Kaepernick birti í vikunni fyrstu myndina úr herferðinni þar sem hann segir mikilvægt að trúa á eitthvað þó svo það þýði að maður verði að fórna öllu. Hann hefur fórnað NFL-ferlinum en staðið með hugsjónum sínum. Aðgerðir hans og barátta hafa verið eitt heitasta málið í Bandaríkjunum síðustu ár.
Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO
— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018
„Ég er fullkomlega ósammála þessu og hefði aldrei gert svona. Svona er landið og fólk hefur frelsi til þess að gera hluti sem manni finnst að það ætti ekki að gera.“
Kaepernick var fyrstur til þess að fara niður á hné er þjóðsöngurinn er spilaður fyrir NFL-leiki. Með því var hann að mótmæla kynþáttamismunun og lögregluofbeldi. Hann hefur ekki spilað síðan árið 2016 og ekkert félag þorir að semja við hann.
Trump hefur alla tíð gagnrýnt Kaepernick og aðra sem hafa fetað í sömu spor. Hann vildi að eigendur NFL-liða myndu reka þá leikmenn sem færu niður á hné.
Þessi umdeilda auglýsingaherferð Nike hefur vakið hörð viðbrögð og þeir sem eru hvað reiðastur hafa kveikt í Nike-vörum. Mikið hitamál.