Pence og Pompeo segjast ekki vera huldumaðurinn Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2018 12:35 Mike Pence og Mike Pompeo. Vísir/AP/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skrifað nafnlausa grein sem birt var í New York Times í gærkvöldi og það gerir Mike Pompeo, utanríkisráðherra, einnig. Umrædd grein var skrifuð af „háttsettum embættismanni“ sem vinnur fyrir Donald Trump, forseta, þar var Trump harðlega gagnrýndur og var því haldið fram að starfsmenn hans vinni á bak við tjöldin til að koma í veg fyrir að hann valdi Bandaríkjunum skaða. Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið „lodestar“ sé í henni. Pence hefur oft notað þetta sjaldgæfa orð í máli sínu.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansÍ yfirlýsingu frá skrifstofu Pence segir að hann merki þær greinar sem hann skrifi. Enn fremur segir starfsmaður hans á Twitter að bæði NYT og huldumaðurinn ættu að skammast sín fyrir greinina sem hann segir vera falska og heigulslega.The Vice President puts his name on his Op-Eds. The @nytimes should be ashamed and so should the person who wrote the false, illogical, and gutless op-ed. Our office is above such amateur acts. — Jarrod Agen (@VPComDir) September 6, 2018 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur er í Indlandi gagnrýndi einnig birtingu greinarinnar og þvertók fyrir að hafa skrifað hana. Hann sagði sömuleiðis að ef greinin væri raunveruleg ætti sá sem skrifað hana ekki að vera svo undirförull og fara þessa leið með gagnrýni sína.Pompeo sagði að ef viðkomandi aðili sæi sér ekki fært að fylgja skipunum forsetans ætti hann að hætta í starfi sínu. „Þessi persóna ákvað, samkvæmt New York Times, þess í stað að vera áfram og grafa undan því sem Trump og ríkisstjórn hans eru að reyna að gera,“ sagði Pompeo og bætti við: „Og ég verð að segja ykkur, að ég er uggandi yfir viðleitni fjölmiðla til að grafa undan ríkisstjórninni.“Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn erDonald Trump hefur brugðist reiður við greininni og samkvæmt Washington Post er huldumannsins leitað innan veggja Hvíta hússins og ríkisstjórnarinnar, sem jafnvel væri hægt að kalla Heimildarmenn WP segja Trump líta á skrifin sem svik og jafnvel landráð og hann sé ævareiður. Fyrstu viðbrögð hans voru til dæmis að tísta orðinu landráð með engu öðru en spurningarmerki.TREASON?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skrifað nafnlausa grein sem birt var í New York Times í gærkvöldi og það gerir Mike Pompeo, utanríkisráðherra, einnig. Umrædd grein var skrifuð af „háttsettum embættismanni“ sem vinnur fyrir Donald Trump, forseta, þar var Trump harðlega gagnrýndur og var því haldið fram að starfsmenn hans vinni á bak við tjöldin til að koma í veg fyrir að hann valdi Bandaríkjunum skaða. Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið „lodestar“ sé í henni. Pence hefur oft notað þetta sjaldgæfa orð í máli sínu.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansÍ yfirlýsingu frá skrifstofu Pence segir að hann merki þær greinar sem hann skrifi. Enn fremur segir starfsmaður hans á Twitter að bæði NYT og huldumaðurinn ættu að skammast sín fyrir greinina sem hann segir vera falska og heigulslega.The Vice President puts his name on his Op-Eds. The @nytimes should be ashamed and so should the person who wrote the false, illogical, and gutless op-ed. Our office is above such amateur acts. — Jarrod Agen (@VPComDir) September 6, 2018 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur er í Indlandi gagnrýndi einnig birtingu greinarinnar og þvertók fyrir að hafa skrifað hana. Hann sagði sömuleiðis að ef greinin væri raunveruleg ætti sá sem skrifað hana ekki að vera svo undirförull og fara þessa leið með gagnrýni sína.Pompeo sagði að ef viðkomandi aðili sæi sér ekki fært að fylgja skipunum forsetans ætti hann að hætta í starfi sínu. „Þessi persóna ákvað, samkvæmt New York Times, þess í stað að vera áfram og grafa undan því sem Trump og ríkisstjórn hans eru að reyna að gera,“ sagði Pompeo og bætti við: „Og ég verð að segja ykkur, að ég er uggandi yfir viðleitni fjölmiðla til að grafa undan ríkisstjórninni.“Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn erDonald Trump hefur brugðist reiður við greininni og samkvæmt Washington Post er huldumannsins leitað innan veggja Hvíta hússins og ríkisstjórnarinnar, sem jafnvel væri hægt að kalla Heimildarmenn WP segja Trump líta á skrifin sem svik og jafnvel landráð og hann sé ævareiður. Fyrstu viðbrögð hans voru til dæmis að tísta orðinu landráð með engu öðru en spurningarmerki.TREASON?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira