Alonso ánægður með Indycar-tilraunaaksturinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2018 19:34 Alonso virtist glaður í bragði í Honda-bíl Andretti-liðsins í gær. McLaren/Twitter Spænski ökuþórinn Fernando Alonso lýsti ánægju sinni eftir að hann prófaði Indycar-bíl í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Flest virðist nú benda til þess að tvöfaldi Formúlu 1-heimsmeistarinn aki vestanhafs í Indycar-mótaröðinni á næsta tímabili. Alonso ók Honda-bíl á vegum Andretti Autosport-liðsins á Barber-brautinni í Alabama í gær. Engir áhorfendur eða fjölmiðlar fengu að vera á staðnum, að sögn Autosport. Eftir á sagðist Alonso sérstaklega ánægður með að hafa fengið tækifæri til að prófa bílinn við allar aðstæður en brautin var blaut framan af degi. Lengi hafi staðið til að hann prófaði Indycar-bíl en tækifærið hafi ekki gefist fyrr en í gær. „Þetta var góður dagur, skemmtilegur dagur. Ég elska að prófa nýja bíla og að prófa Indycar á [hefðbundinni braut] er nokkuð einstakt,“ sagði Spánverjinn sem hafði fram að gærdeginum aðeins ekið Indycar-bíl á risasporöskjubrautinni í Indianapolis, þá einnig með Andretti-liðinu.Fernando puts the @FollowAndretti #29 through its paces at Barber Motorsports Park today... his first road course outing in an IndyCar. pic.twitter.com/cWMjjfXzwc— McLaren (@McLarenF1) September 5, 2018 Þrátt fyrir háværa orðróma hafa hvorki Alonso né McLaren-liðið staðfest þátttöku sína í Indycar-mótaröðinni á næsta ári. Tilraunaaksturinn í gær telja margir öruggt merki um að Alonso ætli sér að keppa vestanhafs á næsta tímabili til þess að freista þess að vinna Indy 500-kappaksturinn sögufræga. Þannig myndi Alonso ná hinni svonefndu þreföldu kórónu akstursíþrótta: sigri í Mónakó, Les Mans og í Indy 500. Hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir þetta tímabil. Ökumenn frá Evrópu hafa stundum hikað við að keppa í Bandaríkjunum vegna sporöskubrautanna (e. Oval) sem keppt er á hluta tímabilsins í Indycar. Alonso stóð sig hins vegar vel þegar hann keppti í Indy 500 í fyrra. Hann var á meðal efstu manna áður en Honda-vélin í bíl hans gaf sig undir lok keppninnar. „Ég held að ég elski tilfinninguna í bílnum á hefðbundinni braut en ég elska hvernig maður keppir á sporöskjunum, hvernig maður tímasetur kjölsogið, umferðina og allur frammúraksturinn sem ég held að sé svolítið auðveldari á sporöskjunum þannig að ég elskaði hasarinn á brautinni í Indy 500,“ sagði Alonso.Hér fyrir neðan má sjá myndband og viðtal við Alonso sem Indycar birti eftir tilraunaaksturinn í gær. Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Alonso prófar Indycar í næstu viku Yfirmaður McLaren hefur staðfest að Spánverjinn prófi núverandi útgáfu Indycar-bílsins í Alabama í næstu viku. 31. ágúst 2018 13:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Spænski ökuþórinn Fernando Alonso lýsti ánægju sinni eftir að hann prófaði Indycar-bíl í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Flest virðist nú benda til þess að tvöfaldi Formúlu 1-heimsmeistarinn aki vestanhafs í Indycar-mótaröðinni á næsta tímabili. Alonso ók Honda-bíl á vegum Andretti Autosport-liðsins á Barber-brautinni í Alabama í gær. Engir áhorfendur eða fjölmiðlar fengu að vera á staðnum, að sögn Autosport. Eftir á sagðist Alonso sérstaklega ánægður með að hafa fengið tækifæri til að prófa bílinn við allar aðstæður en brautin var blaut framan af degi. Lengi hafi staðið til að hann prófaði Indycar-bíl en tækifærið hafi ekki gefist fyrr en í gær. „Þetta var góður dagur, skemmtilegur dagur. Ég elska að prófa nýja bíla og að prófa Indycar á [hefðbundinni braut] er nokkuð einstakt,“ sagði Spánverjinn sem hafði fram að gærdeginum aðeins ekið Indycar-bíl á risasporöskjubrautinni í Indianapolis, þá einnig með Andretti-liðinu.Fernando puts the @FollowAndretti #29 through its paces at Barber Motorsports Park today... his first road course outing in an IndyCar. pic.twitter.com/cWMjjfXzwc— McLaren (@McLarenF1) September 5, 2018 Þrátt fyrir háværa orðróma hafa hvorki Alonso né McLaren-liðið staðfest þátttöku sína í Indycar-mótaröðinni á næsta ári. Tilraunaaksturinn í gær telja margir öruggt merki um að Alonso ætli sér að keppa vestanhafs á næsta tímabili til þess að freista þess að vinna Indy 500-kappaksturinn sögufræga. Þannig myndi Alonso ná hinni svonefndu þreföldu kórónu akstursíþrótta: sigri í Mónakó, Les Mans og í Indy 500. Hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir þetta tímabil. Ökumenn frá Evrópu hafa stundum hikað við að keppa í Bandaríkjunum vegna sporöskubrautanna (e. Oval) sem keppt er á hluta tímabilsins í Indycar. Alonso stóð sig hins vegar vel þegar hann keppti í Indy 500 í fyrra. Hann var á meðal efstu manna áður en Honda-vélin í bíl hans gaf sig undir lok keppninnar. „Ég held að ég elski tilfinninguna í bílnum á hefðbundinni braut en ég elska hvernig maður keppir á sporöskjunum, hvernig maður tímasetur kjölsogið, umferðina og allur frammúraksturinn sem ég held að sé svolítið auðveldari á sporöskjunum þannig að ég elskaði hasarinn á brautinni í Indy 500,“ sagði Alonso.Hér fyrir neðan má sjá myndband og viðtal við Alonso sem Indycar birti eftir tilraunaaksturinn í gær.
Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Alonso prófar Indycar í næstu viku Yfirmaður McLaren hefur staðfest að Spánverjinn prófi núverandi útgáfu Indycar-bílsins í Alabama í næstu viku. 31. ágúst 2018 13:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45
Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20
Alonso prófar Indycar í næstu viku Yfirmaður McLaren hefur staðfest að Spánverjinn prófi núverandi útgáfu Indycar-bílsins í Alabama í næstu viku. 31. ágúst 2018 13:30