Upplifir enga ógn þrátt fyrir stólakast og óvinveitta heimsókn Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 7. september 2018 14:30 Hólmar Örn Eyjólfsson í leik á móti Mexíkó í byrjun árs. vísir/getty Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, nýtur lífsins í Sofiu í Búlgaríu þar sem að hann spilar með sínu félagsliði, Levski Sofia. Liðið er í bullandi gír í baráttunni um Búlgaríumeistaratitilinn og Hólmar lykilmaður eftir komuna frá Rosenborg þar sem að hann var einn besti varnarmaður norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég hef það mjög fínt. Við erum á toppnum núna og hlutirnir eru að falla með okkur. Það er bara spurning um að halda þessu áfram en eins og í öðrum deildum er umspil í lokin þar sem að allt getur gerst. Þetta lítur vel út. Við erum búnir að styrkja liðið vel og vonumst til að verða meistarar,“ segir Hólmar.vísir/gettySkilur pirringinn Hann var á mála hjá West Ham en bjó svo í Noregi lengi áður en að hann flutti til Búlgaríu þar sem lífið er öðruvísi en hann segist fljótur að aðlgast. „Það tók ekki langan tíma. Lífið er ljúft þarna. Konunni og stelpunni líður vel. Umhverfið er flott og borgin er góð og öllum líður vel,“ segir hann. Þrátt fyrir gott gengi Levski Sofia þessa dagana fór liðið illa að ráði sínu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem að Sofiu-menn duttu út í tveggja leikja einvígi á móti Vaduz frá smáríkinu Lichtenstein. Stuðningsmenn Levski Sofia höfðu nákvæmlega engan húmor fyrir þeim úrslitum og trylltust í leikslok. Þeir rifu upp sæti í stúkunni og grýttu inn á völlinn ásamt öðrum lausamunum sem að þeir fundu. „Maður skilur þennan pirring upp að vissu marki. Okkur var kastað inn í klefa fljótlega og svo kom fjölskyldan yfir. Við þurftum að bíða á bílastæðinu í einhverja tvo tíma eftir að komast heim. Þetta er bara búið núna og þeir orðnir sáttir við okkur núna enda erum við á toppnum á deildinni,“ segir Hólmar en bullinu lauk ekki þarna. „Þeir mættu á æfingasvæðið daginn eftir en hvað mig varðar hefur þetta verið mest jákvætt. Ég hef ekki upplifað neina ógn sem stafar af þeim. Okkur líður bara mjög vel þarna,“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Allir leikmenn fá samtal við Hamrén sem vill hlusta á fólkið í kringum sig Erik Hamrén reynir að ræða við alla leikmenn liðsins einn á einn. 7. september 2018 10:42 Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02 25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Hörður Björgvin Magnússon er ánægður með lífið hjá stórliðinu CSKA Moskvu. 7. september 2018 13:00 Emil spilar ekki á morgun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun. 7. september 2018 10:30 Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, nýtur lífsins í Sofiu í Búlgaríu þar sem að hann spilar með sínu félagsliði, Levski Sofia. Liðið er í bullandi gír í baráttunni um Búlgaríumeistaratitilinn og Hólmar lykilmaður eftir komuna frá Rosenborg þar sem að hann var einn besti varnarmaður norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég hef það mjög fínt. Við erum á toppnum núna og hlutirnir eru að falla með okkur. Það er bara spurning um að halda þessu áfram en eins og í öðrum deildum er umspil í lokin þar sem að allt getur gerst. Þetta lítur vel út. Við erum búnir að styrkja liðið vel og vonumst til að verða meistarar,“ segir Hólmar.vísir/gettySkilur pirringinn Hann var á mála hjá West Ham en bjó svo í Noregi lengi áður en að hann flutti til Búlgaríu þar sem lífið er öðruvísi en hann segist fljótur að aðlgast. „Það tók ekki langan tíma. Lífið er ljúft þarna. Konunni og stelpunni líður vel. Umhverfið er flott og borgin er góð og öllum líður vel,“ segir hann. Þrátt fyrir gott gengi Levski Sofia þessa dagana fór liðið illa að ráði sínu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem að Sofiu-menn duttu út í tveggja leikja einvígi á móti Vaduz frá smáríkinu Lichtenstein. Stuðningsmenn Levski Sofia höfðu nákvæmlega engan húmor fyrir þeim úrslitum og trylltust í leikslok. Þeir rifu upp sæti í stúkunni og grýttu inn á völlinn ásamt öðrum lausamunum sem að þeir fundu. „Maður skilur þennan pirring upp að vissu marki. Okkur var kastað inn í klefa fljótlega og svo kom fjölskyldan yfir. Við þurftum að bíða á bílastæðinu í einhverja tvo tíma eftir að komast heim. Þetta er bara búið núna og þeir orðnir sáttir við okkur núna enda erum við á toppnum á deildinni,“ segir Hólmar en bullinu lauk ekki þarna. „Þeir mættu á æfingasvæðið daginn eftir en hvað mig varðar hefur þetta verið mest jákvætt. Ég hef ekki upplifað neina ógn sem stafar af þeim. Okkur líður bara mjög vel þarna,“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Allir leikmenn fá samtal við Hamrén sem vill hlusta á fólkið í kringum sig Erik Hamrén reynir að ræða við alla leikmenn liðsins einn á einn. 7. september 2018 10:42 Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02 25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Hörður Björgvin Magnússon er ánægður með lífið hjá stórliðinu CSKA Moskvu. 7. september 2018 13:00 Emil spilar ekki á morgun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun. 7. september 2018 10:30 Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Allir leikmenn fá samtal við Hamrén sem vill hlusta á fólkið í kringum sig Erik Hamrén reynir að ræða við alla leikmenn liðsins einn á einn. 7. september 2018 10:42
Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02
25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Hörður Björgvin Magnússon er ánægður með lífið hjá stórliðinu CSKA Moskvu. 7. september 2018 13:00
Emil spilar ekki á morgun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun. 7. september 2018 10:30
Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45