Erlent

Fjöldagröf með 166 hauskúpum fannst í Mexíkó

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá vettvangi þar sem á þriðja hundrað hauskúpa úr mönnum fundust í fjöldagröf í Veracruz í fyrra.
Frá vettvangi þar sem á þriðja hundrað hauskúpa úr mönnum fundust í fjöldagröf í Veracruz í fyrra. Vísir/EPA
Lögreglan í Veracruz-ríki í Mexíkó hafa fundist 166 hauskúpur í falinni fjöldagröf. Gröfin er ein sú stærsta sem fundist hefur í landinu til þessa en fíkniefnagengi eru sögð nota þær reglulega til að losa sig við fórnarlömb sín.

Talið er að líkin hafi verið grafin fyrir um tveimur árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsakendur hafa ekki viljað gefa upp nánari staðsetningu grafarinnar af öryggisástæðum.

Veracruz hefur verið vígvöllur átaka á milli gengja undanfarin ár. New York Times  sagði frá því í fyrra að 125 fjöldagrafir hefðu fundist í ríkinu á átta mánaða tímabili frá ágúst árið 2016. Gröf með rúmlega 250 hauskúpum fannst í mars í fyrra, líklega úr fórnarlömbum glæpagengjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×