Lof mér að falla skildi bíógesti eftir í sjokki og sumir gengu grátandi út úr salnum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2018 10:30 Kvikmyndin Lof mér að falla sýnir raunverulegan heim fíkla á Íslandi. myndir/mummi lú „Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það,“ sagði Baldvin Z, leikstjóri kvikmyndarinnar Lof mér að falla, í aðalsal Háskólabíói í gærkvöldi þegar kvikmyndin var forsýnd. Myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Tólf árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt. Baldvin skrifar einnig handriti myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Þeir eiga að baki afar giftusamlegt samstarf þegar þeir skrifuðu saman handrit myndarinnar Vonarstrætis, sem Baldvin Z leikstýrði, sem sópaði til sín tólf verðlaunum á Edduverðlaunahátíðinni árið 2015 en tæplega 48 þúsund manns sáu þá mynd í kvikmyndahúsum hér á landi.„Þetta var ógeðslega erfitt verkefni og það komu ógeðslega margir að þessu og þetta tók ógeðslega langan tíma. Ég vil bara segja takk við alla sem komu að verkefninu á einhverjum tímapunkti. Ég vil sérstaklega þakka þremur stelpum sem voru svo ótrúlega óeigingjarnar og hleyptu okkur inn í líf sitt fyrir nokkrum árum síðan og sýndu okkur óritskoðað hvernig þessi heimur lítur út. Takk kærlega fyrir það stelpur, þið eruð algjörar hetjur. Ég vil þakka Jóa Kr. fyrir að koma inn í þetta með okkur og hleypa okkur inn í sögu Sissu en sérstaklega ætla ég að þakka fjölskyldu Kristínar Gerðar,“ sagði Baldvin sem heyrði um sögu Kristínar mjög snemma í ferlinu.Dagbækurnar skiptu sköpum „Við fengum aðgang að dagbókum sem ég og Birgir lásum. Þessi lestur breytti lífinu okkar sem um munar og ég held að það skipti engu máli hversu dýrar linsur, hversu gott crew og hversu góðir leikarar við fáum til að búa þetta verkefni til þá veit ég ekki hvort við náum að fanga það sem stóð í þessum dagbókum en við sannarlega gerðum okkar besta.“ Baldvin sagði að ein blaðsíða í dagbókinni hafi snert þá félaga sérstaklega og varpaði hann mynd upp á skjáinn þar sem textabrot úr dagbók Kristínar Gerði sást. Birgir Örn las þann texta upp og má sjá myndina hér að neðan.vísir/dáóMeð aðalhlutverk í Lof mér að falla fara leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir en leikarinn Þorsteinn Bachman fer einnig með stórt hlutverk. Í myndinni fara einnig með hlutverk Sturla Atlason, Edda Björgvinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Halldór Halldórsson. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson en meðframleiðendur eru Markus Selin og Jukka Helle. Lof mér að falla verður frumsýnd hér á landi 7. september næstkomandi.Sjá einnig: Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“Kvikmyndin snerti augljóslega við kvikmyndagestum í gærkvöldi og var mikið grátið. Þegar sýningunni var lokið gengu fjölda gesta hreinlega grátandi út úr salnum enda sýnir kvikmyndin hinn raunverulega fíkniefnaheim hér á landi. Hér að neðan má sjá myndir frá forsýningunni í gærkvöldi. Eftir sýninguna var kvikmyndagestum boðið í partý á Bryggjunni Brugghús og má sjá myndir úr því teiti hér að neðan einnig en ljósmyndarinn Mummi Lú tók allar myndirnar.mynd/mummi lúElín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Lof mér að falla og standa sig virkilega vel.mynd/mummi lúBaldvin Z ræddi vel við forsetahjónin sem voru mætt á sýninguna í gær.mynd/mummi lúJóhannes Haukur lét sig ekki vanta.mynd/mummi lúBaldvin Z ásamt Birgi Erni og framleiðendum kvikmyndarinnar.mynd/mummi lúMyndin hafði augljós áhrif á kvikmyndagesti.Bíógestir stóðu upp eftir sýninguna og klöppuðu lengi og vel.mynd/mummi lúÖflugur leikarahópur í kvikmyndinni Lof mér að falla.mynd/mummi lú Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30 Lof mér að falla valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto Kvikmyndin Lof mér að falla hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto sem fram fer 6.-16. september en hún verður frumsýnd hér á landi 7. september. 14. ágúst 2018 14:46 „Mögulega að deyja eftir að hafa prófað eiturlyf einu sinni tvisvar“ Fjallað var um kvikmyndina Lof mér að falla í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. 23. ágúst 2018 15:45 Segir stöðuna mun verri í dag en þegar hann byrjaði á Lof mér að falla: „Fíklar eru líka fólk“ „Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. 13. ágúst 2018 16:45 Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45 „Lífið gengur fyrir“ Birgir Örn Steinarsson, oft nefndur Biggi Maus, þekkir af eigin raun að missa góðan vin langt fyrir aldur fram. Hann kemur fram á tónleikunum Hammond í Hörpu til minningar um vin sinn Bjarka Friðriksson sem lést úr heilahimnubólgu aðeins nítján ára. 17. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það,“ sagði Baldvin Z, leikstjóri kvikmyndarinnar Lof mér að falla, í aðalsal Háskólabíói í gærkvöldi þegar kvikmyndin var forsýnd. Myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Tólf árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt. Baldvin skrifar einnig handriti myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Þeir eiga að baki afar giftusamlegt samstarf þegar þeir skrifuðu saman handrit myndarinnar Vonarstrætis, sem Baldvin Z leikstýrði, sem sópaði til sín tólf verðlaunum á Edduverðlaunahátíðinni árið 2015 en tæplega 48 þúsund manns sáu þá mynd í kvikmyndahúsum hér á landi.„Þetta var ógeðslega erfitt verkefni og það komu ógeðslega margir að þessu og þetta tók ógeðslega langan tíma. Ég vil bara segja takk við alla sem komu að verkefninu á einhverjum tímapunkti. Ég vil sérstaklega þakka þremur stelpum sem voru svo ótrúlega óeigingjarnar og hleyptu okkur inn í líf sitt fyrir nokkrum árum síðan og sýndu okkur óritskoðað hvernig þessi heimur lítur út. Takk kærlega fyrir það stelpur, þið eruð algjörar hetjur. Ég vil þakka Jóa Kr. fyrir að koma inn í þetta með okkur og hleypa okkur inn í sögu Sissu en sérstaklega ætla ég að þakka fjölskyldu Kristínar Gerðar,“ sagði Baldvin sem heyrði um sögu Kristínar mjög snemma í ferlinu.Dagbækurnar skiptu sköpum „Við fengum aðgang að dagbókum sem ég og Birgir lásum. Þessi lestur breytti lífinu okkar sem um munar og ég held að það skipti engu máli hversu dýrar linsur, hversu gott crew og hversu góðir leikarar við fáum til að búa þetta verkefni til þá veit ég ekki hvort við náum að fanga það sem stóð í þessum dagbókum en við sannarlega gerðum okkar besta.“ Baldvin sagði að ein blaðsíða í dagbókinni hafi snert þá félaga sérstaklega og varpaði hann mynd upp á skjáinn þar sem textabrot úr dagbók Kristínar Gerði sást. Birgir Örn las þann texta upp og má sjá myndina hér að neðan.vísir/dáóMeð aðalhlutverk í Lof mér að falla fara leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir en leikarinn Þorsteinn Bachman fer einnig með stórt hlutverk. Í myndinni fara einnig með hlutverk Sturla Atlason, Edda Björgvinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Halldór Halldórsson. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson en meðframleiðendur eru Markus Selin og Jukka Helle. Lof mér að falla verður frumsýnd hér á landi 7. september næstkomandi.Sjá einnig: Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“Kvikmyndin snerti augljóslega við kvikmyndagestum í gærkvöldi og var mikið grátið. Þegar sýningunni var lokið gengu fjölda gesta hreinlega grátandi út úr salnum enda sýnir kvikmyndin hinn raunverulega fíkniefnaheim hér á landi. Hér að neðan má sjá myndir frá forsýningunni í gærkvöldi. Eftir sýninguna var kvikmyndagestum boðið í partý á Bryggjunni Brugghús og má sjá myndir úr því teiti hér að neðan einnig en ljósmyndarinn Mummi Lú tók allar myndirnar.mynd/mummi lúElín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Lof mér að falla og standa sig virkilega vel.mynd/mummi lúBaldvin Z ræddi vel við forsetahjónin sem voru mætt á sýninguna í gær.mynd/mummi lúJóhannes Haukur lét sig ekki vanta.mynd/mummi lúBaldvin Z ásamt Birgi Erni og framleiðendum kvikmyndarinnar.mynd/mummi lúMyndin hafði augljós áhrif á kvikmyndagesti.Bíógestir stóðu upp eftir sýninguna og klöppuðu lengi og vel.mynd/mummi lúÖflugur leikarahópur í kvikmyndinni Lof mér að falla.mynd/mummi lú
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30 Lof mér að falla valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto Kvikmyndin Lof mér að falla hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto sem fram fer 6.-16. september en hún verður frumsýnd hér á landi 7. september. 14. ágúst 2018 14:46 „Mögulega að deyja eftir að hafa prófað eiturlyf einu sinni tvisvar“ Fjallað var um kvikmyndina Lof mér að falla í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. 23. ágúst 2018 15:45 Segir stöðuna mun verri í dag en þegar hann byrjaði á Lof mér að falla: „Fíklar eru líka fólk“ „Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. 13. ágúst 2018 16:45 Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45 „Lífið gengur fyrir“ Birgir Örn Steinarsson, oft nefndur Biggi Maus, þekkir af eigin raun að missa góðan vin langt fyrir aldur fram. Hann kemur fram á tónleikunum Hammond í Hörpu til minningar um vin sinn Bjarka Friðriksson sem lést úr heilahimnubólgu aðeins nítján ára. 17. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30
Lof mér að falla valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto Kvikmyndin Lof mér að falla hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto sem fram fer 6.-16. september en hún verður frumsýnd hér á landi 7. september. 14. ágúst 2018 14:46
„Mögulega að deyja eftir að hafa prófað eiturlyf einu sinni tvisvar“ Fjallað var um kvikmyndina Lof mér að falla í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. 23. ágúst 2018 15:45
Segir stöðuna mun verri í dag en þegar hann byrjaði á Lof mér að falla: „Fíklar eru líka fólk“ „Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. 13. ágúst 2018 16:45
Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45
„Lífið gengur fyrir“ Birgir Örn Steinarsson, oft nefndur Biggi Maus, þekkir af eigin raun að missa góðan vin langt fyrir aldur fram. Hann kemur fram á tónleikunum Hammond í Hörpu til minningar um vin sinn Bjarka Friðriksson sem lést úr heilahimnubólgu aðeins nítján ára. 17. ágúst 2018 11:30