Innlent

Boðar framsækni og kerfisbreytingar á sviði loftslagsmála

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði kerfisbreytingar á sviði loftslagsmála.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði kerfisbreytingar á sviði loftslagsmála.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að á morgun muni ríkisstjórnin kynna framsækna aðgerðaáætlun á sviði loftslagsmála. Hún segir að þar sé um að ræða kerfisbreytingar á málaflokknum.

Þetta sagði Katrín í Silfrinu en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, drógu hvergi undan í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina. Hún væri bæði íhaldssöm og stæði vörð um þau kerfi sem fyrir eru á tímum sem krefðust kerfisbreytinga.

Katrín gaf ekki mikið fyrir þessa gagnrýni og sagði hana vera dæmi um merkimiðapólitík. Stjórnmálamenn væru ólíkir innbyrðis flokka og þá boðaði hún kerfisbreytingar í loftslagsmálum, skatta-og bótamálum og heilbrigðismálum.

Hún segir aftur á móti að fjárlögin sem kynnt verða á þriðjudag endurspegli fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vor og því verði það ekki margt sem komi á óvart í kynningunni.

„Það sem hins vegar við líka gáfum yfirlýsingu um í vor í tengslum við endurskoðun kjarasamninga var að við vildum sjá breytingar á skatta-og bótakerfum sem miðuðu að því að koma sérstaklega til móts við lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa. Við munum stíga skref í þá átt,“ segir Katrín.


Tengdar fréttir

Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag.Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×