Setjum tappann í! Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. september 2018 07:00 Honum er viss vorkunn, kaupsýslumanninum sem fjárfesti í vídeóleigu um aldamótin. Hvernig átti hann að vita að nokkrum árum síðar yrðu vídeóleigurnar dauðar? Það getur nefnilega verið erfitt að átta sig á grundvallarbreytingum í samfélaginu á meðan þær eru að eiga sér stað. Líklegt er að eins fari með fjárfestingu í mengandi olíuiðnaði og vídeóleigurnar. Að fólki þyki skrýtið í baksýnisspeglinum að einhverjum hafi dottið til hugar að setja meiri pening í dauðvona olíuhagkerfið í byrjun 21. aldarinnar. Þó eru það endalok sem er auðveldara að sjá fyrir.Kallar á samhent átak Baráttan gegn loftslagsvánni kallar á samhent átak allra jarðarbúa. Hagsmunirnir eru sameiginlegir. Þess vegna hafa ríki heims gert með sér samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið snýst um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C. Þetta hefur margt í för með sér, hvort sem er varðandi stefnu stjórnvalda, framleiðslu fyrirtækja eða neyslu einstaklinga. Eitt af því er að skilja þarf stærstan hluta af þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni. Ríki heims hafa þannig í raun komið sér saman um endalok olíualdarinnar. Ef ekki er ráðlegt að nýta þá olíu sem vitað er um þarf enn síður að finna nýjar olíulindir. Það er því skrýtið að hugsa til þess að ekki séu nema fimm ár liðin síðan reynt var að setja íslenska olíuævintýrið af stað með útgáfu sérleyfa til að leita að kolvetni á Drekasvæðinu. Svipað og að kaupa sér vídeóleigu rétt áður en sá markaður hætti að vera til.Horfumst í augu við orðinn hlut Fyrr á þessu ári rann síðasta sérleyfið til olíuleitar úr gildi. Til að sýna að Íslandi sé full alvara í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eigum við að horfast í augu við orðinn hlut og setja tappann í. Sammælumst um að sú olía sem kann að vera undir hafsbotni verði þar óhreyfð um aldur og ævi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Honum er viss vorkunn, kaupsýslumanninum sem fjárfesti í vídeóleigu um aldamótin. Hvernig átti hann að vita að nokkrum árum síðar yrðu vídeóleigurnar dauðar? Það getur nefnilega verið erfitt að átta sig á grundvallarbreytingum í samfélaginu á meðan þær eru að eiga sér stað. Líklegt er að eins fari með fjárfestingu í mengandi olíuiðnaði og vídeóleigurnar. Að fólki þyki skrýtið í baksýnisspeglinum að einhverjum hafi dottið til hugar að setja meiri pening í dauðvona olíuhagkerfið í byrjun 21. aldarinnar. Þó eru það endalok sem er auðveldara að sjá fyrir.Kallar á samhent átak Baráttan gegn loftslagsvánni kallar á samhent átak allra jarðarbúa. Hagsmunirnir eru sameiginlegir. Þess vegna hafa ríki heims gert með sér samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið snýst um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C. Þetta hefur margt í för með sér, hvort sem er varðandi stefnu stjórnvalda, framleiðslu fyrirtækja eða neyslu einstaklinga. Eitt af því er að skilja þarf stærstan hluta af þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni. Ríki heims hafa þannig í raun komið sér saman um endalok olíualdarinnar. Ef ekki er ráðlegt að nýta þá olíu sem vitað er um þarf enn síður að finna nýjar olíulindir. Það er því skrýtið að hugsa til þess að ekki séu nema fimm ár liðin síðan reynt var að setja íslenska olíuævintýrið af stað með útgáfu sérleyfa til að leita að kolvetni á Drekasvæðinu. Svipað og að kaupa sér vídeóleigu rétt áður en sá markaður hætti að vera til.Horfumst í augu við orðinn hlut Fyrr á þessu ári rann síðasta sérleyfið til olíuleitar úr gildi. Til að sýna að Íslandi sé full alvara í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eigum við að horfast í augu við orðinn hlut og setja tappann í. Sammælumst um að sú olía sem kann að vera undir hafsbotni verði þar óhreyfð um aldur og ævi.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun