Úlfurinn Magnús Már Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Upphlaup hafa einkennt borgarmálin frá kosningum og fjallaði ritstjóri Fréttablaðsins nýlega um ábyrgð minnihlutaflokkanna á stöðunni í leiðara sem bar heitið „Úlfur, úlfur“. Þar er með réttu ástandið gagnrýnt, bent á borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi ein Sjálfstæðismanna látin sæta ábyrgð. Sú nálgun varpar ljósi á ósættið sem nú geisar meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Til þess að geta fjallað um innanflokkskróníku Sjálfstæðismanna leggur ritstjórinn lykkju á leið sína og endurtekur kunnuglegt stef frá síðasta kjörtímabili um að allt væri í kalda kolum í Reykjavík. Fjármál í ólestri, hærri og hærri fasteignagjöld, illa mannaðir leikskólar, heimatilbúin húsnæðiskreppa og tekjustofnar hækkaðir með „sjónhverfingum“. Ekkert er fjarri lagi og staðreyndin sú að rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Þannig voru borgarsjóður og fyrirtæki borgarinnar rekin með 28 milljarða hagnaði árið 2017. Þá hafa skuldir farið lækkandi síðustu ár, álagshlutfall fasteignagjalda lækkað á alla og fengu eldri borgarar og öryrkjar sérstakan afslátt. Aldrei í sögu borgarinnar hafa fleiri íbúðir verið í byggingu. Við það bætist félagslega húsnæðisuppbyggingin sem ekkert annað sveitarfélag hefur séð sóma sinn í að taka þátt í. Samanborið við önnur sveitarfélög renna hlutfallslega mestir fjármunir til velferðarmála í Reykjavík. Það er því auðvelt fyrir nágrannasveitarfélögin að hafa útsvarið örlítið lægra þegar þau axla ekki ábyrgð á vanda heimilislausra og félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Í Reykjavík eru 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa en hlutfallið tvær íbúðir í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Fréttablaðið greindi nýlega frá því að leikskólamönnun gengur betur en síðustu ár. Það er auðvitað vond staða fyrir börn og fjölskyldur þeirra að geta ekki byrjað aðlögun þegar starfsfólk vantar. Flestir leikskólanna eru hins vegar mannaðir. Reykjavík er ekki fullkomin og verk núverandi og fyrrverandi meirihluta má sannarlega gagnrýna. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er að varpa ljósi á það sem betur má fara en gagnrýnin má ekki byggja á hliðarveruleika. Vonandi verður umræðan um borgarmál hófstilltari í vetur því það er öllum ljóst að upphrópanir gera lítið fyrir borgarbúa.Höfundur er formaður ferlinefndar og borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Upphlaup hafa einkennt borgarmálin frá kosningum og fjallaði ritstjóri Fréttablaðsins nýlega um ábyrgð minnihlutaflokkanna á stöðunni í leiðara sem bar heitið „Úlfur, úlfur“. Þar er með réttu ástandið gagnrýnt, bent á borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi ein Sjálfstæðismanna látin sæta ábyrgð. Sú nálgun varpar ljósi á ósættið sem nú geisar meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Til þess að geta fjallað um innanflokkskróníku Sjálfstæðismanna leggur ritstjórinn lykkju á leið sína og endurtekur kunnuglegt stef frá síðasta kjörtímabili um að allt væri í kalda kolum í Reykjavík. Fjármál í ólestri, hærri og hærri fasteignagjöld, illa mannaðir leikskólar, heimatilbúin húsnæðiskreppa og tekjustofnar hækkaðir með „sjónhverfingum“. Ekkert er fjarri lagi og staðreyndin sú að rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Þannig voru borgarsjóður og fyrirtæki borgarinnar rekin með 28 milljarða hagnaði árið 2017. Þá hafa skuldir farið lækkandi síðustu ár, álagshlutfall fasteignagjalda lækkað á alla og fengu eldri borgarar og öryrkjar sérstakan afslátt. Aldrei í sögu borgarinnar hafa fleiri íbúðir verið í byggingu. Við það bætist félagslega húsnæðisuppbyggingin sem ekkert annað sveitarfélag hefur séð sóma sinn í að taka þátt í. Samanborið við önnur sveitarfélög renna hlutfallslega mestir fjármunir til velferðarmála í Reykjavík. Það er því auðvelt fyrir nágrannasveitarfélögin að hafa útsvarið örlítið lægra þegar þau axla ekki ábyrgð á vanda heimilislausra og félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Í Reykjavík eru 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa en hlutfallið tvær íbúðir í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Fréttablaðið greindi nýlega frá því að leikskólamönnun gengur betur en síðustu ár. Það er auðvitað vond staða fyrir börn og fjölskyldur þeirra að geta ekki byrjað aðlögun þegar starfsfólk vantar. Flestir leikskólanna eru hins vegar mannaðir. Reykjavík er ekki fullkomin og verk núverandi og fyrrverandi meirihluta má sannarlega gagnrýna. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er að varpa ljósi á það sem betur má fara en gagnrýnin má ekki byggja á hliðarveruleika. Vonandi verður umræðan um borgarmál hófstilltari í vetur því það er öllum ljóst að upphrópanir gera lítið fyrir borgarbúa.Höfundur er formaður ferlinefndar og borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar