Fjölmiðlamönnum var tilkynnt það að hvorki hún né markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir myndu koma í viðtöl eftir leikinn.
Sara Björk klikkaði á vítaspyrnu sem hefði tryggði íslenska liðinu sigur og komið því um leið í umspil um HM sæti. Guðbjörg fékk á sig klaufamark sem reyndist liðinu líka mjög dýrkeypt.
Markið má sjá hér að neðan.
pic.twitter.com/YCTi37GMRH
— Sara Björk (@sarabjork18) September 5, 2018
„Sem íþróttamaður er erfitt þegar manni mistekst og finnst maður hafa brugðist liðinu! Allt sem maður hefur lagt á sig og sér fyrir sér hvernig allt muni ganga upp! Maður trúir svo innilega! Þess vegna gerir maður allt til þess að láta drauma sína verða að veruleika,“ skrifar Sara.
Sara eyðir samt stærstum hluta pistils síns að horfa til framtíðar og hvetja landsliðsfélaga sína til frekari afreka í framtíðinni.
„Okkur mistókst! Í þetta skiptið,“ skrifar Sara og heldur áfram:
„Við verðum að nýta þetta sem reynslu og lærdóm! Við eigum meira inni! Við þurfum að nýta mótlætið sem hvatningu og stíga upp!,“ skrifar Sara.
„Við munum reyna aftur og koma ennþá einbeittaru og betri fyrir næstu undankeppni því ég er allavega ekki södd og ég veit að allt liðið vill meira! Það verður því miður ekki á HM næsta sumar en við verðum tilbúnar og hungraðar fyrir næstu keppni! We will be back!,“ endar Sara pistilinn sinn.
Það má sjá vítaspyrnuna hennar hér fyrir neðan.