Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 7. september 2018 11:45 Theodór Elmar Bjarnason er klár í slaginn innan sem utan vallar. vísir/Arnar halldórsson Theodór Elmar Bjarnason var kallaður inn í landsliðshópinn vegna meiðsla og er búinn að vera að æfa með strákunum okkar í Austurríki og Sviss fyrir leikinn á móti Svisslendingum í Þjóðadeildinni á morgun. Elmar hefur lengi verið hluti af hópnum og stóð sig frábærlega á EM 2016 og í fyrstu leikjunum eftir Evrópumótið en datt síðan úr hópnum og fór ekki með á HM í Rússlandi í sumar. Vesturbæingurinn, sem spilar í Tyrklandi, hefur eiginlega vakið meiri athygli utan vallar undanfarin misseri en hann hefur verið duglegur að opinbera sínar skoðanir á hinum og þesssum málefnum á Twitter. Það eru ekkert alltaf allir sammála Elmari og hafa fjölmiðlar gert sér mat úr skoðunum hans. Hann bakkar sjaldnast með sínar skoðanir, stendur frekar fast á þeim og er klár í hvaða umræðu sem er á samfélagsmiðlinum.Mest lesnu fréttirnar eru mjög oft þær fréttir sem fólk vælir mest yfir hvort þær séu í raun fréttir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 24, 2018Hvernig er kynjahlutfallið í sorphirðu? Hef ekki séð neina baráttu til að fá fleiri konur í það, þannig geri ráð fyrir að það sé nokkurn veginn jafnt. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 14, 2018Eina sem ég bið DV um þegar þeir algjörlega óhlutdrægt fjalla um tístin mín er að setja betri mynd af mér við fréttina. Þessi sem er alltaf notuð er ekki my proudest moment. Jafnvel ekki að taka hlutina úr samhengi og skoða alla söguna. Annars bara flottir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) July 28, 2018Er jafnrétti að vera með jafn mikið af körlum og konum í öllum stöðum? Er ekki betra að hæfileikasti einstaklingurinn fái starfið? Kynjakvóti er ekki af hinu góða!! — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) April 8, 2018 Elmar brosti og hló aðeins þegar að Vísir spurði hann út í þessa hlið á honum sem samfélagsrýnir á hóteli landsliðsins í St. Gallen í gær. „Ég hef gaman að því að því að tala við fólk sem hefur misjafnar skoðanir. Ég hef gaman að því þegar að fólk er gjörsamlega á móti mér og reynir að komast til botns í því hvað er það sem skilur okkur að,“ segir Elmar og gefur lítið fyrir það að hann kallist umdeildur í dag. „Sjálfum finnst mér ég ekki vera neitt umdeildur en flest allt í dag virðist vera umdeilt,“ segir hann. Miðjumaðurinn knái er alltaf til taks fyrir landsliðið og einnig í góða umræðu á Twitter ef einhverjir eru ósammála eða jafnvel sammála hans skoðunum. „Ég er alltaf tilbúinn að taka umræðuna og tek því fagnandi. Ég er alltaf klár innan sem utan vallar. Maður þarf að sýna smá lit,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00 Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00 Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Theodór Elmar Bjarnason var kallaður inn í landsliðshópinn vegna meiðsla og er búinn að vera að æfa með strákunum okkar í Austurríki og Sviss fyrir leikinn á móti Svisslendingum í Þjóðadeildinni á morgun. Elmar hefur lengi verið hluti af hópnum og stóð sig frábærlega á EM 2016 og í fyrstu leikjunum eftir Evrópumótið en datt síðan úr hópnum og fór ekki með á HM í Rússlandi í sumar. Vesturbæingurinn, sem spilar í Tyrklandi, hefur eiginlega vakið meiri athygli utan vallar undanfarin misseri en hann hefur verið duglegur að opinbera sínar skoðanir á hinum og þesssum málefnum á Twitter. Það eru ekkert alltaf allir sammála Elmari og hafa fjölmiðlar gert sér mat úr skoðunum hans. Hann bakkar sjaldnast með sínar skoðanir, stendur frekar fast á þeim og er klár í hvaða umræðu sem er á samfélagsmiðlinum.Mest lesnu fréttirnar eru mjög oft þær fréttir sem fólk vælir mest yfir hvort þær séu í raun fréttir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 24, 2018Hvernig er kynjahlutfallið í sorphirðu? Hef ekki séð neina baráttu til að fá fleiri konur í það, þannig geri ráð fyrir að það sé nokkurn veginn jafnt. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 14, 2018Eina sem ég bið DV um þegar þeir algjörlega óhlutdrægt fjalla um tístin mín er að setja betri mynd af mér við fréttina. Þessi sem er alltaf notuð er ekki my proudest moment. Jafnvel ekki að taka hlutina úr samhengi og skoða alla söguna. Annars bara flottir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) July 28, 2018Er jafnrétti að vera með jafn mikið af körlum og konum í öllum stöðum? Er ekki betra að hæfileikasti einstaklingurinn fái starfið? Kynjakvóti er ekki af hinu góða!! — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) April 8, 2018 Elmar brosti og hló aðeins þegar að Vísir spurði hann út í þessa hlið á honum sem samfélagsrýnir á hóteli landsliðsins í St. Gallen í gær. „Ég hef gaman að því að því að tala við fólk sem hefur misjafnar skoðanir. Ég hef gaman að því þegar að fólk er gjörsamlega á móti mér og reynir að komast til botns í því hvað er það sem skilur okkur að,“ segir Elmar og gefur lítið fyrir það að hann kallist umdeildur í dag. „Sjálfum finnst mér ég ekki vera neitt umdeildur en flest allt í dag virðist vera umdeilt,“ segir hann. Miðjumaðurinn knái er alltaf til taks fyrir landsliðið og einnig í góða umræðu á Twitter ef einhverjir eru ósammála eða jafnvel sammála hans skoðunum. „Ég er alltaf tilbúinn að taka umræðuna og tek því fagnandi. Ég er alltaf klár innan sem utan vallar. Maður þarf að sýna smá lit,“ segir Theodór Elmar Bjarnason.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00 Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00 Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00
Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00
Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti