Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 15:00 Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn að hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. Úttektarmaður segir að fyrirtæki megi huga fyrr að vottunarferlinu og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda spyr hvort fyrirkomulagið sem notað er við bifreiðaskoðun kunni að vera lausn á vandanum. Lög um jafnlaunavottun voru lögfest í júní í fyrra og tóku gildi um síðustu áramót. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lögin kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok þessa árs. Þau eru samtals 142 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu hafa aðeins 13 fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn hlotið jafnlaunavottun það sem af er ári. Nú, þegar ágúst er að renna sitt skeið, hafa aðeins um 9 prósent vinnustaða af þessari stærð hlotið vottunina. Hinir hafa því rétt rúma fjóra mánuði til að innleiða jafnlaunavottun, ellegar hljóta þeir sektir sem geta numið allt að 50 þúsund krónum á dag. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir að þetta lága hlutfall kunni að skýrast af því að lagaumhverfið sé nýtt. Fá viðurkennd vottunarfyrirtæki myndi þar að auki ákveðinn flöskuháls í ferlinu. „Staðan er sú að það eru bara tvö fyrirtæki sem hafa faggildingu til að veita jafnlaunavottun. Úr því sem komið er munu þau ekki ná að klára öll fyrirtækin sem í hlut eiga fyrir áramót,“ segir Ólafur.Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun.Vísir/SigurjónHonum þykir því bratt af stjórnvöldum að ætla að setja dagsektir á fyrirtækin sem ekki verða komin með jafnlaunavottun í upphafi næsta árs. Ólafur segir að í framtíðinni megi huga betur að dreifingu umsókna yfir árið, svo að koma megi í veg fyrir að þær safnist allar upp í lok árs. „Kannski er skynsamlegra að stilla þessu upp eins og bifreiðaskoðuninni: Það fari eftir fyrri partinum á kennitölunni þinni endar hvenær þú átt að vera búin að græja jafnlaunavottunina. Það mætti huga að því í framtíðinni.“ Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., hefur fulla trú á því að þau fyrirtæki sem ekki eru nú þegar komin með jafnlaunavottun geti hlotið hana fyrir lok árs. Það sé þó undir þeim komið að hefja ferlið, sem getur tekið töluverðan tíma.Þetta er þá spurning um að fyrirtækin leiti fyrr til ykkar? „Já, því fyrr því betra. Ef allir koma á síðustu stundu, rétt fyrir áramót, þá er augljóst að ekki næst að votta alla,“ segir Emil. Tengdar fréttir Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn að hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. Úttektarmaður segir að fyrirtæki megi huga fyrr að vottunarferlinu og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda spyr hvort fyrirkomulagið sem notað er við bifreiðaskoðun kunni að vera lausn á vandanum. Lög um jafnlaunavottun voru lögfest í júní í fyrra og tóku gildi um síðustu áramót. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lögin kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok þessa árs. Þau eru samtals 142 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu hafa aðeins 13 fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn hlotið jafnlaunavottun það sem af er ári. Nú, þegar ágúst er að renna sitt skeið, hafa aðeins um 9 prósent vinnustaða af þessari stærð hlotið vottunina. Hinir hafa því rétt rúma fjóra mánuði til að innleiða jafnlaunavottun, ellegar hljóta þeir sektir sem geta numið allt að 50 þúsund krónum á dag. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir að þetta lága hlutfall kunni að skýrast af því að lagaumhverfið sé nýtt. Fá viðurkennd vottunarfyrirtæki myndi þar að auki ákveðinn flöskuháls í ferlinu. „Staðan er sú að það eru bara tvö fyrirtæki sem hafa faggildingu til að veita jafnlaunavottun. Úr því sem komið er munu þau ekki ná að klára öll fyrirtækin sem í hlut eiga fyrir áramót,“ segir Ólafur.Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun.Vísir/SigurjónHonum þykir því bratt af stjórnvöldum að ætla að setja dagsektir á fyrirtækin sem ekki verða komin með jafnlaunavottun í upphafi næsta árs. Ólafur segir að í framtíðinni megi huga betur að dreifingu umsókna yfir árið, svo að koma megi í veg fyrir að þær safnist allar upp í lok árs. „Kannski er skynsamlegra að stilla þessu upp eins og bifreiðaskoðuninni: Það fari eftir fyrri partinum á kennitölunni þinni endar hvenær þú átt að vera búin að græja jafnlaunavottunina. Það mætti huga að því í framtíðinni.“ Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., hefur fulla trú á því að þau fyrirtæki sem ekki eru nú þegar komin með jafnlaunavottun geti hlotið hana fyrir lok árs. Það sé þó undir þeim komið að hefja ferlið, sem getur tekið töluverðan tíma.Þetta er þá spurning um að fyrirtækin leiti fyrr til ykkar? „Já, því fyrr því betra. Ef allir koma á síðustu stundu, rétt fyrir áramót, þá er augljóst að ekki næst að votta alla,“ segir Emil.
Tengdar fréttir Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29