Krónan og íbúðir í stað N1 við Ægisíðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 20:00 Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. Gengið verður endanlega frá kaupunum á morgun þegar N1 greiðir fyrir Festi en kaupverðið nemur rúmum 24 milljörðum króna. Festi rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko auk vöruhótelsins Bakkans. Við samrunann fara verslanirnar undir N1 og verður heiti móðurfélagsins Festi. Verður það skráð undir þeim merkjum í Kauphöllinni. Forstjóri N1 segir að rekstur Krónunnar og N1 verði samþættur. „Það verða N1 dælur fyrir utan Krónubúðir á einhverjum stöðum en á öðrum stöðum verða Krónubúðir, eða svokallaðar KR búðir, á N1 stöðvum. Við sjáum mikil tækifæri bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni," segir Eggert Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/ernirFesti hefur áður sótt um að setja upp bensíndælur hjá Krónubúðum en umsókninni verið hafnað af borgaryfirvöldum. Eggert segir að bensíndælum verði ekki fjölgað heldur færðar, fáist leyfi til. Enda var það meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir samrunanum að N1 selji frá sér stöðvar. Hugmyndin nú er til dæmis að fjarlægja stöðina sem er við Ægisíðu og færa hana fyrir utan Krónuna á Fiskislóð. Á lóðinni við Ægisíðu kæmi í staðinn Krónuverslun og íbúðarhúsnæði. Ljóst er að þróunin er í þessa átt þar sem mögulegur samruni Haga og Olís er í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Eggert telur framtíðina felast í samþættingu sem þessari. „McKinsey skýrslan sem var gefin út 2011-2012 sýndi að það eru of margir fermetrar í verslun og þjónustu á Íslandi og við teljum okkur með þessu geta samnýtt þessa fermetra og aukið hagræðingu og þar af leiðandi boðið upp á betra verð og betri þjónusu fyrir okkar viðskiptavini," segir Eggert.Eru þetta Costco áhrifin? „Nei, við fórum nú af stað með þessa hugmynd í desember 2015 áður en Costco umræðan byrjaði. Þannig að þetta tengist því nú ekki en auðvitað er erlend verslun samkeppni, eins og Elko sem við erum að kaupa er í mikilli samkeppni á netinu. Þannig að ég held að markaðssvæðið sé svolítið orðið heimurinn þrátt fyrir að við búum á þessari eyju," segir Eggert. Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. Gengið verður endanlega frá kaupunum á morgun þegar N1 greiðir fyrir Festi en kaupverðið nemur rúmum 24 milljörðum króna. Festi rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko auk vöruhótelsins Bakkans. Við samrunann fara verslanirnar undir N1 og verður heiti móðurfélagsins Festi. Verður það skráð undir þeim merkjum í Kauphöllinni. Forstjóri N1 segir að rekstur Krónunnar og N1 verði samþættur. „Það verða N1 dælur fyrir utan Krónubúðir á einhverjum stöðum en á öðrum stöðum verða Krónubúðir, eða svokallaðar KR búðir, á N1 stöðvum. Við sjáum mikil tækifæri bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni," segir Eggert Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/ernirFesti hefur áður sótt um að setja upp bensíndælur hjá Krónubúðum en umsókninni verið hafnað af borgaryfirvöldum. Eggert segir að bensíndælum verði ekki fjölgað heldur færðar, fáist leyfi til. Enda var það meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir samrunanum að N1 selji frá sér stöðvar. Hugmyndin nú er til dæmis að fjarlægja stöðina sem er við Ægisíðu og færa hana fyrir utan Krónuna á Fiskislóð. Á lóðinni við Ægisíðu kæmi í staðinn Krónuverslun og íbúðarhúsnæði. Ljóst er að þróunin er í þessa átt þar sem mögulegur samruni Haga og Olís er í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Eggert telur framtíðina felast í samþættingu sem þessari. „McKinsey skýrslan sem var gefin út 2011-2012 sýndi að það eru of margir fermetrar í verslun og þjónustu á Íslandi og við teljum okkur með þessu geta samnýtt þessa fermetra og aukið hagræðingu og þar af leiðandi boðið upp á betra verð og betri þjónusu fyrir okkar viðskiptavini," segir Eggert.Eru þetta Costco áhrifin? „Nei, við fórum nú af stað með þessa hugmynd í desember 2015 áður en Costco umræðan byrjaði. Þannig að þetta tengist því nú ekki en auðvitað er erlend verslun samkeppni, eins og Elko sem við erum að kaupa er í mikilli samkeppni á netinu. Þannig að ég held að markaðssvæðið sé svolítið orðið heimurinn þrátt fyrir að við búum á þessari eyju," segir Eggert.
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira