Að segja nei Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Verktakar hafa of lengi haft nánast dáleiðandi áhrif á meirihluta borgarstjórnar. Meðan meirihlutinn sveif um í hálfgerðu svefnástandi fengu verktakar frjálsar hendur. Þeir kunnu sannarlega að nýta sér það og óðu um miðbæinn í leit að auðum reitum. Þegar þeir voru fundnir var umsvifalaust hafist handa við að reisa þar hótel. Afleiðingin er sú að Reykjavík er hótelborg. Svo að segja á hverju horni í miðbænum má finna hótel, bæði stór og smá. Sannarlega setja þau svip á miðbæinn, en ekki skemmtilegan. Til er orðinn miðbær sem samanstendur að mestu af hótelum, veitingastöðum og lundabúðum með hrópandi ósmekklegan varning. Það er ekki nema von að stór hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem býr annars staðar en í miðbænum, sér litla ástæðu til að leggja reglulega leið sína þangað. Þar er einfaldlega ekki nægilega mikið að sækja. Enn er til Bankastræti en þar er enginn banki lengur. Pósthússtræti er vissulega á sínum stað en Pósthúsið er að flytja burt. Götunöfnin minna á að eitt sinn var hægt að sækja þangað þjónustu. Nú er lítið þar að hafa, alltaf er þó hægt að rölta inn á veitingastaði. Hafi menn svo geð í sér til þess má fara í spássitúr og virða fyrir sér ný hótel. Borgarstjórnarmeirihluti sem leggur áherslu á aðlaðandi miðbæ hefur horft aðgerðalaus á verktaka hertaka borgina. Nú er reynt að losa sig undan þessu ægivaldi því stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa gripið til aukinnar stýringar í hóteluppbyggingu og segja ekki rými fyrir fleiri hótel á ákveðnum svæðum í miðbænum. Það er hárrétt að það eru ekki ýkja margir auðir reitir eftir í miðbænum. Þeir urðu hótelglöðum verktökum að bráð. Hin haukfránu og gráðugu augu verktaka virðast samt sjá enn fleiri tækifæri til hóteluppbyggingar í miðbænum og mótmæla nýrri stefnu Reykjavíkurborgar harðlega. Þeir segjast nú neyðast til að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni í miðbænum. Það er ekki nema von að þeim sé brugðið, því þeir hafa komist upp með það sem þeim sýnist. Nú verður blessunarlega breyting á því. Hins vegar er dapurlegt fyrir unnendur miðbæjarins að þessi breyting hafi ekki orðið mun fyrr. Formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, hefur sagt að á síðustu árum hafi verið mikill þrýstingur frá verktökum, en sagði jafnframt að borgin hefði margoft neitað að veita hótelleyfi. Gott er til þess að vita að í borgarkerfinu hafi menn þorað að segja nei við verktaka. Um leið er ljóst að ekki hefur verið sagt nei nógu oft. Það er nefnilega list að segja nei og það hefur tekið langan tíma hjá Reykjavíkurborg að ná tökum á því. Borgaryfirvöld hafa sýnt verktökum linkind og leyft þeim að vaða uppi. Afleiðingarnar blasa við í miðbænum þar sem hverju hótelinu á fætur öðru hefur verið plantað niður. Nú loks finnst borgaryfirvöldum mál að linni. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að skaðinn er þegar orðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Verktakar hafa of lengi haft nánast dáleiðandi áhrif á meirihluta borgarstjórnar. Meðan meirihlutinn sveif um í hálfgerðu svefnástandi fengu verktakar frjálsar hendur. Þeir kunnu sannarlega að nýta sér það og óðu um miðbæinn í leit að auðum reitum. Þegar þeir voru fundnir var umsvifalaust hafist handa við að reisa þar hótel. Afleiðingin er sú að Reykjavík er hótelborg. Svo að segja á hverju horni í miðbænum má finna hótel, bæði stór og smá. Sannarlega setja þau svip á miðbæinn, en ekki skemmtilegan. Til er orðinn miðbær sem samanstendur að mestu af hótelum, veitingastöðum og lundabúðum með hrópandi ósmekklegan varning. Það er ekki nema von að stór hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem býr annars staðar en í miðbænum, sér litla ástæðu til að leggja reglulega leið sína þangað. Þar er einfaldlega ekki nægilega mikið að sækja. Enn er til Bankastræti en þar er enginn banki lengur. Pósthússtræti er vissulega á sínum stað en Pósthúsið er að flytja burt. Götunöfnin minna á að eitt sinn var hægt að sækja þangað þjónustu. Nú er lítið þar að hafa, alltaf er þó hægt að rölta inn á veitingastaði. Hafi menn svo geð í sér til þess má fara í spássitúr og virða fyrir sér ný hótel. Borgarstjórnarmeirihluti sem leggur áherslu á aðlaðandi miðbæ hefur horft aðgerðalaus á verktaka hertaka borgina. Nú er reynt að losa sig undan þessu ægivaldi því stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa gripið til aukinnar stýringar í hóteluppbyggingu og segja ekki rými fyrir fleiri hótel á ákveðnum svæðum í miðbænum. Það er hárrétt að það eru ekki ýkja margir auðir reitir eftir í miðbænum. Þeir urðu hótelglöðum verktökum að bráð. Hin haukfránu og gráðugu augu verktaka virðast samt sjá enn fleiri tækifæri til hóteluppbyggingar í miðbænum og mótmæla nýrri stefnu Reykjavíkurborgar harðlega. Þeir segjast nú neyðast til að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni í miðbænum. Það er ekki nema von að þeim sé brugðið, því þeir hafa komist upp með það sem þeim sýnist. Nú verður blessunarlega breyting á því. Hins vegar er dapurlegt fyrir unnendur miðbæjarins að þessi breyting hafi ekki orðið mun fyrr. Formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, hefur sagt að á síðustu árum hafi verið mikill þrýstingur frá verktökum, en sagði jafnframt að borgin hefði margoft neitað að veita hótelleyfi. Gott er til þess að vita að í borgarkerfinu hafi menn þorað að segja nei við verktaka. Um leið er ljóst að ekki hefur verið sagt nei nógu oft. Það er nefnilega list að segja nei og það hefur tekið langan tíma hjá Reykjavíkurborg að ná tökum á því. Borgaryfirvöld hafa sýnt verktökum linkind og leyft þeim að vaða uppi. Afleiðingarnar blasa við í miðbænum þar sem hverju hótelinu á fætur öðru hefur verið plantað niður. Nú loks finnst borgaryfirvöldum mál að linni. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að skaðinn er þegar orðinn.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun