Blaðamaður Business Insider hraunar yfir „nýjasta lággjaldaflugfélag Íslands“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 08:45 Flugvél flugfélagsins Primera Air. Vísir/getty Blaðamaður Business Insider er afar óvæginn í garð flugfélagsins Primera Air í upplifunarpistli sem birtur var á vef miðilsins í gær. Blaðamaðurinn kynnir Primera Air til leiks sem „nýjasta lággjaldaflugfélagi Íslands“ og segir upplifun sína af flugi með félaginu afar slæma.Sjá einnig: Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Blaðamaðurinn, Rachel Premack, segir í pistli sínum að hún hafi bókað flug með Primera Air, sem er í eigu Íslendinga en með skráða starfsemi í Lettlandi og Danmörku, frá París til New York í lok júlí síðastliðnum. Hún segist hafa verið ánægð með verðið og kveðst auk þess gera sér fulla grein fyrir því að um lággjaldaflugfélag sé að ræða. Þannig hafi hún búist við óþægilegum sætum, þrengslum og takmarkaðri farangursheimild. Premack var hins vegar aldrei hleypt um borð í flugvél Primera Air. „Þegar fluginu hafði verið frestað um marga klukkutíma vorum við flutt á hótel sem vissi ekki einu sinni af komu okkar. Ég þurfti að lokum að borga háar fjárhæðir fyrir flug heim. Þann 29. ágúst hafði ég ekki enn fengið greidda þá 1950.89 Bandaríkjadali sem Primera skuldar mér,“ skrifar Premack.Fluginu aflýst eftir klukkustundabið Premack lýsir því svo í smáatriðum hvernig atburðarásin gekk fyrir sig en hún mætti á flugvöllinn í París um klukkan 17. Flugvél Primera Air átti að fara í loftið 18:50. Premack segir um 200 farþega hafa beðið við hliðið á flugvellinum en 20 mínútum áður en flugið átti að fara í loftið var enn ekki byrjað að hleypa inn í vélina. Hún segist hafa spurst fyrir um mögulega seinkun en engin svör fengið. „En klukkan 20:30 var ég orðin uppgefin og stressuð. Foreldrar mínir hringdu í Primera úr bandarísku símanúmerum sínum en enginn svaraði.“ Sjá einnig: Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera AirPremack segir að tilkynning hafi loksins borist frá Primera klukkan 22:30, þremur og hálfri klukkustund eftir að flugvélin átti að fara í loftið. Þá var tilkynnt um að fluginu væri aflýst. Í svari Primera Air, sem Premack sendi flugfélaginu vegna pistilsins, segir að skilaboð séu send á farþega um leið og félagið fá upplýsingar um ástæður að baki seinkun á flugi. Þá sendi félagið einnig beiðni um matarmiða fyrir farþegana. Premack segist hvorki hafa fengið skilaboð frá flugfélaginu né matarmiða daginn sem hún átti pantað umrætt flug. Pistil Premack, sem hún birtir ásamt myndum, má lesa í heild hér. Fréttir af flugi Lettland Tengdar fréttir Biggi lögga stofnar Facebook-hóp til að sækja bætur frá Primera Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, var einn fjölda farþega Primera Air sem lentu í töfum eða seinkunum á ferðum félagsins frá Spáni um helgina 2. júlí 2018 14:45 Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Blaðamaður Business Insider er afar óvæginn í garð flugfélagsins Primera Air í upplifunarpistli sem birtur var á vef miðilsins í gær. Blaðamaðurinn kynnir Primera Air til leiks sem „nýjasta lággjaldaflugfélagi Íslands“ og segir upplifun sína af flugi með félaginu afar slæma.Sjá einnig: Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Blaðamaðurinn, Rachel Premack, segir í pistli sínum að hún hafi bókað flug með Primera Air, sem er í eigu Íslendinga en með skráða starfsemi í Lettlandi og Danmörku, frá París til New York í lok júlí síðastliðnum. Hún segist hafa verið ánægð með verðið og kveðst auk þess gera sér fulla grein fyrir því að um lággjaldaflugfélag sé að ræða. Þannig hafi hún búist við óþægilegum sætum, þrengslum og takmarkaðri farangursheimild. Premack var hins vegar aldrei hleypt um borð í flugvél Primera Air. „Þegar fluginu hafði verið frestað um marga klukkutíma vorum við flutt á hótel sem vissi ekki einu sinni af komu okkar. Ég þurfti að lokum að borga háar fjárhæðir fyrir flug heim. Þann 29. ágúst hafði ég ekki enn fengið greidda þá 1950.89 Bandaríkjadali sem Primera skuldar mér,“ skrifar Premack.Fluginu aflýst eftir klukkustundabið Premack lýsir því svo í smáatriðum hvernig atburðarásin gekk fyrir sig en hún mætti á flugvöllinn í París um klukkan 17. Flugvél Primera Air átti að fara í loftið 18:50. Premack segir um 200 farþega hafa beðið við hliðið á flugvellinum en 20 mínútum áður en flugið átti að fara í loftið var enn ekki byrjað að hleypa inn í vélina. Hún segist hafa spurst fyrir um mögulega seinkun en engin svör fengið. „En klukkan 20:30 var ég orðin uppgefin og stressuð. Foreldrar mínir hringdu í Primera úr bandarísku símanúmerum sínum en enginn svaraði.“ Sjá einnig: Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera AirPremack segir að tilkynning hafi loksins borist frá Primera klukkan 22:30, þremur og hálfri klukkustund eftir að flugvélin átti að fara í loftið. Þá var tilkynnt um að fluginu væri aflýst. Í svari Primera Air, sem Premack sendi flugfélaginu vegna pistilsins, segir að skilaboð séu send á farþega um leið og félagið fá upplýsingar um ástæður að baki seinkun á flugi. Þá sendi félagið einnig beiðni um matarmiða fyrir farþegana. Premack segist hvorki hafa fengið skilaboð frá flugfélaginu né matarmiða daginn sem hún átti pantað umrætt flug. Pistil Premack, sem hún birtir ásamt myndum, má lesa í heild hér.
Fréttir af flugi Lettland Tengdar fréttir Biggi lögga stofnar Facebook-hóp til að sækja bætur frá Primera Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, var einn fjölda farþega Primera Air sem lentu í töfum eða seinkunum á ferðum félagsins frá Spáni um helgina 2. júlí 2018 14:45 Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Biggi lögga stofnar Facebook-hóp til að sækja bætur frá Primera Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, var einn fjölda farþega Primera Air sem lentu í töfum eða seinkunum á ferðum félagsins frá Spáni um helgina 2. júlí 2018 14:45
Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10
Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54