Staðan grafalvarleg
„Já, veldur okkur vissulega áhyggjum. Þetta eru ekki nýjar fréttir fyrir okkur í bransanum. Var reyndar fyrirsjáanlegt þegar krónan fór í styrkingarfasa 2016. Þá fór að halla undan fæti á okkar hefðbundnu mörkuðum, okkar bestu mörkuðum eins og ég vil kalla það, sem eru í Mið-Evrópu,“ segir Bjarnheiður í samtali við Vísi.
Verulegur samdráttur á Þýskalandsmarkaði
„Hjá þessum hefðbundnu trúu og tryggu gestum okkar,“ segir Bjarnheiður og ítrekar að það komi henni ekki á óvart.„Það hefur löngum verið þannig að Þjóðverjar hafa verið okkar bestu gestir; góðir ferðamenn, vel upplýstir og áhugasamir um land og þjóð. Þeir ganga vel um, eru líkir okkur í menningu og við eigum því auðvelt með að þjóna þeim. Þeir dveljast hér lengi og ferðast um allt landið. Það er það sem við þurfum. Þess vegna sjáum við þennan samdrátt fyrir norðan og austan að ég tali ekki um Vestfirði. Okkur vantar ferðamenn sem ferðast um allt landið sem er gríðarlegt hagsmunamál fyrir fyrirtækin úti á landi og þjóðarbúið í heild sinni. Feðraþjónustan hefur gerbreytt öllu skilyrðum á landsbyggðinni og bakslag í þeim efnum er áhyggjuefni bakslag.“
Styrking krónunnar helsti orsakavaldur
Bjarnheiður segir erfitt að fullyrða um ástæðurnar fyrir þessu bakslagi en, hún telur engu að síður helstu ástæður fyrir samdrættinum styrking krónunnar og dýrtíð því samfara.Ég þekki það úr mínum rekstri, fyrirtækið mitt vinnur á Þýskalandsmarkaði. Þar er áhuginn mikill en þegar menn sjá verðmiðann, þá segja menn: Heyrðu, ég ætla að bíða með þetta. Þetta er of dýrt núna.... segir Bjarnheiður: „Já, ég þori að fullyrða að gengisskráningin er stór þáttur í þessu. Þetta er viðkvæmur markaður og það sama má segja um Frakkland, Holland … þetta er allt í mínus.“
Tími gengisfellingar liðinn
Bjarnheiður segir erfitt fyrir stjórnvöld að grípa inní þetta. Tími gengisfellingar, sem gripið var til á árum áður vegna bágrar stöðu sjávarútvegsins, sé liðinn.
Varar við frekari skattlagningu á greinina
Fjárlagafrumvarp er í vinnslu en Bjarnheiður vonast til þess að þar sé ekkert sem muni koma óþægilega í bakið á greininni.„Við sitjum við borðið ásamt stjórnvöldum í því sem heitir stjórnstöð ferðmála, í samráðshópi. Þar eru viðfangsefni rædd sem ekki var búið að hugsa útí og/eða við eftir á með. Innviðir og stefnumótun. Við erum bjartsýn á að okkur takist að gera þetta skynsamlega. Í þeim samráðshópi er meðal annars fjallað um framtíðar gjaldtöku og hvernig á að hátta því í framtíðinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Saf.