Erlent

Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina

Kjartan Kjartansson skrifar
Pútín Rússlandsforseti hefur staðfastlega neitað því að Rússar hafi komið nálægt banatilræði gegn fyrrverandi njósnara á Englandi.
Pútín Rússlandsforseti hefur staðfastlega neitað því að Rússar hafi komið nálægt banatilræði gegn fyrrverandi njósnara á Englandi. Vísir/EPA
Vladímír Pútín forseti Rússlands gaf út tilskipun sem skilgreindi upplýsingar um njósnara sem starfa í lausamennsku fyrir leyniþjónustu landsins sem ríkisleyndarmál aðeins tveimur dögum áður en bresk stjórnvöld sökuðu Rússa um að hafa reynt að drepa rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi.

Rússnesk stjórnvöld hafa staðfastlega neitað því að hafa staðið að banatilræði gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja rússneskra útsendara sem þau segja að hafi staðið að tilræðinu.

The Guardian greinir frá því að Pútín forseti hafi gert upplýsingar um njósnara eins og þá sem nú eru sakaðir um að hafa reynt að drepa Skrípalfeðginin að ríkisleyndarmáli rétt áður en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kenndi Rússum um tilræðið.

Áður voru aðeins upplýsingar um starfsmenn utanríkisleyniþjónustunnar skilgreindar sem ríkisleyndarmál.

Bresk stjórnvöld segja að meintu tilræðismennirnir hafi verið á vegum herleyniþjónustunnar GRU. Hún er talin beita sér í átökum í Úkraínu og Sýrlandi. Bandarísk yfirvöld telja ennfremur að hún hafi átt þátt í að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi árið 2016.


Tengdar fréttir

Segir Rússana vera útsendara GRU

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×