Stýrivextir Argentínu hækkaðir í 60 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 23:17 Það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu. Vísir/AP Seðlabanki Argentínu hafa hækkað stýrivexti þar í landi upp í 60 prósent og er ríkið með hæstu stýrivexti í heiminum eftir fimmtán prósentustiga hækkun. Markmið hækkunarinnar er að byggja upp traust á efnahagi Argentínu og tryggja gjaldmiðil landsins í sessi. Argentínski pesóinn lækkaði í virði um rúm tíu prósent í dag, þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans og er það mesta lækkun gjaldmiðilsins frá 2015. Verðbólga í Argentínu er 30 prósent og það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu.Ríkisstjórn Argentínu hefur sömuleiðis leitað eftir hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og beðið um að 50 milljarða dala láni til ríkisins verði flýtt. Vonast var til að það myndi bæta ástandið. Argentína er hins vegar verulega skuldsett og skuldar mikið í dölum. Dalurinn hefur verið að styrkjast að undanförnu og er því erfiðara fyrir ríkið að greiða af skuldum sínum. Lánbeiðnin virðist þó ekki hafa hjálpað. Þess í stað hafa áhyggjur af því að Argentína geti ekki greitt skuldir sínar aukist meðal fjárfesta. Fjárfestar telja nú, samkvæmt miðlum ytra, að ríkisskuldabréf Argentínu séu í öðru sæti yfir verstu ríkisskuldabréfin til að fjárfesta í á heimsvísu. Argentína Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seðlabanki Argentínu hafa hækkað stýrivexti þar í landi upp í 60 prósent og er ríkið með hæstu stýrivexti í heiminum eftir fimmtán prósentustiga hækkun. Markmið hækkunarinnar er að byggja upp traust á efnahagi Argentínu og tryggja gjaldmiðil landsins í sessi. Argentínski pesóinn lækkaði í virði um rúm tíu prósent í dag, þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans og er það mesta lækkun gjaldmiðilsins frá 2015. Verðbólga í Argentínu er 30 prósent og það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu.Ríkisstjórn Argentínu hefur sömuleiðis leitað eftir hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og beðið um að 50 milljarða dala láni til ríkisins verði flýtt. Vonast var til að það myndi bæta ástandið. Argentína er hins vegar verulega skuldsett og skuldar mikið í dölum. Dalurinn hefur verið að styrkjast að undanförnu og er því erfiðara fyrir ríkið að greiða af skuldum sínum. Lánbeiðnin virðist þó ekki hafa hjálpað. Þess í stað hafa áhyggjur af því að Argentína geti ekki greitt skuldir sínar aukist meðal fjárfesta. Fjárfestar telja nú, samkvæmt miðlum ytra, að ríkisskuldabréf Argentínu séu í öðru sæti yfir verstu ríkisskuldabréfin til að fjárfesta í á heimsvísu.
Argentína Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira