Krónan og íbúðir í stað N1 við Ægisíðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 20:00 Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. Gengið verður endanlega frá kaupunum á morgun þegar N1 greiðir fyrir Festi en kaupverðið nemur rúmum 24 milljörðum króna. Festi rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko auk vöruhótelsins Bakkans. Við samrunann fara verslanirnar undir N1 og verður heiti móðurfélagsins Festi. Verður það skráð undir þeim merkjum í Kauphöllinni. Forstjóri N1 segir að rekstur Krónunnar og N1 verði samþættur. „Það verða N1 dælur fyrir utan Krónubúðir á einhverjum stöðum en á öðrum stöðum verða Krónubúðir, eða svokallaðar KR búðir, á N1 stöðvum. Við sjáum mikil tækifæri bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni," segir Eggert Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/ernirFesti hefur áður sótt um að setja upp bensíndælur hjá Krónubúðum en umsókninni verið hafnað af borgaryfirvöldum. Eggert segir að bensíndælum verði ekki fjölgað heldur færðar, fáist leyfi til. Enda var það meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir samrunanum að N1 selji frá sér stöðvar. Hugmyndin nú er til dæmis að fjarlægja stöðina sem er við Ægisíðu og færa hana fyrir utan Krónuna á Fiskislóð. Á lóðinni við Ægisíðu kæmi í staðinn Krónuverslun og íbúðarhúsnæði. Ljóst er að þróunin er í þessa átt þar sem mögulegur samruni Haga og Olís er í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Eggert telur framtíðina felast í samþættingu sem þessari. „McKinsey skýrslan sem var gefin út 2011-2012 sýndi að það eru of margir fermetrar í verslun og þjónustu á Íslandi og við teljum okkur með þessu geta samnýtt þessa fermetra og aukið hagræðingu og þar af leiðandi boðið upp á betra verð og betri þjónusu fyrir okkar viðskiptavini," segir Eggert.Eru þetta Costco áhrifin? „Nei, við fórum nú af stað með þessa hugmynd í desember 2015 áður en Costco umræðan byrjaði. Þannig að þetta tengist því nú ekki en auðvitað er erlend verslun samkeppni, eins og Elko sem við erum að kaupa er í mikilli samkeppni á netinu. Þannig að ég held að markaðssvæðið sé svolítið orðið heimurinn þrátt fyrir að við búum á þessari eyju," segir Eggert. Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. Gengið verður endanlega frá kaupunum á morgun þegar N1 greiðir fyrir Festi en kaupverðið nemur rúmum 24 milljörðum króna. Festi rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko auk vöruhótelsins Bakkans. Við samrunann fara verslanirnar undir N1 og verður heiti móðurfélagsins Festi. Verður það skráð undir þeim merkjum í Kauphöllinni. Forstjóri N1 segir að rekstur Krónunnar og N1 verði samþættur. „Það verða N1 dælur fyrir utan Krónubúðir á einhverjum stöðum en á öðrum stöðum verða Krónubúðir, eða svokallaðar KR búðir, á N1 stöðvum. Við sjáum mikil tækifæri bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni," segir Eggert Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/ernirFesti hefur áður sótt um að setja upp bensíndælur hjá Krónubúðum en umsókninni verið hafnað af borgaryfirvöldum. Eggert segir að bensíndælum verði ekki fjölgað heldur færðar, fáist leyfi til. Enda var það meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir samrunanum að N1 selji frá sér stöðvar. Hugmyndin nú er til dæmis að fjarlægja stöðina sem er við Ægisíðu og færa hana fyrir utan Krónuna á Fiskislóð. Á lóðinni við Ægisíðu kæmi í staðinn Krónuverslun og íbúðarhúsnæði. Ljóst er að þróunin er í þessa átt þar sem mögulegur samruni Haga og Olís er í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Eggert telur framtíðina felast í samþættingu sem þessari. „McKinsey skýrslan sem var gefin út 2011-2012 sýndi að það eru of margir fermetrar í verslun og þjónustu á Íslandi og við teljum okkur með þessu geta samnýtt þessa fermetra og aukið hagræðingu og þar af leiðandi boðið upp á betra verð og betri þjónusu fyrir okkar viðskiptavini," segir Eggert.Eru þetta Costco áhrifin? „Nei, við fórum nú af stað með þessa hugmynd í desember 2015 áður en Costco umræðan byrjaði. Þannig að þetta tengist því nú ekki en auðvitað er erlend verslun samkeppni, eins og Elko sem við erum að kaupa er í mikilli samkeppni á netinu. Þannig að ég held að markaðssvæðið sé svolítið orðið heimurinn þrátt fyrir að við búum á þessari eyju," segir Eggert.
Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira