Bergman, Ullmann og villt jarðarber í Paradís Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Ingmar Bergman er þekktasti og dáðasti kvikmyndaleikstjóri Svíþjóðar fyrr og síðar. Hann hefði orðið 100 ára gamall í sumar og því fagna sænska sendiráðið og Bíó Paradís næstu vikuna. Vísir/Getty Bergman-hátíðin í Bíó Paradís hefst í dag, 30.?ágúst og lýkur sunnudaginn 9. september. Sýndar verða fjórar valdar bíómyndir eftir Bergman, boðið verður upp á pallborðsumræður í tengslum við myndirnar og sérstaka gesti. Sett hefur verið upp sýning í anddyri Bíós Paradísar með æviágripi Bergmans í máli og myndum ásamt vídeósýningu með 32 sjaldgæfum myndbrotum sem veita innsýn í líf og störf listamannsins. Þá mun listamaðurinn Martin Lima de Faria flytja gjörning í anddyri kvikmyndahússins í heilan sólarhring þar sem hann notar gjallarhorn Bergmans til að láta fjöður dansa í vindi í hvert skipti sem barn fæðist á Landspítalanum en með þessu móti vill hann fagna lífinu að hætti Bergmans.Sumarið með Moniku Afmælishátíð Ingmars Bergman hefst með sérstakri sýningu á myndinni Sommaren med Monika frá 1953. Sumarið með Moniku er líklega ein aðgengilegasta mynd leikstjórans og er byggð á bók eftir Per Anders Fogelström. Myndin féll síðar í skuggann af þyngri myndum Bergmans sem mörgum hefur verið hampað sem sannkölluðum meistaraverkum. Sólargeislar verma unga elskendur í sænska skerjagarðinum þegar ástin blossar upp milli unglinganna Harrys og Moniku. Þau stinga af og eyða sumrinu saman á afskekktri eyju en grár veruleikinn skellur á þeim þegar Monika kemst að því að hún er ólétt.Liv Ullmann lék í tíu myndum Bergmans. Kvikmyndaferill hennar tók flugið með samstarfi þeirra og almennt er leikstjórinn talinn hafa náð hæstu hæðum í þeim verkum sem þau gerðu saman.Vísir/gettyMörg höfundareinkenni Bergmans eru þegar greinileg og gullfalleg myndatakan er í höndum Gunnars Fischer. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur erindi áður en myndin verður sýnd en dagskráin hefst í kvöld klukkan 19.Villtu jarðarberin Villtu jarðarberin frá 1957 segir frá gömlum manni sem þarf að horfast í augu við erfiðar minningar þegar hann ferðast á bernskuslóðir. Bergman þykir útfæra minningarnar sérlega vel með afturhvarfi (flashback) en frásögnina kryddar hann síðan með súrrealískum draumum. Villtu jarðarberin þykir fyrirtaks dæmi um hversu snjall sögumaður Bergman var á bak við kvikmyndatökuvélina. Myndin verður sýnd sunnudaginn 2. september klukkan 16 en að sýningu lokinni verða pallborðsumræður um Bergman sem höfund. Fanný og Alexander Fanný og Alexander frá 1982 segir frá samnefndum systkinum á hinu litríka Ekdahl-heimili í sænskum bæ snemma á tuttugustu öldinni. Foreldrar þeirra, Oscar og Emilie, stýra leikhúsinu í bænum. Móðir Oscars og bróðir eru helstu styrktaraðilar leikhússins. Þegar Oscar fellur frá langt fyrir aldur fram giftist ekkja hans biskupinum og flytur með börnin til hans þar sem siðavendni ræður ríkjum. Myndin verður sýnd fimmtudaginn 6. september klukkan 18 að viðstöddum klipparanum Sylvia Ingemarsson sem mun kynna myndina og sitja fyrir svörum eftir sýninguna. Hún vann náið með Bergman og klippti fjórtán mynda hans, þar á meðal Fanný og Alexander. Haustsónatan Lokaviðburður hátíðarinnar verður sýning á kvikmyndinni Haustsónatan frá 1978. Myndin segir frá heimsfrægum píanóleikara, Charlotte (Ingrid Bergman), sem hverfur á vit dóttur sinnar Evu (Liv Ullmann), þegar ástvinur hennar deyr. Leikur Ingrid Bergman hefur verið mjög rómaður í þessari mynd og raunar má vart á milli sjá hvor stendur sig betur, Liv eða Ingrid, en þær eru á tjaldinu nær allan tímann. Myndin er löng og áhrifamikil og óhætt að mæla með henni við þá, sem hafa áhuga á mannlegum samskiptum, tilfinningum og frábærum leik. Að sýningu lokinni stýrir Oddný Sen pallborðsumræðum um áhrif Bergmans á íslenska kvikmyndalist. Ókeypis er inn á alla viðburði Bergman-hátíðarinnar sem er í boði sænska sendiráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Norðurlönd Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Bergman-hátíðin í Bíó Paradís hefst í dag, 30.?ágúst og lýkur sunnudaginn 9. september. Sýndar verða fjórar valdar bíómyndir eftir Bergman, boðið verður upp á pallborðsumræður í tengslum við myndirnar og sérstaka gesti. Sett hefur verið upp sýning í anddyri Bíós Paradísar með æviágripi Bergmans í máli og myndum ásamt vídeósýningu með 32 sjaldgæfum myndbrotum sem veita innsýn í líf og störf listamannsins. Þá mun listamaðurinn Martin Lima de Faria flytja gjörning í anddyri kvikmyndahússins í heilan sólarhring þar sem hann notar gjallarhorn Bergmans til að láta fjöður dansa í vindi í hvert skipti sem barn fæðist á Landspítalanum en með þessu móti vill hann fagna lífinu að hætti Bergmans.Sumarið með Moniku Afmælishátíð Ingmars Bergman hefst með sérstakri sýningu á myndinni Sommaren med Monika frá 1953. Sumarið með Moniku er líklega ein aðgengilegasta mynd leikstjórans og er byggð á bók eftir Per Anders Fogelström. Myndin féll síðar í skuggann af þyngri myndum Bergmans sem mörgum hefur verið hampað sem sannkölluðum meistaraverkum. Sólargeislar verma unga elskendur í sænska skerjagarðinum þegar ástin blossar upp milli unglinganna Harrys og Moniku. Þau stinga af og eyða sumrinu saman á afskekktri eyju en grár veruleikinn skellur á þeim þegar Monika kemst að því að hún er ólétt.Liv Ullmann lék í tíu myndum Bergmans. Kvikmyndaferill hennar tók flugið með samstarfi þeirra og almennt er leikstjórinn talinn hafa náð hæstu hæðum í þeim verkum sem þau gerðu saman.Vísir/gettyMörg höfundareinkenni Bergmans eru þegar greinileg og gullfalleg myndatakan er í höndum Gunnars Fischer. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur erindi áður en myndin verður sýnd en dagskráin hefst í kvöld klukkan 19.Villtu jarðarberin Villtu jarðarberin frá 1957 segir frá gömlum manni sem þarf að horfast í augu við erfiðar minningar þegar hann ferðast á bernskuslóðir. Bergman þykir útfæra minningarnar sérlega vel með afturhvarfi (flashback) en frásögnina kryddar hann síðan með súrrealískum draumum. Villtu jarðarberin þykir fyrirtaks dæmi um hversu snjall sögumaður Bergman var á bak við kvikmyndatökuvélina. Myndin verður sýnd sunnudaginn 2. september klukkan 16 en að sýningu lokinni verða pallborðsumræður um Bergman sem höfund. Fanný og Alexander Fanný og Alexander frá 1982 segir frá samnefndum systkinum á hinu litríka Ekdahl-heimili í sænskum bæ snemma á tuttugustu öldinni. Foreldrar þeirra, Oscar og Emilie, stýra leikhúsinu í bænum. Móðir Oscars og bróðir eru helstu styrktaraðilar leikhússins. Þegar Oscar fellur frá langt fyrir aldur fram giftist ekkja hans biskupinum og flytur með börnin til hans þar sem siðavendni ræður ríkjum. Myndin verður sýnd fimmtudaginn 6. september klukkan 18 að viðstöddum klipparanum Sylvia Ingemarsson sem mun kynna myndina og sitja fyrir svörum eftir sýninguna. Hún vann náið með Bergman og klippti fjórtán mynda hans, þar á meðal Fanný og Alexander. Haustsónatan Lokaviðburður hátíðarinnar verður sýning á kvikmyndinni Haustsónatan frá 1978. Myndin segir frá heimsfrægum píanóleikara, Charlotte (Ingrid Bergman), sem hverfur á vit dóttur sinnar Evu (Liv Ullmann), þegar ástvinur hennar deyr. Leikur Ingrid Bergman hefur verið mjög rómaður í þessari mynd og raunar má vart á milli sjá hvor stendur sig betur, Liv eða Ingrid, en þær eru á tjaldinu nær allan tímann. Myndin er löng og áhrifamikil og óhætt að mæla með henni við þá, sem hafa áhuga á mannlegum samskiptum, tilfinningum og frábærum leik. Að sýningu lokinni stýrir Oddný Sen pallborðsumræðum um áhrif Bergmans á íslenska kvikmyndalist. Ókeypis er inn á alla viðburði Bergman-hátíðarinnar sem er í boði sænska sendiráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Norðurlönd Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira