Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2018 17:41 Aðskilnaður barna frá foreldrum sínum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna olli miklum mótmælum í sumar. Trump-stjórnin vill nú leysa málið með því að fá heimild til að loka börnin inni með foreldrum sínum ótímabundið. Vísir/EPA Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum fá að halda börnum ótímabundið í innflytjendafangelsum með foreldrum sínum samkvæmt tillögu um breytingar á reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Nær öruggt er talið að reglubreytingin komi til kasta dómstóla. Tillaga heimavarnar- og heilbrigðisráðuneytanna felur í sér að alríkisstjórnin rifti sátt sem gerð fyrir fyrir rúmum tuttugu árum um meðferð á börnum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Með henni hefur innflytjendayfirvöldum verið óheimilt að halda börnunum lengur en í tuttugu daga. Nýju reglurnar þýða að hægt verður að halda börnunum lengur með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum, að sögn Washington Post. Þannig gætu yfirvöld haldið börnunum þar til mál þeirra hafa verið til lykta leidd fyrir dómstólum. Ríkisstjórn Trump varð harðlega gagnrýnd í sumar fyrir að hafa skilið þúsundir barna frá foreldrum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna. Markmiðið var að fæla fólk frá því að reyna að komast inn í landið. Í mörgum tilfellum voru foreldrar sendir til heimalanda sinna án barnanna. Svo hávær voru mótmælin að stjórnin hættu þeirri stefnu sinni. Heimavarnarráðuneytið fullyrðir að nýju reglurnar grafi ekki undan réttindum sem börnin nutu áður. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherran, segir að með reglunum sé lokað á lagalegar smugur sem komu í veg fyrir að ráðuneytið gæti handtekið og vísað úr landi fjölskyldum sem ættu ekki rétt á að vera áfram í Bandaríkjunum. Washington Post segir að rökstuðningur ráðuneytisins fyrir því að halda fjölskyldum í varðhaldi sé að tryggja að þær mæti fyrir innflytjendadómstóla. Svo löng bið er hins vegar eftir að mál séu tekin fyrir þar að nýju reglurnar gætu þýtt að fjölskyldum verði haldið föngnum svo mánuðum skiptir. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum fá að halda börnum ótímabundið í innflytjendafangelsum með foreldrum sínum samkvæmt tillögu um breytingar á reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Nær öruggt er talið að reglubreytingin komi til kasta dómstóla. Tillaga heimavarnar- og heilbrigðisráðuneytanna felur í sér að alríkisstjórnin rifti sátt sem gerð fyrir fyrir rúmum tuttugu árum um meðferð á börnum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Með henni hefur innflytjendayfirvöldum verið óheimilt að halda börnunum lengur en í tuttugu daga. Nýju reglurnar þýða að hægt verður að halda börnunum lengur með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum, að sögn Washington Post. Þannig gætu yfirvöld haldið börnunum þar til mál þeirra hafa verið til lykta leidd fyrir dómstólum. Ríkisstjórn Trump varð harðlega gagnrýnd í sumar fyrir að hafa skilið þúsundir barna frá foreldrum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna. Markmiðið var að fæla fólk frá því að reyna að komast inn í landið. Í mörgum tilfellum voru foreldrar sendir til heimalanda sinna án barnanna. Svo hávær voru mótmælin að stjórnin hættu þeirri stefnu sinni. Heimavarnarráðuneytið fullyrðir að nýju reglurnar grafi ekki undan réttindum sem börnin nutu áður. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherran, segir að með reglunum sé lokað á lagalegar smugur sem komu í veg fyrir að ráðuneytið gæti handtekið og vísað úr landi fjölskyldum sem ættu ekki rétt á að vera áfram í Bandaríkjunum. Washington Post segir að rökstuðningur ráðuneytisins fyrir því að halda fjölskyldum í varðhaldi sé að tryggja að þær mæti fyrir innflytjendadómstóla. Svo löng bið er hins vegar eftir að mál séu tekin fyrir þar að nýju reglurnar gætu þýtt að fjölskyldum verði haldið föngnum svo mánuðum skiptir.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33