölfarið að yfirgefa völlinn og fór beinustu leið upp á sjúkrahús. Valsmenn sóttu meira þegar þarna var komið við sögu en á 27. mínútu jöfnuðu heimamenn. Bjarni Ólafur Eiríksson gerði sig sekan um sjaldséð mistök þegar hann ætlaði að senda boltann til baka á Anton Ara í markinu. Hallgrímur Mar komst inn í laflausa sendingu hans og lék á Anton og renndi boltanum yfir marklínuna og staðan orðin jöfn 1-1. KA menn komust svo yfir á 39. mínútu þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson batt endahnútinn á flotta sókn heimamanna með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Hrannari Birni Steingrímssyni. Áður en hálfleiknum lauk urðu KA menn fyrir öðru áfalli þegar Ásgeir Sigurgeirsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Líkt og Bjarni Mark fór Ásgeir upp á sjúkrahús í frekari rannsóknir. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 2-1 fyrir heimamenn. Það tók leikmenn Vals einungis rétt rúmlega sjö mínútur að jafna leikinn í seinni hálfleik. Patrick Pedersen fór þá illa með varnarmenn KA. Renndi boltanum inn í teig þar sem Kristinn Freyr mætti á svæðið og skoraði sitt annað mark í leiknum. KA menn létu það ekki á sig fá og 65. mínútu náðu þeir forystunni á ný þegar Callum Williams skoraði í kjölfar hornspyrnu. Eftir þriðja mark KA manna settu Valsmenn allan sinn þunga í sóknarleikinn og við það opnuðust möguleikar á skyndisóknum KA manna sem þeir einfaldlega nýttu sér ekki. Það kom í bakið á þeim því að á 92. mínútu náði Birkir Már Sævarsson að jafna leikinn með marki úr markteignum. Niðurstaðan því 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik.Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, var maður þessa leiks. Hann skoraði fyrri tvö mörk gestanna og lagði upp það þriðja. Birkir Már Sævarsson skilaði sömuleiðis góðu dagsverki sem og Patrick Pedersen. Hjá KA voru það þeir Daníel Hafsteinsson og bræðurnir Hallgrímur og Hrannar Steingrímssynir sem stóðu upp úr.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé í Pepsi deildinni en að því loknu er það endaspretturinn. KA menn skella sér á Samsung völlinn í Garðabæ og mæta þar Stjörnumönnum sem eru harðri baráttu við Valsmenn um Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn fá Eyjamenn í heimsókn í næstu umferð.Óli Jóh: Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði það hafa verið geysilega mikilvægt að hafa náð að jafna leikinn og fá stigið eftir jafntefli sinna manna á Akureyri í dag. Hann sagði KA liðið vera gott lið en vildi þó meina að það væri ansi mikið að fá á sig þrjú mörk í leiknum. Stigið sem hans menn sóttu varð til þess að Valur heldur toppsætinu, hafa fengið einu stigi meira en Stjarnan eftir 19 umferðir. Það er því von á spennandi lokaumferðum í haust. ,,Það eru þrír erfiðir leikir eftir í deildinni og ég held að það eigi margt eftir að gerast“ sagði Ólafur og bætti því við að ,,við þurfum að halda vel á spöðunum ef við ætlum að vinna þetta mót og við munum gera það.“ Valsmenn gerðu sterkt tilkall til vítaspyrnu á 83. mínútu og var Ólafur ekki í nokkrum vafa um að svo væri. ,,Það er engin spurning í mínum huga að það var náttúrulega púra víti.“ Ólafur furðaði sig sömuleiðis á vali á dómara fyrir leikinn. ,,Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður, hann er fæddur og uppalinn í Stjörnunni, nánast í Stjörnuheimilinu og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur, það gaf augaleið.“ Patrick Pedersen, framherji Vals, þurfti að yfirgefa völlinn haltrandi en Ólafur hafði ekki miklar áhyggjur af því að hann yrði lengi frá og reiknar með að hann verði klár í næsta leik Valsmanna. Að lokum sagði Ólafur að jafntefli hafi í raun verið sanngjörn úrslit hér í dag. ,,Þetta var fjörugur leikur og tvö frábær lið og þegar uppi var staðið held ég að þetta hafi verið mjög sanngjarnt.Eiður Aron: Þetta er ennþá í okkar höndum Eiður Aron Sigurbjörnsson, miðvörður Vals, sagði að úr því sem komið var væru menn sáttir við eitt stig í þessum leik. ,,Þetta er ennþá í okkar höndum og það eru þrír leikir eftir sem við ætlum að klára“ sagði Eiður Aron sem átti góðan leik í Valsvörninni. Þegar Valsmenn sóttu hvað mest í síðari hálfleik komust KA menn í þó nokkrar skyndisóknir og mæddi því ágætlega á miðvarðapari Vals. ,,Mér fannst þeir gera vel í okkar föstu leikatriðum og komust oft í skyndisóknir í kjölfarið á þeim og það var því mikið um hlaup til baka.“ sagði Eiður og bætti við að ,,KA er bara flott og það er erfitt að koma hingað og vinna þá og því virðum við þetta stig. Eftir leiki dagsins er forskot Valsmanna aðeins eitt stig en Eiður er fullviss um að hann og liðsfélagar hans haldi þetta út og verji titilinn. ,,Það kemur smá pása núna en svo er það bara ÍBV, FH og Keflavík. Þetta eru leikir sem við förum í til að sækja níu stig“ sagði Eiður að lokum.Tufa: Ætlum að ná þessum bestu liðum á næstu árum Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, sagði það grátlegt að hans menn hafi ekki gengið af velli með öll stiginn sem í boði voru. ,,Mér fannst mitt lið magnað í dag. Við spilum við eitt af tveimur bestu liðum landsins, hörkuleik. Við lendum undir, missum menn útaf í meiðsli en náum að þjappa okkur saman og komast yfir í 2-1 og svo aftur í 3-2.“ Hann sagði ekkert hafa bent til þess að þeir væru að fara að jafna og hans lið hafi haldið góðri pressu framarlega á vellinum og komist í ákjósanlegar stöður til að bæta við fjórða markinu. ,,Það er mjög erfitt og grátlegt að standa hér fyrir framan ykkur í þriðja skiptið í sumar eftir að hafa fengið á sig mark á 95. mínútu.“ Þeir Bjarni Mark og Ásgeir Sigurgeirs þurftu báðir að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla og fóru báðir beinustu leið upp á sjúkrahús. Tufa segir Ásgeir hafa meiðst á hné. ,,Það er ekki alveg á hreinu og á eftir að rannsaka það betur en það er mögulegt að krossbandið sé slitið,“ sagði Tufa og bætti við Bjarni Mark hafi fengið mjög alvarlegan heilahristing og næstu dagar verði að leiða í ljós hvert framhaldið með hann verður. Tufa ítrekaði ánægju sína á liði sínu og sagði að markmiðið á Brekkunni væri skýrt, það er ,,að ná þessum bestu liðum á næstu árum.“ Ummæli sem Guðmann Þórisson, fyrirliði KA, lét falla í viðtali í podcast þætti KA hafa ratað í fjölmiðla en þar segir hann vera að skoða sína möguleika eftir að samningur hans við KA rennur út. ,,Við erum enn ekki byrjaðir að skipuleggja næsta tímabil en ætlum að nýta landsleikjahléið í það og við munum ræða betur við hann, fyrirliða okkar um framhaldið þegar að því kemur,“ sagði Tufa að lokum. Pepsi Max-deild karla
Það var boðið upp á ansi fjörugan leik á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar Valsmenn sóttu KA heim í 19. umferð Pepsi deildarinnar. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli í lauk sem bauð upp á næstum því allt sem góður knattspyrnuleikur þarf að hafa. Valsmenn komust yfir eftir rétt um 15 mínútna leik. Ólafur Karl Finsen fékk þá boltann inn á teig heimamanna. Hann renndi svo boltanum til hægri á Kristinn Frey Sigurðsson sem klárar með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið, undir Aron Elí í markinu. Á 19. mínútu átti Patrick Pedersen afskaplega flottan sprett upp vinstri kantinn. Hann komst upp að endalínu þar sem hann sendi boltann út í teiginn. Þar kom Birkir Már Sævarsson askvaðandi og skaut bylmingsskoti í átt að markinu. Boltinn hafnaði hins vegar í andliti Bjarna Mark Antonssonar sem lág óvígur eftir. Einar Ingi, dómari leiksins, stöðvaði leikinn tafarlaust. Bjarni Mark þurfti í kjölfarið að yfirgefa völlinn og fór beinustu leið upp á sjúkrahús. Valsmenn sóttu meira þegar þarna var komið við sögu en á 27. mínútu jöfnuðu heimamenn. Bjarni Ólafur Eiríksson gerði sig sekan um sjaldséð mistök þegar hann ætlaði að senda boltann til baka á Anton Ara í markinu. Hallgrímur Mar komst inn í laflausa sendingu hans og lék á Anton og renndi boltanum yfir marklínuna og staðan orðin jöfn 1-1. KA menn komust svo yfir á 39. mínútu þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson batt endahnútinn á flotta sókn heimamanna með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Hrannari Birni Steingrímssyni. Áður en hálfleiknum lauk urðu KA menn fyrir öðru áfalli þegar Ásgeir Sigurgeirsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Líkt og Bjarni Mark fór Ásgeir upp á sjúkrahús í frekari rannsóknir. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 2-1 fyrir heimamenn. Það tók leikmenn Vals einungis rétt rúmlega sjö mínútur að jafna leikinn í seinni hálfleik. Patrick Pedersen fór þá illa með varnarmenn KA. Renndi boltanum inn í teig þar sem Kristinn Freyr mætti á svæðið og skoraði sitt annað mark í leiknum. KA menn létu það ekki á sig fá og 65. mínútu náðu þeir forystunni á ný þegar Callum Williams skoraði í kjölfar hornspyrnu. Eftir þriðja mark KA manna settu Valsmenn allan sinn þunga í sóknarleikinn og við það opnuðust möguleikar á skyndisóknum KA manna sem þeir einfaldlega nýttu sér ekki. Það kom í bakið á þeim því að á 92. mínútu náði Birkir Már Sævarsson að jafna leikinn með marki úr markteignum. Niðurstaðan því 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik.Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, var maður þessa leiks. Hann skoraði fyrri tvö mörk gestanna og lagði upp það þriðja. Birkir Már Sævarsson skilaði sömuleiðis góðu dagsverki sem og Patrick Pedersen. Hjá KA voru það þeir Daníel Hafsteinsson og bræðurnir Hallgrímur og Hrannar Steingrímssynir sem stóðu upp úr.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé í Pepsi deildinni en að því loknu er það endaspretturinn. KA menn skella sér á Samsung völlinn í Garðabæ og mæta þar Stjörnumönnum sem eru harðri baráttu við Valsmenn um Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn fá Eyjamenn í heimsókn í næstu umferð.Óli Jóh: Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði það hafa verið geysilega mikilvægt að hafa náð að jafna leikinn og fá stigið eftir jafntefli sinna manna á Akureyri í dag. Hann sagði KA liðið vera gott lið en vildi þó meina að það væri ansi mikið að fá á sig þrjú mörk í leiknum. Stigið sem hans menn sóttu varð til þess að Valur heldur toppsætinu, hafa fengið einu stigi meira en Stjarnan eftir 19 umferðir. Það er því von á spennandi lokaumferðum í haust. ,,Það eru þrír erfiðir leikir eftir í deildinni og ég held að það eigi margt eftir að gerast“ sagði Ólafur og bætti því við að ,,við þurfum að halda vel á spöðunum ef við ætlum að vinna þetta mót og við munum gera það.“ Valsmenn gerðu sterkt tilkall til vítaspyrnu á 83. mínútu og var Ólafur ekki í nokkrum vafa um að svo væri. ,,Það er engin spurning í mínum huga að það var náttúrulega púra víti.“ Ólafur furðaði sig sömuleiðis á vali á dómara fyrir leikinn. ,,Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður, hann er fæddur og uppalinn í Stjörnunni, nánast í Stjörnuheimilinu og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur, það gaf augaleið.“ Patrick Pedersen, framherji Vals, þurfti að yfirgefa völlinn haltrandi en Ólafur hafði ekki miklar áhyggjur af því að hann yrði lengi frá og reiknar með að hann verði klár í næsta leik Valsmanna. Að lokum sagði Ólafur að jafntefli hafi í raun verið sanngjörn úrslit hér í dag. ,,Þetta var fjörugur leikur og tvö frábær lið og þegar uppi var staðið held ég að þetta hafi verið mjög sanngjarnt.Eiður Aron: Þetta er ennþá í okkar höndum Eiður Aron Sigurbjörnsson, miðvörður Vals, sagði að úr því sem komið var væru menn sáttir við eitt stig í þessum leik. ,,Þetta er ennþá í okkar höndum og það eru þrír leikir eftir sem við ætlum að klára“ sagði Eiður Aron sem átti góðan leik í Valsvörninni. Þegar Valsmenn sóttu hvað mest í síðari hálfleik komust KA menn í þó nokkrar skyndisóknir og mæddi því ágætlega á miðvarðapari Vals. ,,Mér fannst þeir gera vel í okkar föstu leikatriðum og komust oft í skyndisóknir í kjölfarið á þeim og það var því mikið um hlaup til baka.“ sagði Eiður og bætti við að ,,KA er bara flott og það er erfitt að koma hingað og vinna þá og því virðum við þetta stig. Eftir leiki dagsins er forskot Valsmanna aðeins eitt stig en Eiður er fullviss um að hann og liðsfélagar hans haldi þetta út og verji titilinn. ,,Það kemur smá pása núna en svo er það bara ÍBV, FH og Keflavík. Þetta eru leikir sem við förum í til að sækja níu stig“ sagði Eiður að lokum.Tufa: Ætlum að ná þessum bestu liðum á næstu árum Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, sagði það grátlegt að hans menn hafi ekki gengið af velli með öll stiginn sem í boði voru. ,,Mér fannst mitt lið magnað í dag. Við spilum við eitt af tveimur bestu liðum landsins, hörkuleik. Við lendum undir, missum menn útaf í meiðsli en náum að þjappa okkur saman og komast yfir í 2-1 og svo aftur í 3-2.“ Hann sagði ekkert hafa bent til þess að þeir væru að fara að jafna og hans lið hafi haldið góðri pressu framarlega á vellinum og komist í ákjósanlegar stöður til að bæta við fjórða markinu. ,,Það er mjög erfitt og grátlegt að standa hér fyrir framan ykkur í þriðja skiptið í sumar eftir að hafa fengið á sig mark á 95. mínútu.“ Þeir Bjarni Mark og Ásgeir Sigurgeirs þurftu báðir að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla og fóru báðir beinustu leið upp á sjúkrahús. Tufa segir Ásgeir hafa meiðst á hné. ,,Það er ekki alveg á hreinu og á eftir að rannsaka það betur en það er mögulegt að krossbandið sé slitið,“ sagði Tufa og bætti við Bjarni Mark hafi fengið mjög alvarlegan heilahristing og næstu dagar verði að leiða í ljós hvert framhaldið með hann verður. Tufa ítrekaði ánægju sína á liði sínu og sagði að markmiðið á Brekkunni væri skýrt, það er ,,að ná þessum bestu liðum á næstu árum.“ Ummæli sem Guðmann Þórisson, fyrirliði KA, lét falla í viðtali í podcast þætti KA hafa ratað í fjölmiðla en þar segir hann vera að skoða sína möguleika eftir að samningur hans við KA rennur út. ,,Við erum enn ekki byrjaðir að skipuleggja næsta tímabil en ætlum að nýta landsleikjahléið í það og við munum ræða betur við hann, fyrirliða okkar um framhaldið þegar að því kemur,“ sagði Tufa að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti