Innlent

Yfirheyra pilt sem gaf sig fram við lögreglu vegna árása í Garðabæ

Birgir Olgeirsson skrifar
Pilturinn mætti til lögreglu ásamt foreldrum sínum. Lögreglan hefur  til rannsóknar fimm tilvik þar sem ráðist var á stúlkur í Garðabæ.
Pilturinn mætti til lögreglu ásamt foreldrum sínum. Lögreglan hefur til rannsóknar fimm tilvik þar sem ráðist var á stúlkur í Garðabæ. Vísir/Vilhelm
Nú fyrir hádegi mun verða tekin skýrsla af unglingspilti vegna rannsóknar lögreglu á árásum á ungar stúlkur í Garðabæ á síðustu dögum en drengurinn kom til lögreglu ásamt foreldrum sínum og gaf sig fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hefur haft fimm tilvik til rannsóknar og skoðar nú hvort drengurinn tengist þeim öllum.

Í tilkynningunni kemur fram að lögreglan hafi lagt allt kapp á að upplýsa málið eins hratt og hægt er. Þar hafi upplýsingar frá almenningi skipt verulegu máli og vill lögregla þakka öllum þeim sem veitt hafa aðstoð við málið. Segist lögreglan ekki ætla að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. 





Eins og lögregla tók fram hefur hún fimm mál til rannsóknar. 

Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar. Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst.

Í byrjun ágúst var ráðist á átta ára gamla stúlku sem var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast.

Fyrir viku var  ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ og var ráðist á tvær stúlkur í Garðabæ á þriðjudag. 


Tengdar fréttir

Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli

Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×